Gerði grín að forsætisráðherra Íslands við jarðarför Bush: „Því minna land, því lengri ræða“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2018 19:52 Brian Mulroney fyrrverandi forsætisráðherra Kanada við útför George H. W. Bush í dag. Getty/Andrew Harnik-Pool Fyrrverandi forsætisráðherra Kanada gerði létt grín að forsætisráðherra Íslands, sem gera má ráð fyrir að hafi verið Steingrímur Hermannsson, í ræðu sem hann hélt til minningar um George H. W. Bush eldri, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við jarðarför þess síðarnefnda í dag. Bush lést þann 30. nóvember síðastliðinn 94 ára að aldri og var lagður til hinstu hvílu í Washington í dag.George H. W. Bush lést föstudaginn 30. nóvember, 94 ára að aldri.Getty/Logan Mock-BuntingBrian Mulroney gegndi embætti forsætisráðherra Kanada árin 1984-1993 og starfaði því við hlið Bush seinna kjörtímabil sitt. Mulroney fór fögrum orðum um Bush í minningarræðunni og minntist sérstaklega á hugprýði Bush er hann barðist tvítugur í seinni heimsstyrjöldinni.Talaði þangað til aðalritarinn blés til kaffipásu Til marks um góða kímnigáfu forsetans sagði Mulroney einnig stutta sögu af fyrsta NATO-fundi þess fyrrnefnda í Brussel árið 1989. Bush sat gegnt Mulroney á fundinum og glósaði hjá sér ræður leiðtoganna af miklum móð. „Við fengum öll lítinn tíma. En þú veist, það er mikið hrós fólgið í því að forseti Bandaríkjanna glósi hjá sér á meðan þú talar,“ sagði Mulroney. Gamanið hafi hins vegar kárnað að loknum ræðum leiðtoga Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Þá var nefnilega röðin komin að forsætisráðherra Íslands, sem á þessum tíma var Steingrímur Hermannsson. Mulroney nefndi hann þó ekki á nafn í ræðu sinni.Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra Íslands fyrir Framsóknarflokkinn frá 1983-1991. Hann lést árið 2010, þá 81 árs.Vísir„Þegar Mitterrand forseti, Thatcher forsætisráðherra og Kohl kanslari höfðu lokið máli sínu var röðin komin að forsætisráðherra Íslands. Á meðan Bush skrifaði hélt forsætisráðherrann áfram að tala, og áfram, og áfram, og áfram, og lauk aðeins máli sínu þegar aðalritari NATO blés staðfastlega til kaffipásu,“ sagði Mulroney. „George lét frá sér pennann, gekk til mín og sagði: „Brian, ég var að læra grundvallarlögmál alþjóðamála“. Ég sagði: „Hvað er það, George?“. Hann sagði: „Því minna land, því lengri ræða“.“ Sagan af NATO-fundinum uppskar hlátur í kirkjunni en ræðu Mulroney má hlýða á í heild í spilaranum hér að neðan. Hann nefnir íslenska forsætisráðherrann á mínútu 3:05.Þá má nálgast frétt um ræðuhöld Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra sem hann flutti á umræddum NATO-fundi hér. Hann gerði þar grein fyrir viðhorfi Íslands til fækkunar vopna og sagði hana eiga að ná til allra árásarvopna – bæði á landi og í sjó. Ekkert er þó minnst á viðbrögð annarra leiðtoga við ræðu Steingríms, sem greinilega hefur þótt í lengra lagi. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda við athöfnina í Washington National Cathedral í dag var Hreinn Pálsson, sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Washington og staðgengill sendiherra. Á meðal viðstaddra í Washington National Cathedral í dag voru einnig helstu áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum, til að mynda sitjandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og fyrrverandi starfsbræður hans, Barack Obama, Bill Clinton, Jimmy Carter og George Bush yngri, sem einnig er sonur Bush eldri. Minningarorð Bush yngri um föður sinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Í spilaranum hér að neðan má svo nálgast kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03 Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26 Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Kanada gerði létt grín að forsætisráðherra Íslands, sem gera má ráð fyrir að hafi verið Steingrímur Hermannsson, í ræðu sem hann hélt til minningar um George H. W. Bush eldri, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við jarðarför þess síðarnefnda í dag. Bush lést þann 30. nóvember síðastliðinn 94 ára að aldri og var lagður til hinstu hvílu í Washington í dag.George H. W. Bush lést föstudaginn 30. nóvember, 94 ára að aldri.Getty/Logan Mock-BuntingBrian Mulroney gegndi embætti forsætisráðherra Kanada árin 1984-1993 og starfaði því við hlið Bush seinna kjörtímabil sitt. Mulroney fór fögrum orðum um Bush í minningarræðunni og minntist sérstaklega á hugprýði Bush er hann barðist tvítugur í seinni heimsstyrjöldinni.Talaði þangað til aðalritarinn blés til kaffipásu Til marks um góða kímnigáfu forsetans sagði Mulroney einnig stutta sögu af fyrsta NATO-fundi þess fyrrnefnda í Brussel árið 1989. Bush sat gegnt Mulroney á fundinum og glósaði hjá sér ræður leiðtoganna af miklum móð. „Við fengum öll lítinn tíma. En þú veist, það er mikið hrós fólgið í því að forseti Bandaríkjanna glósi hjá sér á meðan þú talar,“ sagði Mulroney. Gamanið hafi hins vegar kárnað að loknum ræðum leiðtoga Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Þá var nefnilega röðin komin að forsætisráðherra Íslands, sem á þessum tíma var Steingrímur Hermannsson. Mulroney nefndi hann þó ekki á nafn í ræðu sinni.Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra Íslands fyrir Framsóknarflokkinn frá 1983-1991. Hann lést árið 2010, þá 81 árs.Vísir„Þegar Mitterrand forseti, Thatcher forsætisráðherra og Kohl kanslari höfðu lokið máli sínu var röðin komin að forsætisráðherra Íslands. Á meðan Bush skrifaði hélt forsætisráðherrann áfram að tala, og áfram, og áfram, og áfram, og lauk aðeins máli sínu þegar aðalritari NATO blés staðfastlega til kaffipásu,“ sagði Mulroney. „George lét frá sér pennann, gekk til mín og sagði: „Brian, ég var að læra grundvallarlögmál alþjóðamála“. Ég sagði: „Hvað er það, George?“. Hann sagði: „Því minna land, því lengri ræða“.“ Sagan af NATO-fundinum uppskar hlátur í kirkjunni en ræðu Mulroney má hlýða á í heild í spilaranum hér að neðan. Hann nefnir íslenska forsætisráðherrann á mínútu 3:05.Þá má nálgast frétt um ræðuhöld Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra sem hann flutti á umræddum NATO-fundi hér. Hann gerði þar grein fyrir viðhorfi Íslands til fækkunar vopna og sagði hana eiga að ná til allra árásarvopna – bæði á landi og í sjó. Ekkert er þó minnst á viðbrögð annarra leiðtoga við ræðu Steingríms, sem greinilega hefur þótt í lengra lagi. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda við athöfnina í Washington National Cathedral í dag var Hreinn Pálsson, sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Washington og staðgengill sendiherra. Á meðal viðstaddra í Washington National Cathedral í dag voru einnig helstu áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum, til að mynda sitjandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og fyrrverandi starfsbræður hans, Barack Obama, Bill Clinton, Jimmy Carter og George Bush yngri, sem einnig er sonur Bush eldri. Minningarorð Bush yngri um föður sinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Í spilaranum hér að neðan má svo nálgast kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03 Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26 Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03
Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26
Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38