Taumlaus óbeit Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Íslenskir stjórnmálamenn telja sig ekki alltaf þurfa að taka yfirvegaða afstöðu til einstakra mála. Sumir þykjast vita fyrirfram hvað er á ferð. Brúnaþungir og ábúðarfullir fara þeir umsvifalaust að gaspra út í loftið um hvað muni bíða þjóðarinnar verði málið sem þeir leggjast gegn samþykkt á þingi. Gagnrýnin á þriðja orkupakka Evrópusambandsins hefur verið á þennan veg. Svo harðvítugar deilur eru einkennilegar í máli þar sem auðvelt ætti að vera að kynna sér staðreyndir. Margir hafa alls engan áhuga á því og stunda upphrópanir um að verið sé að afsala sér forræði yfir auðlindinni og telja fullveldisafsal blasa við. Ekki kemur á óvart að þeir stjórnmálamenn sem hæst tala á þessum nótum tilheyra Miðflokki, Framsóknarflokki og afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins. Þeir virðast fyrst og fremst reknir áfram af blindri andúð á Evrópusambandinu og hafa takmarkaðan áhuga á að kynna sér staðreyndir málsins. Sjálfir telja þeir sig búa yfir fyrirfram vitneskju sem kallar ekki á neinar efasemdir í huga þeirra. Í húsi stærsta flokks þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokksins, eru þó blessunarlega margar vistarverur og í sumum þeirra er meira um skynsemi en í öðrum. Á dögunum steig fram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðarmála, og sagði málflutning andstæðinga þriðja orkupakkans beinlínis fjarstæðukenndan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því fram á vor að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann. Hugsanlega er þetta gert í von um að hinir herskáu andstæðingar róist og geti rætt málið á vitsmunalegum nótum, og jafnvel tekið mark á orðum færustu sérfræðinga. Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að svo verði. Hörðustu andstæðingar þriðja orkupakkans hafa lítið annað með sér í málflutningi sínum en taumlausa óbeit á Evrópusambandinu og EES-samningnum. Þeim er nákvæmlega sama um álit þeirra sem hafa kynnt sér málið og taka ekki mark á niðurstöðum sérfræðinga, sem koma úr ólíkum áttum, og segja hinn nýja orkupakka ekki fela í sér eðlisbreytingu frá fyrri orkupökkum. Stjórnmálamenn geta haft alls konar skoðanir á Evrópusambandinu og hinum ýmsu löggjöfum þess, en þeir mega ekki missa slíka stjórn á sér að þeir sjái þar fjandann sjálfan í hverju horni og líti á EES-samninginn sem svikaplagg sem umsvifalaust ber að segja sig frá. EES-samningurinn hefur dugað þjóðinni ákaflega vel og það er ástæða til að standa vörð um hann. Þegar umræða um þriðja orkupakkann hefst af fullum þunga næsta vor verða þeir þingmenn stjórnarandstöðu sem búa yfir ábyrgðarkennd – sem þeir gera ekki allir – að styðja málið. Það kemur í hlut þeirra að taka sér stöðu við hlið ríkisstjórnarinnar og mótmæla málflutningi afturhaldsafla sem kæra sig ekki um að framfylgja alþjóðasamningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn telja sig ekki alltaf þurfa að taka yfirvegaða afstöðu til einstakra mála. Sumir þykjast vita fyrirfram hvað er á ferð. Brúnaþungir og ábúðarfullir fara þeir umsvifalaust að gaspra út í loftið um hvað muni bíða þjóðarinnar verði málið sem þeir leggjast gegn samþykkt á þingi. Gagnrýnin á þriðja orkupakka Evrópusambandsins hefur verið á þennan veg. Svo harðvítugar deilur eru einkennilegar í máli þar sem auðvelt ætti að vera að kynna sér staðreyndir. Margir hafa alls engan áhuga á því og stunda upphrópanir um að verið sé að afsala sér forræði yfir auðlindinni og telja fullveldisafsal blasa við. Ekki kemur á óvart að þeir stjórnmálamenn sem hæst tala á þessum nótum tilheyra Miðflokki, Framsóknarflokki og afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins. Þeir virðast fyrst og fremst reknir áfram af blindri andúð á Evrópusambandinu og hafa takmarkaðan áhuga á að kynna sér staðreyndir málsins. Sjálfir telja þeir sig búa yfir fyrirfram vitneskju sem kallar ekki á neinar efasemdir í huga þeirra. Í húsi stærsta flokks þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokksins, eru þó blessunarlega margar vistarverur og í sumum þeirra er meira um skynsemi en í öðrum. Á dögunum steig fram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðarmála, og sagði málflutning andstæðinga þriðja orkupakkans beinlínis fjarstæðukenndan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því fram á vor að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann. Hugsanlega er þetta gert í von um að hinir herskáu andstæðingar róist og geti rætt málið á vitsmunalegum nótum, og jafnvel tekið mark á orðum færustu sérfræðinga. Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að svo verði. Hörðustu andstæðingar þriðja orkupakkans hafa lítið annað með sér í málflutningi sínum en taumlausa óbeit á Evrópusambandinu og EES-samningnum. Þeim er nákvæmlega sama um álit þeirra sem hafa kynnt sér málið og taka ekki mark á niðurstöðum sérfræðinga, sem koma úr ólíkum áttum, og segja hinn nýja orkupakka ekki fela í sér eðlisbreytingu frá fyrri orkupökkum. Stjórnmálamenn geta haft alls konar skoðanir á Evrópusambandinu og hinum ýmsu löggjöfum þess, en þeir mega ekki missa slíka stjórn á sér að þeir sjái þar fjandann sjálfan í hverju horni og líti á EES-samninginn sem svikaplagg sem umsvifalaust ber að segja sig frá. EES-samningurinn hefur dugað þjóðinni ákaflega vel og það er ástæða til að standa vörð um hann. Þegar umræða um þriðja orkupakkann hefst af fullum þunga næsta vor verða þeir þingmenn stjórnarandstöðu sem búa yfir ábyrgðarkennd – sem þeir gera ekki allir – að styðja málið. Það kemur í hlut þeirra að taka sér stöðu við hlið ríkisstjórnarinnar og mótmæla málflutningi afturhaldsafla sem kæra sig ekki um að framfylgja alþjóðasamningum.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun