Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, tilkynnti í dag að Spánn hygðist greiða atkvæði gegn útgöngusáttmála Bretlands ef að Spánn fengi ekki aðkomu að málefnum Gíbraltar.
Hann segir Gíbraltar ekki með réttu tilheyra Bretlandi og óásættanlegt að framtíð svæðisins skuli vera í höndum samninganefnda Evrópusambandsins og Bretlands án aðkomu Spánverja.
„Sem þjóð getum við ekki gert ráð fyrir því að samið verði um öll framtíðarmálefni Gíbraltar á vettvangi Bretlands og Evrópusambandsins. Það þarf að semja á milli Spánar og Bretlands,“ sagði hann á málþingi í Madríd í dag. „Ef að innihaldi útgöngusáttmálans verður ekki breytt greiðir Spánn atkvæði gegn honum.“
Spánverjar vilja sérstakan fyrir vara í sáttmálann um að ef að semja á um málefni Gíbraltar verði það ekki gert með aðkomu Evrópusambandsins. Gíbraltar hefur verið undur breskum yfirráðum frá árinu 1713 en Spánverjar gera tilkall til svæðisins sem er syðst á Spáni.
Sanchez hótar því að greiða atkvæði gegn Brexit
![Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir það ótækt að Spánn fái ekki aðkomu að málefnum Gíbraltar.](https://www.visir.is/i/F8BA4F775AC8627FE25251D76B3669C580DBA63AEB6C0ED344991A961D32966D_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/AD31A7074AF36F169526A4053F49C833C028D03A8309387985FE92D5B50D0BD0_308x200.jpg)
Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið
Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð.