Jimmy Butler hetja 76ers liðsins í annað skiptið á átta dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2018 07:30 Jimmy Butler. Vísir/Getty Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers sigur á Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta og er heldur betur að reynast sínu nýja liði dýrmætur. Orlando Magic endaði þriggja leikja sigurgöngu Los Angeles Lakers og Toronto Raptors vann sinn fimmta leik í röð.Átta dögum eftir að hann skoraði sigurkörfu í framlengingu á móti Charlotte Hornets var Jimmy Butler aftur hetja sinna manna í nótt. Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers 127-125 útisigur á Brooklyn Nets með þriggja stiga körfu 0,4 sekúndum fyrir leikslok. „Brett Brown þjálfari setti þetta upp og liðsfélagarnir mínir treysta mér til að taka þessi skot í lokin. Ég fór þangað sem ég vildi taka skotið og setti þetta niður. Ef ég segi alveg eins og er þá gat þetta verið hver sem er. Liðsfélagar minir hafa mikla trú á mér en ég hef miklu meiri trú á þeim,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Þetta var fimmta sigurkarfa Jimmy Butler frá byrjun 2015-16 tímabilsins þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Aðeins Russell Westbrook (sjö) hefur skorað fleiri slíkar á þessum tíma. Það fylgir líka sögunni að núverandi liðsfélagar Butler hafa aðeins hitt úr 1 af 13 slíkum skotum á sama tíma. Jimmy Butler endaði leikinn með 34 stig, 12 fráköst og 4 stolna bolta en Joel Embiid var með 32 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar. D’Angelo Russell skoraði 38 stig fyrir Brooklyn og bætti við 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Orlando Magic hefur greinilega tak á Los Angeles Lakers eftir annan sigurinn á LeBron James og félögum á aðeins átta dögum. Nikola Vucevic var með 31 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar í 108-104 sigri Orlando Magic á Lakers í Staples Center í Los Angeles. Terrence Ross skoraði úrslitakörfuna í lokin en hann var með 16 stig. Orlando vann Lakers 130-117 á heimavelli 17. nóvember síðastliðinn. LeBron James skoraði 24 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers-liðið sem var fyrir leikinn búið að við vinna þrjá leiki í röð og sex af síðustu sjö. Kyle Kuzma var með 21 stig og Brandon Ingram skoraði 17 stig. Los Angeles Lakers liðið skoraði ekki stig síðustu 2:24 í leiknum. Lakers menn tóku fjögur skot á lokakaflanum og allt þriggja stiga skot. LeBron James tók þó aðeins eitt þeirra en ískaldur Kentavious Caldwell-Pope reyndi tvö misheppnuð skot í lokin.Stórleikur Dwyane Wade af bekknum dugði ekki Miami Heat á móti Toronto Raptors. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í 124-115 sigri Toronto Raptors á Miami og Kyle Lowry bætti við 12 stigum og 10 stoðsendingum. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð en liðið er með besta árangurinn í deildinni. Dwyane Wade kom inn af bekknum og skoraði 35 stig sem er það mesta sem varamaður hefur skorað í einum leik fyrir Miami Heat. Enn eitt Miami Heat metið hjá Dwyane Wade. Josh Richardson skoraði 19 stig fyrir Heat liðið og Bam Adebayo var með 16 stig og 21 frákast.Enes Kanter tók 26 fráköst og skoraði 21 stig þegar New York Knicks vann 103-98 sigur á Memphis Grizzlies. Tim Hardaway yngri var með 22 stig og Emmanuel Mudiay skoraði 17 stig í þriðja sigri Knicks liðsins í röð. Marc Gasol var stighæstur hjá Memphis með 27 stig en Mike Conley skoraði 23 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 100-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 112-133 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 124-123 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 125-127 Memphis Grizzlies - New York Knicks 98-103 Toronto Raptors - Miami Heat 125-115 Detroit Pistons - Phoenix Suns 118-107 Los Angeles Lakers - Orlando Magic 104-108 NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers sigur á Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta og er heldur betur að reynast sínu nýja liði dýrmætur. Orlando Magic endaði þriggja leikja sigurgöngu Los Angeles Lakers og Toronto Raptors vann sinn fimmta leik í röð.Átta dögum eftir að hann skoraði sigurkörfu í framlengingu á móti Charlotte Hornets var Jimmy Butler aftur hetja sinna manna í nótt. Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers 127-125 útisigur á Brooklyn Nets með þriggja stiga körfu 0,4 sekúndum fyrir leikslok. „Brett Brown þjálfari setti þetta upp og liðsfélagarnir mínir treysta mér til að taka þessi skot í lokin. Ég fór þangað sem ég vildi taka skotið og setti þetta niður. Ef ég segi alveg eins og er þá gat þetta verið hver sem er. Liðsfélagar minir hafa mikla trú á mér en ég hef miklu meiri trú á þeim,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Þetta var fimmta sigurkarfa Jimmy Butler frá byrjun 2015-16 tímabilsins þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Aðeins Russell Westbrook (sjö) hefur skorað fleiri slíkar á þessum tíma. Það fylgir líka sögunni að núverandi liðsfélagar Butler hafa aðeins hitt úr 1 af 13 slíkum skotum á sama tíma. Jimmy Butler endaði leikinn með 34 stig, 12 fráköst og 4 stolna bolta en Joel Embiid var með 32 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar. D’Angelo Russell skoraði 38 stig fyrir Brooklyn og bætti við 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Orlando Magic hefur greinilega tak á Los Angeles Lakers eftir annan sigurinn á LeBron James og félögum á aðeins átta dögum. Nikola Vucevic var með 31 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar í 108-104 sigri Orlando Magic á Lakers í Staples Center í Los Angeles. Terrence Ross skoraði úrslitakörfuna í lokin en hann var með 16 stig. Orlando vann Lakers 130-117 á heimavelli 17. nóvember síðastliðinn. LeBron James skoraði 24 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers-liðið sem var fyrir leikinn búið að við vinna þrjá leiki í röð og sex af síðustu sjö. Kyle Kuzma var með 21 stig og Brandon Ingram skoraði 17 stig. Los Angeles Lakers liðið skoraði ekki stig síðustu 2:24 í leiknum. Lakers menn tóku fjögur skot á lokakaflanum og allt þriggja stiga skot. LeBron James tók þó aðeins eitt þeirra en ískaldur Kentavious Caldwell-Pope reyndi tvö misheppnuð skot í lokin.Stórleikur Dwyane Wade af bekknum dugði ekki Miami Heat á móti Toronto Raptors. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í 124-115 sigri Toronto Raptors á Miami og Kyle Lowry bætti við 12 stigum og 10 stoðsendingum. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð en liðið er með besta árangurinn í deildinni. Dwyane Wade kom inn af bekknum og skoraði 35 stig sem er það mesta sem varamaður hefur skorað í einum leik fyrir Miami Heat. Enn eitt Miami Heat metið hjá Dwyane Wade. Josh Richardson skoraði 19 stig fyrir Heat liðið og Bam Adebayo var með 16 stig og 21 frákast.Enes Kanter tók 26 fráköst og skoraði 21 stig þegar New York Knicks vann 103-98 sigur á Memphis Grizzlies. Tim Hardaway yngri var með 22 stig og Emmanuel Mudiay skoraði 17 stig í þriðja sigri Knicks liðsins í röð. Marc Gasol var stighæstur hjá Memphis með 27 stig en Mike Conley skoraði 23 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 100-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 112-133 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 124-123 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 125-127 Memphis Grizzlies - New York Knicks 98-103 Toronto Raptors - Miami Heat 125-115 Detroit Pistons - Phoenix Suns 118-107 Los Angeles Lakers - Orlando Magic 104-108
NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira