Samþykktu drög að pólitískri viljayfirlýsingu um samskiptin eftir Brexit Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2018 13:27 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði fréttamenn við Downing-stræti 10 í hádeginu. EPA/Andy Rain Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur fagnað drögum að pólitískri viljayfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins sem samkomulag náðist um í morgun. May segir að yfirlýsingin – sem útlisti í grófum dráttum hvernig viðskiptum, öryggismálum og fleiru skuli háttað eftir útgöngu – sé góð fyrir allt Bretland. Stjórnvöld í Bretlandi og framkvæmdastjórn ESB höfðu áður samþykkt 585 síðna drög að samningi um hvernig útgöngu Bretlands skuli háttað þann 29. mars næstkomandi. Þar var meðal annars tekið á greiðslum Bretlands til ESB vegna fyrri skuldbindinga, réttindi borgara og málefni landamæra Írlands og Norður-Írlands sem hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum.Ávarpar þingheim klukkan 15 Breski forsætisráðherrann mun ávarpa breskan þingheim klukkan 15 í dag þar sem hún mun ræða yfirlýsinguna, en hún hefur þegar kynnt drögin fyrir ríkisstjórn. Pólitíska viljayfirlýsingin er mun styttri en sjálfur Brexit-saminingurinn, er ekki bindandi og fjallar um hvernig Bretar og ESB sjá fyrir sér samskiptin eftir útgöngu.Fundaði með Juncker May fundaði með Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel í gær og mun hún snúa aftur á laugardag til frekari viðræðna. Enn er deilt um nokkur atriði í drögunum að sjálfum Brexit-samningnum. Þannig hefur spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez gagnrýnt að ekki sé rætt um framtíð Gíbraltar í samningnum og er talið að frönsk stjórnvöld séu óánægð með orðalag um veiðiréttindi í breskri lögsögu. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Gengur illa að steypa May Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Theresu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör. 21. nóvember 2018 06:00 May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Forsætisráðherra Bretlands fór til Brussel í gær til að reyna að klára gerð Brexit-samnings. Staðan er erfið heima fyrir og samflokksmenn forsætisráðherra reynast henni erfiðir. 22. nóvember 2018 09:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur fagnað drögum að pólitískri viljayfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins sem samkomulag náðist um í morgun. May segir að yfirlýsingin – sem útlisti í grófum dráttum hvernig viðskiptum, öryggismálum og fleiru skuli háttað eftir útgöngu – sé góð fyrir allt Bretland. Stjórnvöld í Bretlandi og framkvæmdastjórn ESB höfðu áður samþykkt 585 síðna drög að samningi um hvernig útgöngu Bretlands skuli háttað þann 29. mars næstkomandi. Þar var meðal annars tekið á greiðslum Bretlands til ESB vegna fyrri skuldbindinga, réttindi borgara og málefni landamæra Írlands og Norður-Írlands sem hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum.Ávarpar þingheim klukkan 15 Breski forsætisráðherrann mun ávarpa breskan þingheim klukkan 15 í dag þar sem hún mun ræða yfirlýsinguna, en hún hefur þegar kynnt drögin fyrir ríkisstjórn. Pólitíska viljayfirlýsingin er mun styttri en sjálfur Brexit-saminingurinn, er ekki bindandi og fjallar um hvernig Bretar og ESB sjá fyrir sér samskiptin eftir útgöngu.Fundaði með Juncker May fundaði með Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel í gær og mun hún snúa aftur á laugardag til frekari viðræðna. Enn er deilt um nokkur atriði í drögunum að sjálfum Brexit-samningnum. Þannig hefur spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez gagnrýnt að ekki sé rætt um framtíð Gíbraltar í samningnum og er talið að frönsk stjórnvöld séu óánægð með orðalag um veiðiréttindi í breskri lögsögu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Gengur illa að steypa May Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Theresu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör. 21. nóvember 2018 06:00 May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Forsætisráðherra Bretlands fór til Brussel í gær til að reyna að klára gerð Brexit-samnings. Staðan er erfið heima fyrir og samflokksmenn forsætisráðherra reynast henni erfiðir. 22. nóvember 2018 09:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00
Gengur illa að steypa May Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Theresu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör. 21. nóvember 2018 06:00
May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Forsætisráðherra Bretlands fór til Brussel í gær til að reyna að klára gerð Brexit-samnings. Staðan er erfið heima fyrir og samflokksmenn forsætisráðherra reynast henni erfiðir. 22. nóvember 2018 09:00