Lögreglan rannsakar enn fall Sunnu Elvíru Birgir Olgeirsson skrifar 20. nóvember 2018 11:04 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir lamaðist til lífstíðar á heimili sínu á Spáni síðastliðinn vetur. Ísland í dag. Rannsókn lögreglu á falli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur á heimili hennar á Spáni í vetur er enn í gangi. Sunna Elvíra lamaðist til lífstíðar eftir að hafa fallið um fjóra metra á heimili hennar og þáverandi eiginmanns hennar Sigurðar Kristinssonar í Málaga. Þegar fyrst var greint frá rannsókn lögreglu var greint frá því að markmið rannsóknarinnar væri að finna út hvort að Sigurður hefði átt þátt í fallinu. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði rannsóknina enn í gangi en sagðist ekki geta tjáð sig frekar við fjölmiðla um hana. Rannsóknin er unnin í samstarfi við lögregluna á Spáni þar sem fallið átti sér stað á Málaga. Í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku sagðist Sunna Elvíra hafa gefist upp á að reyna að komast að því hvað kom fyrir daginn örlagaríka sem hún féll fram af svölunum á heimili þeirra. Sagði Sunna að minnið væri ekki til staðar, hún muni illa hvað gerðist dagana á undan og eftir slysið. Hún sagðist hafa reynt að endurheimta minningarnar með aðstoð sálfræðings án árangurs og ákvað að láta þar við sitja. Sigurður er nú fyrir dómstólum þar sem hann er ákærður ásamt öðrum fyrir innflutning fíkniefna frá Spáni til Íslands í skákmunum. Þau skildu skömmu eftir að málið komst upp og sagði Sunna í Íslandi í dag að það hefði verið sameiginleg ákvörðun. Hún sagði að það hefði verið ljóst nokkuð snemma að leiðir þeirra myndu skilja en skrefin inn á skrifstofu sýslumanns til að ganga frá skilnaðinum hefðu þó verið þung og erfið. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna lítur á björtu hliðarnar: „Koma samt dagar þar sem ég græt bara af vonleysi“ Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún lamaðist eftir fall milli hæða í húsi sínu og fyrrverandi eiginmanns síns Sigurðar Kristinssonar á Spáni í janúar. 13. nóvember 2018 15:00 Sunna Elvíra reyndi að endurheimta minningar um fallið með aðstoð sálfræðings Segir minnið ekki hafa verið staðar og sé ekki til staðar í dag. 13. nóvember 2018 19:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rannsókn lögreglu á falli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur á heimili hennar á Spáni í vetur er enn í gangi. Sunna Elvíra lamaðist til lífstíðar eftir að hafa fallið um fjóra metra á heimili hennar og þáverandi eiginmanns hennar Sigurðar Kristinssonar í Málaga. Þegar fyrst var greint frá rannsókn lögreglu var greint frá því að markmið rannsóknarinnar væri að finna út hvort að Sigurður hefði átt þátt í fallinu. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði rannsóknina enn í gangi en sagðist ekki geta tjáð sig frekar við fjölmiðla um hana. Rannsóknin er unnin í samstarfi við lögregluna á Spáni þar sem fallið átti sér stað á Málaga. Í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku sagðist Sunna Elvíra hafa gefist upp á að reyna að komast að því hvað kom fyrir daginn örlagaríka sem hún féll fram af svölunum á heimili þeirra. Sagði Sunna að minnið væri ekki til staðar, hún muni illa hvað gerðist dagana á undan og eftir slysið. Hún sagðist hafa reynt að endurheimta minningarnar með aðstoð sálfræðings án árangurs og ákvað að láta þar við sitja. Sigurður er nú fyrir dómstólum þar sem hann er ákærður ásamt öðrum fyrir innflutning fíkniefna frá Spáni til Íslands í skákmunum. Þau skildu skömmu eftir að málið komst upp og sagði Sunna í Íslandi í dag að það hefði verið sameiginleg ákvörðun. Hún sagði að það hefði verið ljóst nokkuð snemma að leiðir þeirra myndu skilja en skrefin inn á skrifstofu sýslumanns til að ganga frá skilnaðinum hefðu þó verið þung og erfið.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna lítur á björtu hliðarnar: „Koma samt dagar þar sem ég græt bara af vonleysi“ Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún lamaðist eftir fall milli hæða í húsi sínu og fyrrverandi eiginmanns síns Sigurðar Kristinssonar á Spáni í janúar. 13. nóvember 2018 15:00 Sunna Elvíra reyndi að endurheimta minningar um fallið með aðstoð sálfræðings Segir minnið ekki hafa verið staðar og sé ekki til staðar í dag. 13. nóvember 2018 19:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sunna lítur á björtu hliðarnar: „Koma samt dagar þar sem ég græt bara af vonleysi“ Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún lamaðist eftir fall milli hæða í húsi sínu og fyrrverandi eiginmanns síns Sigurðar Kristinssonar á Spáni í janúar. 13. nóvember 2018 15:00
Sunna Elvíra reyndi að endurheimta minningar um fallið með aðstoð sálfræðings Segir minnið ekki hafa verið staðar og sé ekki til staðar í dag. 13. nóvember 2018 19:11