Heiðveig segir fráleitt að Jónas sé eitthvað fórnarlamb Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2018 23:15 Heiðveig María Einarsdóttir vandar Jónasi og stjórn Sjómannafélags Íslands ekki kveðjurnar í pistli sem hún birti á Facebook í dag. Vísir/vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir, viðskiptalögfræðingur og sjómaður, vísar því „alfarið heim til föðurhúsanna“ að Jónas Garðarsson, fráfarandi formaður Sjómannafélags Íslands, sé fórnarlamb í máli félagsins sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hún hafnar því jafnframt að framboð sitt hafi verið „tilraun til yfirtöku“ í félaginu. Í yfirlýsingu frá Jónasi sem send var út í dag kom fram að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður Sjómannafélagsins, „með hagsmuni sína og fjölskyldu sinnar fyrir augum“. Í yfirlýsingunni sagði Jónas einnig að áhlaup hafi verið gert sem gekk út á að yfirtaka SÍ, og vísaði hann þar til framboðs Heiðveigar Maríu. Þá fordæmdi hann þátt fjölmiðla í málinu, sagði þá hafa gert atlögu að sér og sett fram rangar ásakanir.Sjá einnig: Jónas segir af sér sem formaður í Sjómannafélaginu Sjálf er Heiðveig harðorð í garð Jónasar í pistli sínum og segir það ekki á sinni ábyrgð að hann hafi tekið gagnrýni hennar persónulega. „Að fráfarandi formaður vor ákveði að taka því persónulega að ég hafi gagnrýnt störf forystunnar í seinasta verkfalli og í aðdraganda framboðs míns er hans mál en ekki mitt. Ég vil um leið benda á að hann sjálfur fór á það plan að vega að æru minni og persónu bæði í aðsendum greinum í Morgunblaðinu svo og við hvern þann sem vill heyra og hlusta. Ég hef ekki og mun ekki tjá mig um það hvaða skoðun ég hef á fráfarandi formanni sem persónu enda kemur það þessu máli ekki við frekar en hans persónulega skoðun á mér.“ Jónas Garðarson sagði í dag af sér sem formaður Sjómannafélags Íslands.visir/vilhelmFramboðið ekki tilraun til yfirtöku Þá hafnar Heiðveig því að Jónas geti stillt sér upp sem fórnarlambi í málinu, og gefur jafnframt lítið fyrir að framboð sitt hafi verið „áhlaup“ á félagið, líkt og Jónas heldur fram í yfirlýsingu sinni. „Ég vísa þessari tilraun fráfarandi formanns til að gera sjálfan sig að einhverju fórnarlambi alfarið heim til föðurhúsanna. Mergur málsins er að ég ásamt félögum mínum vildi bjóða fram lista til stjórnarkjörs í stéttarfélaginu mínu. Í yfirlýsingu sem almannatengill Sjómannafélagsins sendir frá sér nú síðdegis þá heldur hann því enn og aftur fram að sú einfalda tilkynning mín um framboð og í framhaldinu ábendingar um ósamræmi í lögum félagsins sé áhlaup til yfirtöku,“ segir Heiðveig. „Þvert á móti var framboð mitt tilraun til þess að bjóða fram lista til stjórnar á lýðræðislegan hátt og á sama tíma reyndum við að skilja hvaða reglur giltu um slíkt framboð – og um leið ber hann sér á bringu vegna þess að áhlaupinu hafi verið hrundið, væntanlega af honum sjálfum.“ Síðasti naglinn í líkkistu félagsins Aðalfundur SÍ stendur fyrir dyrum í þessum mánuði. Framboð Heiðveigar Maríu og félaga var úrskurðað ólöglegt af kjörnefnd félagsins sem þýðir þá að öllu óbreyttu að framboðslisti Bergs Þorkelssonar, gjaldkera SÍ tekur við stjórnartaumum og Bergur verður sjálfkjörinn formaður.Sjá einnig: Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Heiðveig segir í pistlinum að skorað hafi verið á félagið að fresta aðalfundinum þar til niðurstaða fengist í máli hennar gegn félaginu, sem rekið er fyrir félagsdómi. Það hafi ekki gengið eftir. „Þeirri áskorun hefur ekki verið tekið þrátt fyrir réttaróvissu um málið sem er stórt; fyrir mig, fyrir félagsmenn, fyrir lýðræðið. Mín tilfinning er að þarna hafi síðasti naglinn verið negldur í líkkistu þessa félags sem einhverskonar félags sem vinnur að hagsmunum sjómanna,“ segir Heiðveig. „Þrátt fyrir endalausar hindranir, hrikalega óvægin vinnubrögð, endalausar tilraunir til þess að tefja málið fyrir Félagsdómi, tilraunir til þess að vega að æru minni og beinlínis tilraunir til þess að þagga alfarið niður í mér með aðferðum sem ég ætla ekki að rekja hér sérstaklega, þá hefur það aldrei nokkurn tímann verið eins skýrt í mínum huga að málflutningur okkar eigi erindi til handa okkur sjómönnum.“Pistil Heiðveigar má nálgast í heild hér að neðan. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28 Segir ákvörðun kjörstjórnar ólýðræðislegt ofbeldi Heiðveig María Einarsdóttir segir ákvörðun kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands að meta framboð B-lista hennar til stjórnar félagsins, vera "ólýðræðislegt ofbeldi af allra verstu gerð“. 20. nóvember 2018 23:22 Jónas segir af sér sem formaður í Sjómannafélaginu Sakar fjölmiðla um óvæginn og rangan fréttaflutning. 7. desember 2018 14:52 Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Birtir myndir af sér á Facebook-síðu sinni með allra flokka fólki. 23. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, viðskiptalögfræðingur og sjómaður, vísar því „alfarið heim til föðurhúsanna“ að Jónas Garðarsson, fráfarandi formaður Sjómannafélags Íslands, sé fórnarlamb í máli félagsins sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hún hafnar því jafnframt að framboð sitt hafi verið „tilraun til yfirtöku“ í félaginu. Í yfirlýsingu frá Jónasi sem send var út í dag kom fram að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður Sjómannafélagsins, „með hagsmuni sína og fjölskyldu sinnar fyrir augum“. Í yfirlýsingunni sagði Jónas einnig að áhlaup hafi verið gert sem gekk út á að yfirtaka SÍ, og vísaði hann þar til framboðs Heiðveigar Maríu. Þá fordæmdi hann þátt fjölmiðla í málinu, sagði þá hafa gert atlögu að sér og sett fram rangar ásakanir.Sjá einnig: Jónas segir af sér sem formaður í Sjómannafélaginu Sjálf er Heiðveig harðorð í garð Jónasar í pistli sínum og segir það ekki á sinni ábyrgð að hann hafi tekið gagnrýni hennar persónulega. „Að fráfarandi formaður vor ákveði að taka því persónulega að ég hafi gagnrýnt störf forystunnar í seinasta verkfalli og í aðdraganda framboðs míns er hans mál en ekki mitt. Ég vil um leið benda á að hann sjálfur fór á það plan að vega að æru minni og persónu bæði í aðsendum greinum í Morgunblaðinu svo og við hvern þann sem vill heyra og hlusta. Ég hef ekki og mun ekki tjá mig um það hvaða skoðun ég hef á fráfarandi formanni sem persónu enda kemur það þessu máli ekki við frekar en hans persónulega skoðun á mér.“ Jónas Garðarson sagði í dag af sér sem formaður Sjómannafélags Íslands.visir/vilhelmFramboðið ekki tilraun til yfirtöku Þá hafnar Heiðveig því að Jónas geti stillt sér upp sem fórnarlambi í málinu, og gefur jafnframt lítið fyrir að framboð sitt hafi verið „áhlaup“ á félagið, líkt og Jónas heldur fram í yfirlýsingu sinni. „Ég vísa þessari tilraun fráfarandi formanns til að gera sjálfan sig að einhverju fórnarlambi alfarið heim til föðurhúsanna. Mergur málsins er að ég ásamt félögum mínum vildi bjóða fram lista til stjórnarkjörs í stéttarfélaginu mínu. Í yfirlýsingu sem almannatengill Sjómannafélagsins sendir frá sér nú síðdegis þá heldur hann því enn og aftur fram að sú einfalda tilkynning mín um framboð og í framhaldinu ábendingar um ósamræmi í lögum félagsins sé áhlaup til yfirtöku,“ segir Heiðveig. „Þvert á móti var framboð mitt tilraun til þess að bjóða fram lista til stjórnar á lýðræðislegan hátt og á sama tíma reyndum við að skilja hvaða reglur giltu um slíkt framboð – og um leið ber hann sér á bringu vegna þess að áhlaupinu hafi verið hrundið, væntanlega af honum sjálfum.“ Síðasti naglinn í líkkistu félagsins Aðalfundur SÍ stendur fyrir dyrum í þessum mánuði. Framboð Heiðveigar Maríu og félaga var úrskurðað ólöglegt af kjörnefnd félagsins sem þýðir þá að öllu óbreyttu að framboðslisti Bergs Þorkelssonar, gjaldkera SÍ tekur við stjórnartaumum og Bergur verður sjálfkjörinn formaður.Sjá einnig: Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Heiðveig segir í pistlinum að skorað hafi verið á félagið að fresta aðalfundinum þar til niðurstaða fengist í máli hennar gegn félaginu, sem rekið er fyrir félagsdómi. Það hafi ekki gengið eftir. „Þeirri áskorun hefur ekki verið tekið þrátt fyrir réttaróvissu um málið sem er stórt; fyrir mig, fyrir félagsmenn, fyrir lýðræðið. Mín tilfinning er að þarna hafi síðasti naglinn verið negldur í líkkistu þessa félags sem einhverskonar félags sem vinnur að hagsmunum sjómanna,“ segir Heiðveig. „Þrátt fyrir endalausar hindranir, hrikalega óvægin vinnubrögð, endalausar tilraunir til þess að tefja málið fyrir Félagsdómi, tilraunir til þess að vega að æru minni og beinlínis tilraunir til þess að þagga alfarið niður í mér með aðferðum sem ég ætla ekki að rekja hér sérstaklega, þá hefur það aldrei nokkurn tímann verið eins skýrt í mínum huga að málflutningur okkar eigi erindi til handa okkur sjómönnum.“Pistil Heiðveigar má nálgast í heild hér að neðan.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28 Segir ákvörðun kjörstjórnar ólýðræðislegt ofbeldi Heiðveig María Einarsdóttir segir ákvörðun kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands að meta framboð B-lista hennar til stjórnar félagsins, vera "ólýðræðislegt ofbeldi af allra verstu gerð“. 20. nóvember 2018 23:22 Jónas segir af sér sem formaður í Sjómannafélaginu Sakar fjölmiðla um óvæginn og rangan fréttaflutning. 7. desember 2018 14:52 Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Birtir myndir af sér á Facebook-síðu sinni með allra flokka fólki. 23. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28
Segir ákvörðun kjörstjórnar ólýðræðislegt ofbeldi Heiðveig María Einarsdóttir segir ákvörðun kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands að meta framboð B-lista hennar til stjórnar félagsins, vera "ólýðræðislegt ofbeldi af allra verstu gerð“. 20. nóvember 2018 23:22
Jónas segir af sér sem formaður í Sjómannafélaginu Sakar fjölmiðla um óvæginn og rangan fréttaflutning. 7. desember 2018 14:52
Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Birtir myndir af sér á Facebook-síðu sinni með allra flokka fólki. 23. nóvember 2018 12:33