Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 14:28 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hanna Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur þegar kom að endurgreiðslum sem hann fékk vegna aksturskostnaðar. Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. Björn Leví beindi erindi til forsætisnefndar í október síðastliðnum þar sem hann fór fram á að nefndin kannaði sérstaklega hvert og eitt ferðatilefni þar sem þingmaður hefði fengið endurgreiddan ferðakostnað. Þá fór hann fram á að það yrði metið hvort að tilefni aksturs falli undir reglur um þingfararkostnað og hvort að ástæða væri til að hefja siðareglumál á hendur þingmönnum fyrir brot á siðareglum þar sem endurgreiðslur fyrir útgjöld þeirra væru ekki í fullkomnu samræmi við reglur forsætisnefndar. Fór Björn Leví fram á að forstætisnefnd myndi jafnframt meta hvort tilefni væri til að kæra einstaka þingmenn til lögreglu fyrir meint auðgunarbrot. Þingmaðurinn krafðist þess síðan til vara að mál Ásmundar Friðrikssonar yrði tekið til sérstakrar skoðunar, en Ásmundur var sá þingmaður sem fékk hæstar endurgreiðslur í fyrra, alls 4,6 milljónir króna.Sjá einnig:Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Ummæli í fjölmiðlum ein og sér gefi ekki tilefni til almennrar athugunar Í bréfi forsætisnefndar til Björns Levís varðandi það að hvert og eitt ferðatilefni verði rannsakað er vísað í að gildandi lög og reglur um aksturskostnað þingmanna geri ráð fyrir því að fundur sem þingmaður hefur verið boðaður eða boðar sjálfur til, sé vegna starfa hans sem alþingismanns eða annars sem af starfi hans leiðir. Langoftast liggi fyrir fundarboð eða lýsing á fundarefni en í þeim tilvikum þegar svo er ekki hafi skrifstofa Alþingis gert athugasemdir og veitt þingmönnum leiðbeiningar um að tilgreina skuli slíkar upplýsingar. Að því er segir í bréfinu hefur ekkert komið fram sem gefi „tilefni til þess að ætla að í framkvæmd skrifstofunnar hai ekki verið gengið úr skugga um að tilgreint tilefni ferðar hafi verið vegna starfa alþingismanns.“ Þá var heldur ekki séð, að því er segir í bréfinu, að til staðar væru atvik þar sem ætla mætti að rökstuddur grunur væri um refsiverða háttsemi einstakra þingmanna við endurgreiðslu aksturskostnaðar sem kæra beri til lögreglu. Var kröfu Björns Levís um almenna rannsókn því hafnað. Hvað varðar að taka endurgreiðslur til Ásmundar til sérstakrar athugunar segir í bréfi forsætisnefndar að þau ummæli Ásmundar í fjölmiðlum sem Björn Leví vísar í, máli sínu til stuðnings, gefi „ein og sér ekki nægilegt tilefni til almennrar athugunar á endurgreiðslu aksturskostnaðar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn.“ Er jafnframt vísað í þá athugun sem fram fór á endurgreiðslu aksturskostnaðar til Ásmundar frá 1. janúar 2017 og til þess tíma er relgur um notkun bílaleigubíla voru innleiddar að fullu í febrúar síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Afar stirt er milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þinginu. 8. nóvember 2018 11:22 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur þegar kom að endurgreiðslum sem hann fékk vegna aksturskostnaðar. Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. Björn Leví beindi erindi til forsætisnefndar í október síðastliðnum þar sem hann fór fram á að nefndin kannaði sérstaklega hvert og eitt ferðatilefni þar sem þingmaður hefði fengið endurgreiddan ferðakostnað. Þá fór hann fram á að það yrði metið hvort að tilefni aksturs falli undir reglur um þingfararkostnað og hvort að ástæða væri til að hefja siðareglumál á hendur þingmönnum fyrir brot á siðareglum þar sem endurgreiðslur fyrir útgjöld þeirra væru ekki í fullkomnu samræmi við reglur forsætisnefndar. Fór Björn Leví fram á að forstætisnefnd myndi jafnframt meta hvort tilefni væri til að kæra einstaka þingmenn til lögreglu fyrir meint auðgunarbrot. Þingmaðurinn krafðist þess síðan til vara að mál Ásmundar Friðrikssonar yrði tekið til sérstakrar skoðunar, en Ásmundur var sá þingmaður sem fékk hæstar endurgreiðslur í fyrra, alls 4,6 milljónir króna.Sjá einnig:Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Ummæli í fjölmiðlum ein og sér gefi ekki tilefni til almennrar athugunar Í bréfi forsætisnefndar til Björns Levís varðandi það að hvert og eitt ferðatilefni verði rannsakað er vísað í að gildandi lög og reglur um aksturskostnað þingmanna geri ráð fyrir því að fundur sem þingmaður hefur verið boðaður eða boðar sjálfur til, sé vegna starfa hans sem alþingismanns eða annars sem af starfi hans leiðir. Langoftast liggi fyrir fundarboð eða lýsing á fundarefni en í þeim tilvikum þegar svo er ekki hafi skrifstofa Alþingis gert athugasemdir og veitt þingmönnum leiðbeiningar um að tilgreina skuli slíkar upplýsingar. Að því er segir í bréfinu hefur ekkert komið fram sem gefi „tilefni til þess að ætla að í framkvæmd skrifstofunnar hai ekki verið gengið úr skugga um að tilgreint tilefni ferðar hafi verið vegna starfa alþingismanns.“ Þá var heldur ekki séð, að því er segir í bréfinu, að til staðar væru atvik þar sem ætla mætti að rökstuddur grunur væri um refsiverða háttsemi einstakra þingmanna við endurgreiðslu aksturskostnaðar sem kæra beri til lögreglu. Var kröfu Björns Levís um almenna rannsókn því hafnað. Hvað varðar að taka endurgreiðslur til Ásmundar til sérstakrar athugunar segir í bréfi forsætisnefndar að þau ummæli Ásmundar í fjölmiðlum sem Björn Leví vísar í, máli sínu til stuðnings, gefi „ein og sér ekki nægilegt tilefni til almennrar athugunar á endurgreiðslu aksturskostnaðar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn.“ Er jafnframt vísað í þá athugun sem fram fór á endurgreiðslu aksturskostnaðar til Ásmundar frá 1. janúar 2017 og til þess tíma er relgur um notkun bílaleigubíla voru innleiddar að fullu í febrúar síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Afar stirt er milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þinginu. 8. nóvember 2018 11:22 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Afar stirt er milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þinginu. 8. nóvember 2018 11:22
Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00
„Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19