Sátt um sjávarútveginn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Skortur á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar varð skýr þessa vikuna. Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar var rifið út úr nefnd með enn frekari lækkun veiðigjalda til útgerða. Síðar í vikunni knúðu stjórnarflokkarnir fram lækkun framlaga til öryrkja og eldri borgara við fjárlagaumræðu. Skilaboðin eru merkilega skýr hjá ríkisstjórninni undir forystu sósíalista: Öryrkjar og eldri borgarar geta beðið en útgerðirnar ekki. Við í Viðreisn höfum talað fyrir því að frjáls markaður sé best til þess fallinn að skila sanngjörnu verði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar – þjóðarinnar sjálfrar. Ekki er meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Það er miður. Nokkuð breiður samhljómur er hins vegar um aðrar leiðir sem við höfum einnig talað fyrir sem vert er að ná samkomulagi um; tímabundna samninga og innviðauppbyggingu. Vilji þjóðarinnar um eignarhald fiskveiðiauðlindanna og að framsal nýtingarréttarins sé tímabundið hefur ítrekað verið staðfestur. Því væri rétt að lögfesta endurgjald fyrir tímabundinn afnotarétt útgerðanna. Hættan á því að almannahagsmunir verði látnir víkja er raunveruleg eftir því sem dráttur á töku ákvörðunar er lengdur. Slíkt óréttlæti má ekki festast í sessi. Þess vegna þarf þetta skref, auk auðlindaákvæðis í stjórnarskrá. Á undanförnum þremur áratugum hefur orðið mikil hagræðing og framleiðniaukning í sjávarútvegi. Færri og stærri sjávarútvegsfyrirtæki hafa styrkt þjóðarbúskapinn í heild og störfum við veiðar og vinnslu fækkað umtalsvert. Sömu áhrif hafa orðið af hagræðingu í landbúnaði. Þessi þróun mun halda áfram. Þéttbýlið hefur notið ávaxta af framþróun þessara tveggja atvinnugreina, sérstaklega sjávarútvegsins, en landsbyggðin hefur setið eftir. Þess vegna ætti að verja meginhluta af endurgjaldinu í uppbyggingarsjóð fyrir landshlutana sem skapa verðmætin og efla nýsköpun, þróun eða aðrar atvinnugreinar í samvinnu við sveitarstjórnir. Hér gæti verið um að ræða eitt stærsta framtakið til þess að jafna atvinnuþróun í landinu í áratugi. Tímabundnir samningar og uppbyggingarsjóður fyrir landsbyggðina eru fyrstu skrefin í átt að aukinni sátt um sjávarútveginn með almannahagsmuni í huga. Ef ríkisstjórnin treystir sér til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Skortur á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar varð skýr þessa vikuna. Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar var rifið út úr nefnd með enn frekari lækkun veiðigjalda til útgerða. Síðar í vikunni knúðu stjórnarflokkarnir fram lækkun framlaga til öryrkja og eldri borgara við fjárlagaumræðu. Skilaboðin eru merkilega skýr hjá ríkisstjórninni undir forystu sósíalista: Öryrkjar og eldri borgarar geta beðið en útgerðirnar ekki. Við í Viðreisn höfum talað fyrir því að frjáls markaður sé best til þess fallinn að skila sanngjörnu verði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar – þjóðarinnar sjálfrar. Ekki er meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Það er miður. Nokkuð breiður samhljómur er hins vegar um aðrar leiðir sem við höfum einnig talað fyrir sem vert er að ná samkomulagi um; tímabundna samninga og innviðauppbyggingu. Vilji þjóðarinnar um eignarhald fiskveiðiauðlindanna og að framsal nýtingarréttarins sé tímabundið hefur ítrekað verið staðfestur. Því væri rétt að lögfesta endurgjald fyrir tímabundinn afnotarétt útgerðanna. Hættan á því að almannahagsmunir verði látnir víkja er raunveruleg eftir því sem dráttur á töku ákvörðunar er lengdur. Slíkt óréttlæti má ekki festast í sessi. Þess vegna þarf þetta skref, auk auðlindaákvæðis í stjórnarskrá. Á undanförnum þremur áratugum hefur orðið mikil hagræðing og framleiðniaukning í sjávarútvegi. Færri og stærri sjávarútvegsfyrirtæki hafa styrkt þjóðarbúskapinn í heild og störfum við veiðar og vinnslu fækkað umtalsvert. Sömu áhrif hafa orðið af hagræðingu í landbúnaði. Þessi þróun mun halda áfram. Þéttbýlið hefur notið ávaxta af framþróun þessara tveggja atvinnugreina, sérstaklega sjávarútvegsins, en landsbyggðin hefur setið eftir. Þess vegna ætti að verja meginhluta af endurgjaldinu í uppbyggingarsjóð fyrir landshlutana sem skapa verðmætin og efla nýsköpun, þróun eða aðrar atvinnugreinar í samvinnu við sveitarstjórnir. Hér gæti verið um að ræða eitt stærsta framtakið til þess að jafna atvinnuþróun í landinu í áratugi. Tímabundnir samningar og uppbyggingarsjóður fyrir landsbyggðina eru fyrstu skrefin í átt að aukinni sátt um sjávarútveginn með almannahagsmuni í huga. Ef ríkisstjórnin treystir sér til þess.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar