Ólafía Þórunn á hliðarlínunni í einvígi Tiger og Phil í Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 12:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Tiger Woods og Phil Mickelson. Vísir/Samsett/Getty Íslendingar eiga fulltrúa á svæðinu í Las Vegas í dag þegar bandarísku kylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson mætast í einvígi. Þessar risastjörnur í golfina keppa í holukeppni og fær sigurvegarinn rúmlega einn milljarð íslenskra króna í sinn hlut. Einvígið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Heimasíða Golfsambands Íslands segir frá því að Ólafía Þórunn muni upplifa einvígið í Las Vegas af hliðarlínunni Rétt um 100 manns fá tækifæri að fylgjast með mótinu á keppnisvellinum í Las Vegas. Ólafía Þórunn fékk boð að vera viðstödd í gegnum vinkonu sína Cheyenne Woods sem er einnig atvinnukylfingur. Cheyenne og Ólafía voru saman í háskólaliði Wake Forest á sínum tíma og eru því góðar vinkonur. Cheyenne er náfrænka Tiger Woods en faðir hennar og Tiger Woods eru bræður. Cheyenne fékk miða frá frænda sínum á viðburðinni og bauð hún Ólafíu að taka þátt í ævintýrinu. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslendingar eiga fulltrúa á svæðinu í Las Vegas í dag þegar bandarísku kylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson mætast í einvígi. Þessar risastjörnur í golfina keppa í holukeppni og fær sigurvegarinn rúmlega einn milljarð íslenskra króna í sinn hlut. Einvígið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Heimasíða Golfsambands Íslands segir frá því að Ólafía Þórunn muni upplifa einvígið í Las Vegas af hliðarlínunni Rétt um 100 manns fá tækifæri að fylgjast með mótinu á keppnisvellinum í Las Vegas. Ólafía Þórunn fékk boð að vera viðstödd í gegnum vinkonu sína Cheyenne Woods sem er einnig atvinnukylfingur. Cheyenne og Ólafía voru saman í háskólaliði Wake Forest á sínum tíma og eru því góðar vinkonur. Cheyenne er náfrænka Tiger Woods en faðir hennar og Tiger Woods eru bræður. Cheyenne fékk miða frá frænda sínum á viðburðinni og bauð hún Ólafíu að taka þátt í ævintýrinu.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira