Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2018 18:30 Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. Hinn 8. nóvember felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja. Niðurstaðan var reist á því að Samherji hefði haft „réttmætar væntingar“ um að Seðlabankinn hefði fellt málið niður, eigi síðar en á 24. apríl 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfestur var af Hæstarétti segir: „Eins og málið liggur fyrir verður því litið svo á að eigi síðar en með umræddu bréfi stefnda hafi legið fyrir afstaða hans um niðurfellingu máls stefnanda, sem hann mátti binda réttmætar væntingar við, og verði þannig jafnað til bindandi stjórnvaldsákvörðunar um þetta atriði.“ Bæði seðlabankastjóri og forsætisráðherra hafa sagt opinberlega að annmarkar hafi verið á málatilbúnaði Seðlabankans vegna „formsatriða“ eða af lagatæknilegum ástæðum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri talaði ítrekað á þessum nótum áður en dómur Hæstaréttar um ógildingu sektarinnar var kveðinn upp. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í fréttum RÚV 10. nóvember síðastliðinn að Seðlabankinn hefði tapað málinu „fyrst og fremst vegna formsatriða“ og að málið væri „ekki þannig vaxið að það hefði nein áhrif á stöðu seðlabankastjóra“ en lagði á það áherslu að gerðar yrðu úrbætur á stjórnsýslu Seðlabankans. Daginn eftir óskaði hún svo eftir skýringum frá bankaráðinu vegna dómsins. Eiríkur S. Jóhannsson stjórnarformaður Samherja segir mjög erfitt að sitja undir þessari umræðu um að málið hafi brotnað á einhverjum formsatriðum og Samherjamenn hafi sloppið af þeim sökum því málið hafði fengið ítarlega efnislega athugun hjá sérstökum saksóknara sem hafi fellt kærur Seðlabankans niður. „Fyrir okkur Samherjamenn er mjög sárt að hlusta á þennan málflutning því málið fékk efnislega athugun hjá sérstökum saksóknara. Í þessari athugun kemur fram að Samherji gerði ekkert af sér. Heldur skilaði gjaldeyri af kostgæfni og skilaði öllum gjaldeyri heim. Þess vegna er erfitt að hlusta á þetta að málið hafi fallið á tæknilegum atriðum,“ segir Eiríkur.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari. Í 28 bls. bréfi sem sembætti sértaks saksóknara sendi Samherja 4. september 2015 var síðari kæra Seðlabankans á hendur starfsmönnum Samherja felld úr gildi og var fjallað ítarlega um efnislega hlið kærunnar í bréfi embættisins. Þar var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að Samherji hefði gætt þess „af kostgæfni“ að senda heim erlendan gjaldeyri. Vísir/GVASamherji gætti þess „af kostgæfni“ að senda heim erlendan gjaldeyri Sérstakur saksóknari felldi í tvígang niður kærur á hendur Samherja og starfsmönnum fyrirtækisins. Síðari kæran var felld niður með 28 bls. bréfi sérstaks saksóknara til Seðlabankans hinn 4. september 2015. Í bréfinu segir: „Í meginatriðum bendir rannsókn embættisins til þess að Samherji hf. hafi skilað til Íslands langstærstum hluta þess erlenda gjaldeyris sem barst inn á reikninga félagsins frá viðskiptavinum vegna vörusölu. Slíkar inngreiðslur sem ekki var hægt að para við heimsendingar á erlendum gjaldeyri áttu það sameiginlegt að vera frá fyrstu vikum gjaldeyrishaftanna og nema lágum fjárhæðum í heildarsamhenginu.“ Síðar segir í bréfinu: „Embættið telur styðja þann framburð að félagið virðist samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafa gætt þess á sama tíma af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu og vöru eða þjónustu og uppfylla þannig skilaskyldureglur hvað þann erlenda gjaldeyri varðaði.“ Eiríkur segir að málinu sé hvergi nærri lokið af hálfu Samherja. Félagið sé nú að skoða næstu skref. „Að mínu mati er réttast fyrir Samherja að fara í viðurkenningarmál á bótaskyldu Seðlabankans. Og kanna þannig grundvöll okkar fyrir því að höfða skaðabótamál á hendur bankanum. Þessu máli er ekki lokið af okkar hálfu,“ segir Eiríkur. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur ekki komið í viðtal um Samherjamálið síðan dómur Hæstaréttar var kveðinn upp hinn 8. nóvember síðastliðinn en hann var erlendis þegar niðurstaðan lá fyrir. Már hefur því ekkert tjáð sig um niðurstöðuna en Seðlabankinn sendi frá sér yfirlýsingu eftir að dómurinn var kveðinn upp. Þar segir að Seðlabankinn „muni meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í kjölfar dómsins í tilvikum sem þessum.“ Fréttastofan óskaði eftir viðtali við Má vegna málsins en hann hafði ekki tök á slíku í dag samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. Hinn 8. nóvember felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja. Niðurstaðan var reist á því að Samherji hefði haft „réttmætar væntingar“ um að Seðlabankinn hefði fellt málið niður, eigi síðar en á 24. apríl 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfestur var af Hæstarétti segir: „Eins og málið liggur fyrir verður því litið svo á að eigi síðar en með umræddu bréfi stefnda hafi legið fyrir afstaða hans um niðurfellingu máls stefnanda, sem hann mátti binda réttmætar væntingar við, og verði þannig jafnað til bindandi stjórnvaldsákvörðunar um þetta atriði.“ Bæði seðlabankastjóri og forsætisráðherra hafa sagt opinberlega að annmarkar hafi verið á málatilbúnaði Seðlabankans vegna „formsatriða“ eða af lagatæknilegum ástæðum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri talaði ítrekað á þessum nótum áður en dómur Hæstaréttar um ógildingu sektarinnar var kveðinn upp. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í fréttum RÚV 10. nóvember síðastliðinn að Seðlabankinn hefði tapað málinu „fyrst og fremst vegna formsatriða“ og að málið væri „ekki þannig vaxið að það hefði nein áhrif á stöðu seðlabankastjóra“ en lagði á það áherslu að gerðar yrðu úrbætur á stjórnsýslu Seðlabankans. Daginn eftir óskaði hún svo eftir skýringum frá bankaráðinu vegna dómsins. Eiríkur S. Jóhannsson stjórnarformaður Samherja segir mjög erfitt að sitja undir þessari umræðu um að málið hafi brotnað á einhverjum formsatriðum og Samherjamenn hafi sloppið af þeim sökum því málið hafði fengið ítarlega efnislega athugun hjá sérstökum saksóknara sem hafi fellt kærur Seðlabankans niður. „Fyrir okkur Samherjamenn er mjög sárt að hlusta á þennan málflutning því málið fékk efnislega athugun hjá sérstökum saksóknara. Í þessari athugun kemur fram að Samherji gerði ekkert af sér. Heldur skilaði gjaldeyri af kostgæfni og skilaði öllum gjaldeyri heim. Þess vegna er erfitt að hlusta á þetta að málið hafi fallið á tæknilegum atriðum,“ segir Eiríkur.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari. Í 28 bls. bréfi sem sembætti sértaks saksóknara sendi Samherja 4. september 2015 var síðari kæra Seðlabankans á hendur starfsmönnum Samherja felld úr gildi og var fjallað ítarlega um efnislega hlið kærunnar í bréfi embættisins. Þar var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að Samherji hefði gætt þess „af kostgæfni“ að senda heim erlendan gjaldeyri. Vísir/GVASamherji gætti þess „af kostgæfni“ að senda heim erlendan gjaldeyri Sérstakur saksóknari felldi í tvígang niður kærur á hendur Samherja og starfsmönnum fyrirtækisins. Síðari kæran var felld niður með 28 bls. bréfi sérstaks saksóknara til Seðlabankans hinn 4. september 2015. Í bréfinu segir: „Í meginatriðum bendir rannsókn embættisins til þess að Samherji hf. hafi skilað til Íslands langstærstum hluta þess erlenda gjaldeyris sem barst inn á reikninga félagsins frá viðskiptavinum vegna vörusölu. Slíkar inngreiðslur sem ekki var hægt að para við heimsendingar á erlendum gjaldeyri áttu það sameiginlegt að vera frá fyrstu vikum gjaldeyrishaftanna og nema lágum fjárhæðum í heildarsamhenginu.“ Síðar segir í bréfinu: „Embættið telur styðja þann framburð að félagið virðist samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafa gætt þess á sama tíma af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu og vöru eða þjónustu og uppfylla þannig skilaskyldureglur hvað þann erlenda gjaldeyri varðaði.“ Eiríkur segir að málinu sé hvergi nærri lokið af hálfu Samherja. Félagið sé nú að skoða næstu skref. „Að mínu mati er réttast fyrir Samherja að fara í viðurkenningarmál á bótaskyldu Seðlabankans. Og kanna þannig grundvöll okkar fyrir því að höfða skaðabótamál á hendur bankanum. Þessu máli er ekki lokið af okkar hálfu,“ segir Eiríkur. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur ekki komið í viðtal um Samherjamálið síðan dómur Hæstaréttar var kveðinn upp hinn 8. nóvember síðastliðinn en hann var erlendis þegar niðurstaðan lá fyrir. Már hefur því ekkert tjáð sig um niðurstöðuna en Seðlabankinn sendi frá sér yfirlýsingu eftir að dómurinn var kveðinn upp. Þar segir að Seðlabankinn „muni meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í kjölfar dómsins í tilvikum sem þessum.“ Fréttastofan óskaði eftir viðtali við Má vegna málsins en hann hafði ekki tök á slíku í dag samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira