Greina frá viðbrögðum vegna fjárlagabrota Ítala Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2018 09:13 Guiseppe Conte tók við embætti forsætisráðherra Ítalíu í sumar. Getty/Sean Gallup Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í dag greina frá hvort sambandið muni beita ítölskum stjórnvöldum refsiaðgerðum vegna brota þeirra á reglum þegar kemur að fjárlögum næsta árs. Ítalir hafa til þessa skellt skollaeyrum við ábendingum ESB um að gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að draga úr hallanum. Ítalíustjórn hafði frest fram í síðustu viku til að gera verulegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019, en líkt og búist var við réðust stjórnvöld einungis í smávægilegar breytingar á frumvarpinu. Fólust þær í að Ítalíustjórn sagðist reiðubúin að selja ríkiseignir, verði fjárlagahalli næsta árs meiri en áætlað var.Brýtur í bága við ESB-reglur Fjárlagafrumvarp ítölsku ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í haust, brýtur í bága við þær fjárlagareglur sem ESB setur aðildarríkjum sínum. Samsteypustjórn forsætisráðherrans Guiseppe Conte tók við völdum í byrjun síðasta sumars og samanstendur meðal annars af Fimmstjörnuhreyfingunni, sem kveðst berjast „gegn kerfinu“, og þjóðernisflokknum Bandalaginu. Ítalíustjórn hefur vísað til þess að önnur aðildarríki hafi áður gerst brotleg, skuldir þeirra of miklar. Benda þau á að stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi, sem saki nú Ítali um að gerast brotlegir verið reglur sambandsins, hafi sjálf gerst brotleg við reglur.Langvarandi vandi Framkvæmdastjórnin hefur hins vegar svarað því til að fjárhagsvandræði Ítalíu hafi verið langvarandi og að Ítalía hafi þegar notið fjárhagslegra tilslakana af hálfu sambandsins, einfaldlega „þar sem Ítalía er Ítalía“, eins og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, komst að orði. Juncker segir að ástæða aðgerðanna af hálfu ESB gagnvart Ítalíu séu ekki ríkisskuldirnar í sjálfu sér eða fjárlagahalli næsta árs, heldur sambland af báðu. Útgjöldin séu einfaldlega of mikil í frumvarpinu. Framkvæmdastjórnin hefur samkvæmt reglum sambandsins möguleika á að stórauka eftirliti með ítölskum ríkisfjármálum og jafnvel sekta Ítalíustjórn um háar fjárhæðir. Evrópusambandið Ítalía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í dag greina frá hvort sambandið muni beita ítölskum stjórnvöldum refsiaðgerðum vegna brota þeirra á reglum þegar kemur að fjárlögum næsta árs. Ítalir hafa til þessa skellt skollaeyrum við ábendingum ESB um að gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að draga úr hallanum. Ítalíustjórn hafði frest fram í síðustu viku til að gera verulegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019, en líkt og búist var við réðust stjórnvöld einungis í smávægilegar breytingar á frumvarpinu. Fólust þær í að Ítalíustjórn sagðist reiðubúin að selja ríkiseignir, verði fjárlagahalli næsta árs meiri en áætlað var.Brýtur í bága við ESB-reglur Fjárlagafrumvarp ítölsku ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í haust, brýtur í bága við þær fjárlagareglur sem ESB setur aðildarríkjum sínum. Samsteypustjórn forsætisráðherrans Guiseppe Conte tók við völdum í byrjun síðasta sumars og samanstendur meðal annars af Fimmstjörnuhreyfingunni, sem kveðst berjast „gegn kerfinu“, og þjóðernisflokknum Bandalaginu. Ítalíustjórn hefur vísað til þess að önnur aðildarríki hafi áður gerst brotleg, skuldir þeirra of miklar. Benda þau á að stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi, sem saki nú Ítali um að gerast brotlegir verið reglur sambandsins, hafi sjálf gerst brotleg við reglur.Langvarandi vandi Framkvæmdastjórnin hefur hins vegar svarað því til að fjárhagsvandræði Ítalíu hafi verið langvarandi og að Ítalía hafi þegar notið fjárhagslegra tilslakana af hálfu sambandsins, einfaldlega „þar sem Ítalía er Ítalía“, eins og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, komst að orði. Juncker segir að ástæða aðgerðanna af hálfu ESB gagnvart Ítalíu séu ekki ríkisskuldirnar í sjálfu sér eða fjárlagahalli næsta árs, heldur sambland af báðu. Útgjöldin séu einfaldlega of mikil í frumvarpinu. Framkvæmdastjórnin hefur samkvæmt reglum sambandsins möguleika á að stórauka eftirliti með ítölskum ríkisfjármálum og jafnvel sekta Ítalíustjórn um háar fjárhæðir.
Evrópusambandið Ítalía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira