Íslendingur í haldi í Svíþjóð grunaður um umfangsmikil fjársvik Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 09:21 Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. VÍSIR/GETTY Íslenskur kaupsýslumaður var á föstudag framseldur sænskum yfirvöldum eftir að hafa verið handtekinn í borginni Brest í Frakklandi fyrr í haust. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er grunaður um alvarleg fjársvik og er hann talinn hafa svikið 14 milljónir sænskra króna, eða tæpar 192 milljónir íslenskra króna út úr fjárfestum. Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. Greint er frá málinu á vef Gautarborgarpóstsins og þar segir að maðurinn hafi verið eftirlýstur frá árinu 2017. Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum.Grunur vaknaði 2009 Grunur um að ekki væri allt með felldu kom upp árið 2009 þegar einn fjárfestanna reyndi að fá peninginn sinn til baka. „Hann fékk enga peninga og fyrst fékk hann einungis afsakanir og að lokum sagði hann alfarið skilið við fyrirtækið. Vefsíðan sem var notuð var að lokum uppfærð og ekki var lengur mögulegt að ná í fulltrúa fyrirtækisins í síma og síðan berst fyrsta kæran árið 2010,“ segir Mats Sällstrom, yfirmaður rannsóknardeildar sem sér um skipulagða og alþjóðlega glæpastarfsemi hjá lögreglunni í Svíþjóð, í samtali við GP. Sænska lögreglan hefur stýrt rannsókn málsins frá árinu 2015 en þar áður fór breska lögreglan fyrir rannsókninni. Í lok júlí 2017 voru málin sem maðurinn var grunaður um aðild að orðin 56 talsins. Síðan þá hefur maðurinn verið eftirlýstur og var gefin út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Maðurinn var handtekinn þann 10. október af lögreglunni í Frakklandi.Vissi ekki af handtökuskipuninni Fjársvikamál fyrnast á 10 árum í Svíþjóð svo að maðurinn er í haldi grunaður um einungis tvö brot sem snúa að tæplega sjö milljóna króna greiðslu í desember árið 2008. Maðurinn neitar sök. „Hans von er sú að rannsóknin sýni að hann hafi ekki framið neinn glæp, það er það eina sem ég get sagt,“ segir Kent-Olof Stigh, verjandi mannsins. Hann segir að maðurinn hafi ekki vitað af handtökuskipuninni sem gefin var út. Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Íslenskur kaupsýslumaður var á föstudag framseldur sænskum yfirvöldum eftir að hafa verið handtekinn í borginni Brest í Frakklandi fyrr í haust. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er grunaður um alvarleg fjársvik og er hann talinn hafa svikið 14 milljónir sænskra króna, eða tæpar 192 milljónir íslenskra króna út úr fjárfestum. Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. Greint er frá málinu á vef Gautarborgarpóstsins og þar segir að maðurinn hafi verið eftirlýstur frá árinu 2017. Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum.Grunur vaknaði 2009 Grunur um að ekki væri allt með felldu kom upp árið 2009 þegar einn fjárfestanna reyndi að fá peninginn sinn til baka. „Hann fékk enga peninga og fyrst fékk hann einungis afsakanir og að lokum sagði hann alfarið skilið við fyrirtækið. Vefsíðan sem var notuð var að lokum uppfærð og ekki var lengur mögulegt að ná í fulltrúa fyrirtækisins í síma og síðan berst fyrsta kæran árið 2010,“ segir Mats Sällstrom, yfirmaður rannsóknardeildar sem sér um skipulagða og alþjóðlega glæpastarfsemi hjá lögreglunni í Svíþjóð, í samtali við GP. Sænska lögreglan hefur stýrt rannsókn málsins frá árinu 2015 en þar áður fór breska lögreglan fyrir rannsókninni. Í lok júlí 2017 voru málin sem maðurinn var grunaður um aðild að orðin 56 talsins. Síðan þá hefur maðurinn verið eftirlýstur og var gefin út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Maðurinn var handtekinn þann 10. október af lögreglunni í Frakklandi.Vissi ekki af handtökuskipuninni Fjársvikamál fyrnast á 10 árum í Svíþjóð svo að maðurinn er í haldi grunaður um einungis tvö brot sem snúa að tæplega sjö milljóna króna greiðslu í desember árið 2008. Maðurinn neitar sök. „Hans von er sú að rannsóknin sýni að hann hafi ekki framið neinn glæp, það er það eina sem ég get sagt,“ segir Kent-Olof Stigh, verjandi mannsins. Hann segir að maðurinn hafi ekki vitað af handtökuskipuninni sem gefin var út.
Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira