Reynum að draga lærdóm af þessum Evrópuleikjum Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. nóvember 2018 10:30 Patrekyur Jóhannesson. Evrópuævintýri Selfyssinga lauk um helgina þrátt fyrir eins marks sigur gegn pólska félaginu Azoty-Pulawy en pólska liðið fer áfram á 60-54 sigri samanlagt. Er þetta annað árið í röð sem íslenskt lið kemst í 32-liða úrslit EHF-bikarsins þar sem sigur tryggir liðinu þátttökurétt í riðlakeppninni en líkt og FH í fyrra tókst Selfyssingum ekki að komast áfram. Selfyssingar urðu fyrir áfalli þegar í ljós kom að ungstirnið Haukur Þrastarson gæti ekki tekið þátt í leiknum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Haukur verið einn besti leikmaður liðsins á báðum endum vallarins undanfarið ár og Selfoss þurfti að vinna upp sjö marka forskot. Liðin skiptust á mörkum og var leikurinn hnífjafn allan fyrri hálfleikinn. Í upphafi seinni hálfleiks kom tækifæri Selfyssinga, þeir voru fjórum mörkum yfir og fengu sókn til að komast fimm mörkum yfir en náðu ekki að nýta sér það og þá gengu gestirnir á lagið. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, var stoltur af sínum mönnum. „Við vissum að þetta yrði erfitt en við lögðum upp með ákveðið plan og við komumst í færi í byrjun seinni hálfleiks þegar við komumst fjórum mörkum yfir. Þar var tækifærið okkar,“ sagði Patrekur og bætti við: „Þá sá maður hvað það býr mikil reynsla í þessu pólska liði og hvað þeir eru seigir. Nú er það bara okkar að taka það sem við lærðum út úr þessum Evrópuleikjum og nýta okkur það til framtíðarinnar.“ Hann tók undir að liðið hefði saknað Hauks. „Við söknuðum Hauks hérna heima vegna meiðsla og svo gat Sverrir ekki verið með okkur úti vegna náms. Þar sást kannski munurinn á atvinnumannaliði og áhugamannaliði sem er raunveruleiki íslenskra liða.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Evrópuævintýri Selfyssinga lauk um helgina þrátt fyrir eins marks sigur gegn pólska félaginu Azoty-Pulawy en pólska liðið fer áfram á 60-54 sigri samanlagt. Er þetta annað árið í röð sem íslenskt lið kemst í 32-liða úrslit EHF-bikarsins þar sem sigur tryggir liðinu þátttökurétt í riðlakeppninni en líkt og FH í fyrra tókst Selfyssingum ekki að komast áfram. Selfyssingar urðu fyrir áfalli þegar í ljós kom að ungstirnið Haukur Þrastarson gæti ekki tekið þátt í leiknum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Haukur verið einn besti leikmaður liðsins á báðum endum vallarins undanfarið ár og Selfoss þurfti að vinna upp sjö marka forskot. Liðin skiptust á mörkum og var leikurinn hnífjafn allan fyrri hálfleikinn. Í upphafi seinni hálfleiks kom tækifæri Selfyssinga, þeir voru fjórum mörkum yfir og fengu sókn til að komast fimm mörkum yfir en náðu ekki að nýta sér það og þá gengu gestirnir á lagið. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, var stoltur af sínum mönnum. „Við vissum að þetta yrði erfitt en við lögðum upp með ákveðið plan og við komumst í færi í byrjun seinni hálfleiks þegar við komumst fjórum mörkum yfir. Þar var tækifærið okkar,“ sagði Patrekur og bætti við: „Þá sá maður hvað það býr mikil reynsla í þessu pólska liði og hvað þeir eru seigir. Nú er það bara okkar að taka það sem við lærðum út úr þessum Evrópuleikjum og nýta okkur það til framtíðarinnar.“ Hann tók undir að liðið hefði saknað Hauks. „Við söknuðum Hauks hérna heima vegna meiðsla og svo gat Sverrir ekki verið með okkur úti vegna náms. Þar sást kannski munurinn á atvinnumannaliði og áhugamannaliði sem er raunveruleiki íslenskra liða.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira