Kosið í dag! Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Fjárlög næsta árs eru fjárlög hinna glötuðu tækifæra þar sem öryrkjar, eldri borgarar, ungt fólk og millistéttin eru skilin eftir. Þrátt fyrir ummæli verkalýðshreyfingar um að húsnæðismálin séu eitt stærsta baráttumálið mun opinber húsnæðisstuðningur haldast nánast óbreyttur milli ára. Samfylkingin leggur hins vegar til að stofnframlög til almennra íbúða verði stóraukin og hækkunar vaxtabóta. Á fundi fjárlaganefndar sögðu forsvarsmenn hjúkrunarheimila að ef ekki yrði bætt í, myndu sum hjúkrunarheimili neyðast til að skera niður í gæði matar til eldri borgara s.s. á sunnudögum og jólum. Samfylkingin leggur til hækkun hér upp á milljarð. Þeir fjármunir sem eiga að renna til öryrkja umfram fjölgun þeirra, duga einungis fyrir um fjórðungi af því sem kostar að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Meirihlutinn lækkaði meira að segja framlög til öryrkja frá því frumvarpið var kynnt í haust. Samfylkingin leggur hins vegar til að fjórir milljarðar króna renni til viðbótar til öryrkja og aðrir fjórir milljarðar til aldraðra. Þá leggur Samfylkingin til aukna fjármuni til barnabóta, almennrar löggæslu, samgöngumála, ásamt auknum framlögum til skóla og leikins sjónvarpsefnis. Samfylkingin leggur til aukna fjármuni til sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og SÁÁ en meirihluti fjárlaganefndar lagði einungis til helming af því sem SÁÁ þarf til að vinna á biðlistum. Þá leggur Samfylkingin til að 400 m.kr. renni til barna í Jemen og að gistináttagjald renni til sveitarfélaga. Í fjárlagafrumvarpinu eru enn vannýtt tekjuúrræði gagnvart hinum tekjuhæstu, s.s. hækkun fjármagnstekjuskatts, álagning tekjutengds auðlegðarskatts og sykurskatts, auknar tekjur af erlendum ferðamönnum, hækkun kolefnisgjalds og aukin auðlindagjöld. Veiðileyfagjöld eiga að lækka um 3-4 milljarða milli ára og verða nú svipuð og tóbaksgjaldið. Með breyttri forgangsröðun í skattamálum væri hægt að fjármagna ofangreindar breytingartillögur og gera ráð fyrir hærri afgangi. Í dag verður kosið á þingi um þessar breytingartillögur og mun þá þjóðin sjá hið rétta andlit stjórnmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fjárlög næsta árs eru fjárlög hinna glötuðu tækifæra þar sem öryrkjar, eldri borgarar, ungt fólk og millistéttin eru skilin eftir. Þrátt fyrir ummæli verkalýðshreyfingar um að húsnæðismálin séu eitt stærsta baráttumálið mun opinber húsnæðisstuðningur haldast nánast óbreyttur milli ára. Samfylkingin leggur hins vegar til að stofnframlög til almennra íbúða verði stóraukin og hækkunar vaxtabóta. Á fundi fjárlaganefndar sögðu forsvarsmenn hjúkrunarheimila að ef ekki yrði bætt í, myndu sum hjúkrunarheimili neyðast til að skera niður í gæði matar til eldri borgara s.s. á sunnudögum og jólum. Samfylkingin leggur til hækkun hér upp á milljarð. Þeir fjármunir sem eiga að renna til öryrkja umfram fjölgun þeirra, duga einungis fyrir um fjórðungi af því sem kostar að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Meirihlutinn lækkaði meira að segja framlög til öryrkja frá því frumvarpið var kynnt í haust. Samfylkingin leggur hins vegar til að fjórir milljarðar króna renni til viðbótar til öryrkja og aðrir fjórir milljarðar til aldraðra. Þá leggur Samfylkingin til aukna fjármuni til barnabóta, almennrar löggæslu, samgöngumála, ásamt auknum framlögum til skóla og leikins sjónvarpsefnis. Samfylkingin leggur til aukna fjármuni til sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og SÁÁ en meirihluti fjárlaganefndar lagði einungis til helming af því sem SÁÁ þarf til að vinna á biðlistum. Þá leggur Samfylkingin til að 400 m.kr. renni til barna í Jemen og að gistináttagjald renni til sveitarfélaga. Í fjárlagafrumvarpinu eru enn vannýtt tekjuúrræði gagnvart hinum tekjuhæstu, s.s. hækkun fjármagnstekjuskatts, álagning tekjutengds auðlegðarskatts og sykurskatts, auknar tekjur af erlendum ferðamönnum, hækkun kolefnisgjalds og aukin auðlindagjöld. Veiðileyfagjöld eiga að lækka um 3-4 milljarða milli ára og verða nú svipuð og tóbaksgjaldið. Með breyttri forgangsröðun í skattamálum væri hægt að fjármagna ofangreindar breytingartillögur og gera ráð fyrir hærri afgangi. Í dag verður kosið á þingi um þessar breytingartillögur og mun þá þjóðin sjá hið rétta andlit stjórnmálanna.
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar