Litla hafpulsan hefur misst reisn sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2018 10:04 Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn í morgun. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem skemmdir hafi verið unnar á listaverkinu Litlu hafpulsunni í Tjörninni eða verkið hafi farið illa í vindi í höfuðborginni í nótt. María Rut Kristinsdóttir vakti athygli á þessu á Twitter í morgun og bætti Freyja Steingrímsdóttir um betur með mynd af skemmdunum sem sjá má hér að neðan. Um er að ræða listaverk eftir listakonuna Steinunni Gunnlaugsdóttur sem afhjúpað var þann 26. október. Um er að ræða framlag Steinunnar til Cycle listahátíðarinnar. Litla Pulsan hefur vakið athygli miðbæjargesta, sérstaklega í upphafi þegar fólk velti fyrir sér hvað væri eiginlega komið í Tjörnina.Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn í fyrradag.Vísir/VilhelmÁ vef Listahátíðarinnar segir að verkið sé Framlag Steinunnar til 100 ára fullveldisafmælis Íslendinga. Pulsan hefur verið viðfangsefni Steinunnar í þónokkrum verkum hennar en árið 2009 sýndi hún myndbandsverkið Lýðræðið er Pulsa. Í samtali við blaðamann Vísis í október sagði Steinunn að Pulsan, þjóðarréttur Íslendinga, sé myndlíking hennar við lýðræðið. Steinunn hugðist sýna verkið ásamt innsetningum eða öðrum listformum við hverjar alþingiskosningar. Kosningarnar segir hún samsvara því þegar álegg eru valin á pulsu. Sinnep, remúlaði eða tómatsósa, allt sé þetta svipað og „cheap“. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, hafði ekki heyrt af skemmdunum þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann sá skemmdirnar út um glugga á Ráðhúsi Reykjavíkur og var greinilega hissa og miður sín.Ég sá ekki brotið. Hélt að reisninni hefði verið stolið. pic.twitter.com/fqIrs6DfAQ— Freyja Steingrímsdóttir (@freyjast) December 7, 2018 Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Litla hafpulsan í tjörninni vekur athygli Listaverkið Litla Hafpulsan var afhjúpað í gær og stendur í Tjörninni í Reykjavík. Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir segir pulsuna vera myndlíkingu fyrir lýðræðið. 27. október 2018 16:38 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Svo virðist sem skemmdir hafi verið unnar á listaverkinu Litlu hafpulsunni í Tjörninni eða verkið hafi farið illa í vindi í höfuðborginni í nótt. María Rut Kristinsdóttir vakti athygli á þessu á Twitter í morgun og bætti Freyja Steingrímsdóttir um betur með mynd af skemmdunum sem sjá má hér að neðan. Um er að ræða listaverk eftir listakonuna Steinunni Gunnlaugsdóttur sem afhjúpað var þann 26. október. Um er að ræða framlag Steinunnar til Cycle listahátíðarinnar. Litla Pulsan hefur vakið athygli miðbæjargesta, sérstaklega í upphafi þegar fólk velti fyrir sér hvað væri eiginlega komið í Tjörnina.Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn í fyrradag.Vísir/VilhelmÁ vef Listahátíðarinnar segir að verkið sé Framlag Steinunnar til 100 ára fullveldisafmælis Íslendinga. Pulsan hefur verið viðfangsefni Steinunnar í þónokkrum verkum hennar en árið 2009 sýndi hún myndbandsverkið Lýðræðið er Pulsa. Í samtali við blaðamann Vísis í október sagði Steinunn að Pulsan, þjóðarréttur Íslendinga, sé myndlíking hennar við lýðræðið. Steinunn hugðist sýna verkið ásamt innsetningum eða öðrum listformum við hverjar alþingiskosningar. Kosningarnar segir hún samsvara því þegar álegg eru valin á pulsu. Sinnep, remúlaði eða tómatsósa, allt sé þetta svipað og „cheap“. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, hafði ekki heyrt af skemmdunum þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann sá skemmdirnar út um glugga á Ráðhúsi Reykjavíkur og var greinilega hissa og miður sín.Ég sá ekki brotið. Hélt að reisninni hefði verið stolið. pic.twitter.com/fqIrs6DfAQ— Freyja Steingrímsdóttir (@freyjast) December 7, 2018
Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Litla hafpulsan í tjörninni vekur athygli Listaverkið Litla Hafpulsan var afhjúpað í gær og stendur í Tjörninni í Reykjavík. Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir segir pulsuna vera myndlíkingu fyrir lýðræðið. 27. október 2018 16:38 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
„Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38
Litla hafpulsan í tjörninni vekur athygli Listaverkið Litla Hafpulsan var afhjúpað í gær og stendur í Tjörninni í Reykjavík. Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir segir pulsuna vera myndlíkingu fyrir lýðræðið. 27. október 2018 16:38