Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2018 15:15 Bill Barr, fyrrverandi og mögulega verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Time Warner Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. Barr var dómsmálaráðherra í forsetatíð George Bush eldri og hefur margsinnis lýst yfir andstöðu við Rússarannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Barr hefur sömuleiðis lýst yfir áhuga á því að láta ráðuneytið rannsaka pólitíska andstæðinga Trump eins og Hillary Clinton. Meðal þess sem Barr hefur lýst yfir áhuga á að rannsaka er sala Uranium One sem margar samsæriskenningar hafa myndast í kringum. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Barr studdi Trump í forsetakosningunum 2016 og skrifaði grein í aðdraganda þeirra þar sem hann sagði James Comey, þáverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, hafa gert rétt með því að opinbera að FBI hefði opnað rannsóknin á tölvupóstum Clinton á nýjan leik.Seinna, eftir að Trump rak, Comey og gaf þá ástæðu að það hefði hann gert vegna þess að Comey hefði opinberað tölvupóstarannsóknina, skrifaði Barr aðra grein um að aðgerðir Comey hefðu ekki átt rétt á sér. Hann tjáði sig aldrei um málið eftir að Trump viðurkenndi í viðtali að hann hefði í raun rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Öldungadeild Bandaríkjaþings mun þurfa að staðfesta tilnefningu Barr og þykir nokkuð ljóst að hann verður spurður náið út í viðhorf hans gagnvart rannsókn Mueller.Staðfesti fregnir um nýjan sendiherra Trump staðfesti einnig fréttir þess eðlis að Heather Nauert yrði tilnefnd í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún starfar nú sem talskona Utanríkisráðuneytisins og var áður þáttastjórnandi á Fox News.Sjá einnig: Talskona Utanríkisráðuneytisins verður tilnefnd sem sendiherra hjá SÞ Nauert tekur við af Nikki Haley, verði tilnefning hennar staðfest af öldungadeildinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. Barr var dómsmálaráðherra í forsetatíð George Bush eldri og hefur margsinnis lýst yfir andstöðu við Rússarannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Barr hefur sömuleiðis lýst yfir áhuga á því að láta ráðuneytið rannsaka pólitíska andstæðinga Trump eins og Hillary Clinton. Meðal þess sem Barr hefur lýst yfir áhuga á að rannsaka er sala Uranium One sem margar samsæriskenningar hafa myndast í kringum. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Barr studdi Trump í forsetakosningunum 2016 og skrifaði grein í aðdraganda þeirra þar sem hann sagði James Comey, þáverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, hafa gert rétt með því að opinbera að FBI hefði opnað rannsóknin á tölvupóstum Clinton á nýjan leik.Seinna, eftir að Trump rak, Comey og gaf þá ástæðu að það hefði hann gert vegna þess að Comey hefði opinberað tölvupóstarannsóknina, skrifaði Barr aðra grein um að aðgerðir Comey hefðu ekki átt rétt á sér. Hann tjáði sig aldrei um málið eftir að Trump viðurkenndi í viðtali að hann hefði í raun rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Öldungadeild Bandaríkjaþings mun þurfa að staðfesta tilnefningu Barr og þykir nokkuð ljóst að hann verður spurður náið út í viðhorf hans gagnvart rannsókn Mueller.Staðfesti fregnir um nýjan sendiherra Trump staðfesti einnig fréttir þess eðlis að Heather Nauert yrði tilnefnd í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún starfar nú sem talskona Utanríkisráðuneytisins og var áður þáttastjórnandi á Fox News.Sjá einnig: Talskona Utanríkisráðuneytisins verður tilnefnd sem sendiherra hjá SÞ Nauert tekur við af Nikki Haley, verði tilnefning hennar staðfest af öldungadeildinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Sjá meira