Atkvæðagreiðslu um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra í breska þinginu sem átti að fara fram í vikunni verður frestað á meðan hún heldur til Brussel og krefur Evrópusambandið um hagstæðari samnings. Allt stefnir í að núverandi samningi verði hafnað í þinginu.
Breska blaðið Sunday Times fullyrðir að May bindi vonir sínar nú við að ná nýjum og betri samningi í Brussel. Hún mun tilkynna í dag að hún ætli að fresta atkvæðagreiðslunni. Andstaðan við þann samning er svo mikil að pólitísk framtíð May er sögð í hættu ef hún tapar atkvæðagreiðslunni með afgerandi mun.
Fram að þessu hefur May haldið fast við að núverandi samningur sé sá eini sem er í boði. Valið standi á milli hans og útgöngu án samnings sem gæti reynst Bretum dýrkeypt eða að ekkert verði af útgöngunni úr Evrópusambandinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn May sem styðja Brexit og leiðtogar Íhaldsflokksins í þinginu eru sagðir hóta því að segja af sér ef atkvæðagreiðsla fer fram um núverandi samning.
Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í lok mars.
May talin ætla að krefja Evrópusambandið um betri samning

Tengdar fréttir

May stillir þingmönnum upp við vegg vegna Brexit
Forsætisráðherra Bretlands segir þingmönnum að ef þeir samþykkja ekki útgöngusamningin hennar verði mögulega ekkert af Brexit.e

Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit
Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað.

Enginn frestur fyrir May
Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta.

Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða
Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins.