Það er til lausn Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Nú leggur hópur þingmanna í stjórnarandstöðu til að snúa frá þeirri stefnu heilbrigðisráðherra að ríkið borgi tvöfalt, uppsett verð fyrir algengar og sjálfsagðar læknisaðgerðir. Eins og sakir standa sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum heilbrigðisstofnunum í Danmörku og í Svíþjóð þar sem íslenska ríkið ofgreiðir fyrir aðgerðir sem vel væri hægt að framkvæma hér á landi fyrir minna fé. Ekkert bendir til þess að þjónustan sé betri í útlöndum, þrátt fyrir verðmiðann. Raunar fylgir gjarnan með í för íslenskur læknir sem jafnframt framkvæmir aðgerðirnar. Hins vegar má færa góð rök fyrir því að í ferðalögum sjúklinganna, sem sumir hverjir eru sárþjáðir, felist talsvert meiri óþægindi en ella. Stjórnmálamenn bera ábyrgð. Alþingi hefur staðfest með lögum rétt fólks á að sækja sér læknismeðferð sem það þarf á að halda og að ásættanleg bið eftir aðgerðum séu 90 dagar. Því annar Landspítalinn ekki í öllum tilfellum og ekkert bendir til þess að von sé á því í nánustu framtíð að biðlistar í hinar ýmsu aðgerðir styttist að ráði. Að 90 dögunum liðnum á fólk rétt á því að leita sér þjónustu annars staðar á EES-svæðinu á kostnað ríkisins, í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Slíkt er ef til vill stundum óhjákvæmilegt, en í mörgum tilfellum óþarfi. Sjúkratryggingar mega nefnilega ekki greiða kostnað sjúklinga við sams konar aðgerð hér á landi, þrátt fyrir að hún sé gerð á stofu sem uppfyllir öll lagaskilyrði. Synjun um slíkt er sögð vegna þess að ekki sé samningur milli Sjúkratrygginga og viðkomandi læknis um framkvæmd aðgerðanna. Stofnunin hefur talið sér óheimilt að gera slíkan samning vegna skýrrar afstöðu heilbrigðisráðherrans, um að öll heilbrigðisþjónusta skuli vera á höndum hins opinbera. Ekki er ljóst hver munurinn er í huga ráðherrans á einkarekinni stofu í Svíþjóð eða á Íslandi, en eitt er víst að aðeins önnur þeirra borgar skatta og skyldur hér á landi. Þingmenn Viðreisnar og Miðflokks leggja nú til að snúið verði af þessari braut og íslenskum, einkareknum stofum sem uppfylla skilyrði leyft að framkvæma aðgerðir sem Landsspítalinn annar ekki. Einn flutningsmanna og formaður Viðreisnar hefur sagt að 130 milljónum sé varið árlega í að senda fólk út í aðgerðir. Fyrir þá upphæð séu gerðar 70 aðgerðir í útlöndum, en hægt að gera ríflega 120 aðgerðir hér á landi. Ef Alþingi lánast að samþykkja þessa breytingu á lögunum myndi nauðsynlegum aðgerðum fjölga hér á landi og biðtími styttast á ríkisspítalanun um leið. Lífshamingja fólks aukast. Sjúklingum fækka. Svo getur ráðherrann tekið stöðuna aftur þegar fólk þarf ekki að bíða í mánuði og ár eftir sjálfsagðri, lögbundinni þjónustu í heimalandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Nú leggur hópur þingmanna í stjórnarandstöðu til að snúa frá þeirri stefnu heilbrigðisráðherra að ríkið borgi tvöfalt, uppsett verð fyrir algengar og sjálfsagðar læknisaðgerðir. Eins og sakir standa sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum heilbrigðisstofnunum í Danmörku og í Svíþjóð þar sem íslenska ríkið ofgreiðir fyrir aðgerðir sem vel væri hægt að framkvæma hér á landi fyrir minna fé. Ekkert bendir til þess að þjónustan sé betri í útlöndum, þrátt fyrir verðmiðann. Raunar fylgir gjarnan með í för íslenskur læknir sem jafnframt framkvæmir aðgerðirnar. Hins vegar má færa góð rök fyrir því að í ferðalögum sjúklinganna, sem sumir hverjir eru sárþjáðir, felist talsvert meiri óþægindi en ella. Stjórnmálamenn bera ábyrgð. Alþingi hefur staðfest með lögum rétt fólks á að sækja sér læknismeðferð sem það þarf á að halda og að ásættanleg bið eftir aðgerðum séu 90 dagar. Því annar Landspítalinn ekki í öllum tilfellum og ekkert bendir til þess að von sé á því í nánustu framtíð að biðlistar í hinar ýmsu aðgerðir styttist að ráði. Að 90 dögunum liðnum á fólk rétt á því að leita sér þjónustu annars staðar á EES-svæðinu á kostnað ríkisins, í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Slíkt er ef til vill stundum óhjákvæmilegt, en í mörgum tilfellum óþarfi. Sjúkratryggingar mega nefnilega ekki greiða kostnað sjúklinga við sams konar aðgerð hér á landi, þrátt fyrir að hún sé gerð á stofu sem uppfyllir öll lagaskilyrði. Synjun um slíkt er sögð vegna þess að ekki sé samningur milli Sjúkratrygginga og viðkomandi læknis um framkvæmd aðgerðanna. Stofnunin hefur talið sér óheimilt að gera slíkan samning vegna skýrrar afstöðu heilbrigðisráðherrans, um að öll heilbrigðisþjónusta skuli vera á höndum hins opinbera. Ekki er ljóst hver munurinn er í huga ráðherrans á einkarekinni stofu í Svíþjóð eða á Íslandi, en eitt er víst að aðeins önnur þeirra borgar skatta og skyldur hér á landi. Þingmenn Viðreisnar og Miðflokks leggja nú til að snúið verði af þessari braut og íslenskum, einkareknum stofum sem uppfylla skilyrði leyft að framkvæma aðgerðir sem Landsspítalinn annar ekki. Einn flutningsmanna og formaður Viðreisnar hefur sagt að 130 milljónum sé varið árlega í að senda fólk út í aðgerðir. Fyrir þá upphæð séu gerðar 70 aðgerðir í útlöndum, en hægt að gera ríflega 120 aðgerðir hér á landi. Ef Alþingi lánast að samþykkja þessa breytingu á lögunum myndi nauðsynlegum aðgerðum fjölga hér á landi og biðtími styttast á ríkisspítalanun um leið. Lífshamingja fólks aukast. Sjúklingum fækka. Svo getur ráðherrann tekið stöðuna aftur þegar fólk þarf ekki að bíða í mánuði og ár eftir sjálfsagðri, lögbundinni þjónustu í heimalandinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun