Tvö og hálft ár fyrir innbrotið í Gullsmiðju Óla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2018 13:15 Svona var aðkoman í verslunni eftir innbrotið Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innbrot í skartgripabúðina Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í maí síðastliðnum og sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot. Brotist var inn í skartgripabúðina þann 30. maí síðastliðinn og þaðan stolið nokkrum verðmætum auk þess sem að útsetningarskápar og afgreiðsluborð voru brotin. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli Jóhann Daníelsson, eigandi verslunarinnar í samtali við Vísi daginn eftir innbrotið. Tveir menn voru að verki en í dómi héraðsdóms segir að annar maðurinn sé óþekktur.Ýmislegt var brotið og bramlað í innbrotinu.Vísir/VilhelmMaðurinn sem var ákærður vegna innbrotsins játaði hins vegar sök og var hann sakfelldur fyrir að brjótast inn í skartgripabúðina og stela skartgripum að óþekktu verðmæti. Fallið var frá ákæri fyrir að skemma skargripi og valda tjóni á versluninni og innanstokksmunum. Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík þann 4. maí síðastliðinn og aka honum aftan á aðra bifreið á rauðu ljósi á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa, í félagi við annan mann, ógnað starfsmanni verslunnar Iceland við Arnarbakka 4-6 með hamri og skrúfjárni og stolið 52 þúsund krónum úr versluninni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir alls sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot sem framin voru á rúmlega eins árs tímabili til 19 júlí á þessu tímabili. Gerðist maðurinn ítrekað sekur um að aka bifreið undir áhrifum ávana- og fíkniefna eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn hefur frá árinu 2003 verið dæmdur átta sinnum til fangelsisrefsinga, aðallega fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíknifefna. Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess se mhann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá þarf maðurinn að greiða tæplega þrjár milljónur í sakarkostnað auk málsvarnarlauna verjenda síns, 1,1 milljón króna. Dómsmál Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innbrot í skartgripabúðina Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í maí síðastliðnum og sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot. Brotist var inn í skartgripabúðina þann 30. maí síðastliðinn og þaðan stolið nokkrum verðmætum auk þess sem að útsetningarskápar og afgreiðsluborð voru brotin. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli Jóhann Daníelsson, eigandi verslunarinnar í samtali við Vísi daginn eftir innbrotið. Tveir menn voru að verki en í dómi héraðsdóms segir að annar maðurinn sé óþekktur.Ýmislegt var brotið og bramlað í innbrotinu.Vísir/VilhelmMaðurinn sem var ákærður vegna innbrotsins játaði hins vegar sök og var hann sakfelldur fyrir að brjótast inn í skartgripabúðina og stela skartgripum að óþekktu verðmæti. Fallið var frá ákæri fyrir að skemma skargripi og valda tjóni á versluninni og innanstokksmunum. Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík þann 4. maí síðastliðinn og aka honum aftan á aðra bifreið á rauðu ljósi á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa, í félagi við annan mann, ógnað starfsmanni verslunnar Iceland við Arnarbakka 4-6 með hamri og skrúfjárni og stolið 52 þúsund krónum úr versluninni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir alls sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot sem framin voru á rúmlega eins árs tímabili til 19 júlí á þessu tímabili. Gerðist maðurinn ítrekað sekur um að aka bifreið undir áhrifum ávana- og fíkniefna eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn hefur frá árinu 2003 verið dæmdur átta sinnum til fangelsisrefsinga, aðallega fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíknifefna. Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess se mhann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá þarf maðurinn að greiða tæplega þrjár milljónur í sakarkostnað auk málsvarnarlauna verjenda síns, 1,1 milljón króna.
Dómsmál Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05