Óli Stef: „Pabbi, hvað er langt síðan þú knúsaðir strákinn þinn?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 22:35 Ólafur Stefánsson hélt mikla eldræðu um stöðu drengja í menntakerfinu. Vísir/Stefán Karlsson Ólafur Stefánsson fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik gerði samband föður og sonar að umfjöllunarefni í mikilli eldræðu sem hann hélt í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Ólafur var til viðtals í útvarpsþættinum til þess að ræða um menntamál og stöðu drengja í menntakerfinu. Hann sagði að feður þyrftu í auknum mæli að knúsa syni sína til að efla þá og láta þeim líða betur.„Knúsaðu strákinn þinn, þú ert pabbi hans“ „Knúsaðu strákinn þinn. Ertu ekki að grínast? Pabbi, knúsaðu strákinn þinn, ertu ekki að djóka í mér? Knúsaðu f-ing strákinn þinn. Knúsaðu strákinn þinn og horfðu í augun á honum og ekki gefast upp á honum þó hann byrji að lengjast og mjókkast og verða skrítinn og verði eitthvað pirraður og eitthvað. Skrítið að hann verði eitthvað pirraður í þessum skóla sem hann er að fara í á hverjum degi og hundleiðist? Skrítið að hann sé pirraður? Knúsaðu hann. Ef þú ert pabbi, knúsaðu strákinn þinn. Pabbi, knúsaðu strákinn þinn. Á ég að segja þetta eitthvað oftar eða? Pabbi, hvað er langt síðan þú knúsaðir strákinn þinn? Ef það eru orðnar einhverjar vikur, knúsaðu strákinn þinn, þú ert pabbi hans. Hvað haldiði að við séum að eyða allri ævinni í? Við erum að reyna að fatta pabba okkar. Þetta snýst bara um að fyrirgefa pabba sínum. Við erum bara að eyða allri ævinni og öll þessi geðlyf og allt þetta drasl,“ sagði Óli sem fullyrti að ef drengjum tækist að fyrirgefa feðrum sínum þá væru þeir í góðum málum.Ólafur Stefánsson notaði ýmis hljóðfæri við gjörning sinn í KR-heimilinu.Vísir/VilhelmVið megum ekki gefast upp á strákunum Óli er með mörg járn í eldinum. Auk þess að láta til sín taka í umræðunni um menntamál heldur hann úti kennsluforritinu KeyWe, heldur fyrirlestra sem hann segir raunar að líkist fremur gjörningum, og kennir einu sinni í viku í NÚ, sjálfstætt reknum skóla í Hafnarfirði. Þá gaf Óli út bókina Gleymnu óskina fyrir tveimur mánuðum. Óli hefur miklar áhyggjur af stöðu drengja í menntakerfinu. Það sé sístækkandi gjá á milli drengja og stúlkna. „Stelpur eru með miklu meiri „tolerance“ fyrir leiðinlegu stöffi heldur en strákar. Þær eru líka svona riddarar sem geta þolað svona „shit“ frekar lengi og núna erum við bara með stráka sem þola það ekkert. Þeir eru bara miklu kröfuharðari á að hreyfa sig, snerta tæki, „explora“ og allt þetta,“ sagði Óli sem bætti við að menntakerfið þyrfti að bregðast hratt við ef ekki ætti að verða stórslys.Hættan sú að það verði ekki umræðugrundvöllur á milli kynjanna „Við sjáum að það er að minnka þátttaka í háskóla og allt það og hættan er sú að þeir verði of mikið strákar og það verði bara ekki umræðugrundvöllur á milli kynjanna. Þrátt fyrir þetta að við verðum að kenna þeim á tæki og fá inn iðnmenntun og koma þeim inn í það allt þá verða þeir að geta tjáð sig og þeir verða að læra hugtakaskilning. Þeir verða að kunna orð eins og feðraveldi og vita hvað það þýðir, þeir verða að vita hvað réttlæti er og jafnrétti er. Þeir verða að geta tjáð sig um þessi mál,“ sagði Óli.Óli Stef grúskaði í heimspeki þegar hann flutti til Þýskaland upp úr tvítugu.Vísir/VilhelmFeðraveldið og saltfiskurinn Þegar hann var spurður út í sína skilgreiningu á orðinu „feðraveldi“ svaraði Óli með frumlegum hætti: „Mín túlkun er sú að þetta er bara gamalt hugtak um eldri menn sem þurftu að hafa fyrir sínu og ef þeir komu ekki með fiskinn heim þá bara dó fjölskyldan. Lífið er saltfiskur. Þú ert bara að reyna að verja kastalagirðinguna þína og treystir á að konan sé að „planta“ þarna inni í kastalanum. Þú ert bara þjakaður og þarft bara að grípa til áfengis og það eru bara alls konar afleiðingar af því. Svo áttu einhverja vini og auðvitað verðið þið að halda ykkar og svo farið þið í stjórn einhvers fyrirtækis og þið eruð bara að reyna að verja ykkar „territory“. Það er bara feðraveldi og það er bara barn síns tíma og við verðum að finna aðrar leiðir,“ svaraði Óli.Hugsjónin um að auka læsi drengja Að mati Óla er mikilvægt að drengir öðlist skilning á hugtökum og til þess að kenna þeim þurfi að fara aðrar og nýstárlegri leiðir. Það þurfi í auknum mæli að hafa kennsluna myndrænni og meira lifandi til að ná tilætluðum árangri. Það sé mikilvægt að gefast ekki upp á því verkefni að auka læsi drengja. „Þú hendir ekkert Jónasi Hallgrímssyni í þrettán ára strák. Það bara gengur ekki. Þú lætur hann lesa ævisögu einhvers NBA-leikmanns eða eitthvað og þannig förum við inn,“ sagði Óli sem benti á að val á bókmenntum fyrir drengi þyrfti að vera sniðið að þeirra þörfum til að auka áhuga og efla læsi.Franski heimspekingurinn Simone de Beauvoir ásamt Jean-Paul Sartre. De Beauvoir hafði mikil áhrif á höfundarverk Sartres sem einkenndist mjög af tilvistarheimspeki. Þau voru par og bjuggu í Parísarborg.Vísir/gettyLas Kierkegaard og Sartre í Þýskalandi Óli sagði að áhugi sinn á andlegum málefnum og heimspeki hafi kviknað þegar hann flutti til Þýskalands þegar hann var 23 ára til að spila handbolta. Áður hafi hann verið mikill rökhyggjumaður lesið sér til í læknisfræði og lífeðlisfræði. Honum hafi aftur á móti gefist rými meðfram handboltanum til að skoða annars konar fræði sem hjálpaði honum í lífinu og íþróttunum. Óli grúskaði mikið í heimspeki og las heimspeki þýska fræðingsins Friedrich Nietzsche auk þess sem tilvistarheimspeki hins franska Jean-Pauls Sartre og hins danska Sørens Kierkegaard höfðaði til hans. Hann sagði að heimspekitextarnir hefðu hjálpað honum að æfa „eins og vitlaus“, blásið honum anda í brjóst og hjálpað honum að standast þær áskoranir sem biðu hans í handboltanum.Leiði eykst í skólakerfinu Óli hefur sterkar skoðanir á menntakerfinu eins og það er í dag og telur að það þurfi að breytast og þróast til þess að mæta betur þörfum barnanna. Ein leið til þess sé að auka vægi og þátt þeirra sjálfra í þekkingarleitinni. „Þið vitið það að okkar þátttaka í öllu er miklu meiri ef okkur finnst við hafa eitthvað um málið að segja. Alveg eins og ég er núna. Ég er kannski að missa ykkur ef ég er að tala of mikið um eitthvað sem þið hafi ekki tengingu við og þá byrjið þið bara að „sóna út“ og það er eðlilegast í heimi. Það er það sem er að gerast alla daga í skólanum. Leiði eykst frekar eftir því sem við verðum eldri.“ Óla finnst sorglegt hvernig menntakerfið brýtur niður „náttúrulega rannsóknargáfu“ barna með því að skipa þeim að lesa og læra eitthvað sem sé fyrirfram ákveðið. „Það eru milljón möguleikar til að læra en við erum ennþá bara í dönsku,“ sagði Óli.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Óla Stef í fullri lengd. Börn og uppeldi Harmageddon Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Ólafur Stefánsson fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik gerði samband föður og sonar að umfjöllunarefni í mikilli eldræðu sem hann hélt í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Ólafur var til viðtals í útvarpsþættinum til þess að ræða um menntamál og stöðu drengja í menntakerfinu. Hann sagði að feður þyrftu í auknum mæli að knúsa syni sína til að efla þá og láta þeim líða betur.„Knúsaðu strákinn þinn, þú ert pabbi hans“ „Knúsaðu strákinn þinn. Ertu ekki að grínast? Pabbi, knúsaðu strákinn þinn, ertu ekki að djóka í mér? Knúsaðu f-ing strákinn þinn. Knúsaðu strákinn þinn og horfðu í augun á honum og ekki gefast upp á honum þó hann byrji að lengjast og mjókkast og verða skrítinn og verði eitthvað pirraður og eitthvað. Skrítið að hann verði eitthvað pirraður í þessum skóla sem hann er að fara í á hverjum degi og hundleiðist? Skrítið að hann sé pirraður? Knúsaðu hann. Ef þú ert pabbi, knúsaðu strákinn þinn. Pabbi, knúsaðu strákinn þinn. Á ég að segja þetta eitthvað oftar eða? Pabbi, hvað er langt síðan þú knúsaðir strákinn þinn? Ef það eru orðnar einhverjar vikur, knúsaðu strákinn þinn, þú ert pabbi hans. Hvað haldiði að við séum að eyða allri ævinni í? Við erum að reyna að fatta pabba okkar. Þetta snýst bara um að fyrirgefa pabba sínum. Við erum bara að eyða allri ævinni og öll þessi geðlyf og allt þetta drasl,“ sagði Óli sem fullyrti að ef drengjum tækist að fyrirgefa feðrum sínum þá væru þeir í góðum málum.Ólafur Stefánsson notaði ýmis hljóðfæri við gjörning sinn í KR-heimilinu.Vísir/VilhelmVið megum ekki gefast upp á strákunum Óli er með mörg járn í eldinum. Auk þess að láta til sín taka í umræðunni um menntamál heldur hann úti kennsluforritinu KeyWe, heldur fyrirlestra sem hann segir raunar að líkist fremur gjörningum, og kennir einu sinni í viku í NÚ, sjálfstætt reknum skóla í Hafnarfirði. Þá gaf Óli út bókina Gleymnu óskina fyrir tveimur mánuðum. Óli hefur miklar áhyggjur af stöðu drengja í menntakerfinu. Það sé sístækkandi gjá á milli drengja og stúlkna. „Stelpur eru með miklu meiri „tolerance“ fyrir leiðinlegu stöffi heldur en strákar. Þær eru líka svona riddarar sem geta þolað svona „shit“ frekar lengi og núna erum við bara með stráka sem þola það ekkert. Þeir eru bara miklu kröfuharðari á að hreyfa sig, snerta tæki, „explora“ og allt þetta,“ sagði Óli sem bætti við að menntakerfið þyrfti að bregðast hratt við ef ekki ætti að verða stórslys.Hættan sú að það verði ekki umræðugrundvöllur á milli kynjanna „Við sjáum að það er að minnka þátttaka í háskóla og allt það og hættan er sú að þeir verði of mikið strákar og það verði bara ekki umræðugrundvöllur á milli kynjanna. Þrátt fyrir þetta að við verðum að kenna þeim á tæki og fá inn iðnmenntun og koma þeim inn í það allt þá verða þeir að geta tjáð sig og þeir verða að læra hugtakaskilning. Þeir verða að kunna orð eins og feðraveldi og vita hvað það þýðir, þeir verða að vita hvað réttlæti er og jafnrétti er. Þeir verða að geta tjáð sig um þessi mál,“ sagði Óli.Óli Stef grúskaði í heimspeki þegar hann flutti til Þýskaland upp úr tvítugu.Vísir/VilhelmFeðraveldið og saltfiskurinn Þegar hann var spurður út í sína skilgreiningu á orðinu „feðraveldi“ svaraði Óli með frumlegum hætti: „Mín túlkun er sú að þetta er bara gamalt hugtak um eldri menn sem þurftu að hafa fyrir sínu og ef þeir komu ekki með fiskinn heim þá bara dó fjölskyldan. Lífið er saltfiskur. Þú ert bara að reyna að verja kastalagirðinguna þína og treystir á að konan sé að „planta“ þarna inni í kastalanum. Þú ert bara þjakaður og þarft bara að grípa til áfengis og það eru bara alls konar afleiðingar af því. Svo áttu einhverja vini og auðvitað verðið þið að halda ykkar og svo farið þið í stjórn einhvers fyrirtækis og þið eruð bara að reyna að verja ykkar „territory“. Það er bara feðraveldi og það er bara barn síns tíma og við verðum að finna aðrar leiðir,“ svaraði Óli.Hugsjónin um að auka læsi drengja Að mati Óla er mikilvægt að drengir öðlist skilning á hugtökum og til þess að kenna þeim þurfi að fara aðrar og nýstárlegri leiðir. Það þurfi í auknum mæli að hafa kennsluna myndrænni og meira lifandi til að ná tilætluðum árangri. Það sé mikilvægt að gefast ekki upp á því verkefni að auka læsi drengja. „Þú hendir ekkert Jónasi Hallgrímssyni í þrettán ára strák. Það bara gengur ekki. Þú lætur hann lesa ævisögu einhvers NBA-leikmanns eða eitthvað og þannig förum við inn,“ sagði Óli sem benti á að val á bókmenntum fyrir drengi þyrfti að vera sniðið að þeirra þörfum til að auka áhuga og efla læsi.Franski heimspekingurinn Simone de Beauvoir ásamt Jean-Paul Sartre. De Beauvoir hafði mikil áhrif á höfundarverk Sartres sem einkenndist mjög af tilvistarheimspeki. Þau voru par og bjuggu í Parísarborg.Vísir/gettyLas Kierkegaard og Sartre í Þýskalandi Óli sagði að áhugi sinn á andlegum málefnum og heimspeki hafi kviknað þegar hann flutti til Þýskalands þegar hann var 23 ára til að spila handbolta. Áður hafi hann verið mikill rökhyggjumaður lesið sér til í læknisfræði og lífeðlisfræði. Honum hafi aftur á móti gefist rými meðfram handboltanum til að skoða annars konar fræði sem hjálpaði honum í lífinu og íþróttunum. Óli grúskaði mikið í heimspeki og las heimspeki þýska fræðingsins Friedrich Nietzsche auk þess sem tilvistarheimspeki hins franska Jean-Pauls Sartre og hins danska Sørens Kierkegaard höfðaði til hans. Hann sagði að heimspekitextarnir hefðu hjálpað honum að æfa „eins og vitlaus“, blásið honum anda í brjóst og hjálpað honum að standast þær áskoranir sem biðu hans í handboltanum.Leiði eykst í skólakerfinu Óli hefur sterkar skoðanir á menntakerfinu eins og það er í dag og telur að það þurfi að breytast og þróast til þess að mæta betur þörfum barnanna. Ein leið til þess sé að auka vægi og þátt þeirra sjálfra í þekkingarleitinni. „Þið vitið það að okkar þátttaka í öllu er miklu meiri ef okkur finnst við hafa eitthvað um málið að segja. Alveg eins og ég er núna. Ég er kannski að missa ykkur ef ég er að tala of mikið um eitthvað sem þið hafi ekki tengingu við og þá byrjið þið bara að „sóna út“ og það er eðlilegast í heimi. Það er það sem er að gerast alla daga í skólanum. Leiði eykst frekar eftir því sem við verðum eldri.“ Óla finnst sorglegt hvernig menntakerfið brýtur niður „náttúrulega rannsóknargáfu“ barna með því að skipa þeim að lesa og læra eitthvað sem sé fyrirfram ákveðið. „Það eru milljón möguleikar til að læra en við erum ennþá bara í dönsku,“ sagði Óli.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Óla Stef í fullri lengd.
Börn og uppeldi Harmageddon Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira