Gerði grín að forsætisráðherra Íslands við jarðarför Bush: „Því minna land, því lengri ræða“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2018 19:52 Brian Mulroney fyrrverandi forsætisráðherra Kanada við útför George H. W. Bush í dag. Getty/Andrew Harnik-Pool Fyrrverandi forsætisráðherra Kanada gerði létt grín að forsætisráðherra Íslands, sem gera má ráð fyrir að hafi verið Steingrímur Hermannsson, í ræðu sem hann hélt til minningar um George H. W. Bush eldri, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við jarðarför þess síðarnefnda í dag. Bush lést þann 30. nóvember síðastliðinn 94 ára að aldri og var lagður til hinstu hvílu í Washington í dag.George H. W. Bush lést föstudaginn 30. nóvember, 94 ára að aldri.Getty/Logan Mock-BuntingBrian Mulroney gegndi embætti forsætisráðherra Kanada árin 1984-1993 og starfaði því við hlið Bush seinna kjörtímabil sitt. Mulroney fór fögrum orðum um Bush í minningarræðunni og minntist sérstaklega á hugprýði Bush er hann barðist tvítugur í seinni heimsstyrjöldinni.Talaði þangað til aðalritarinn blés til kaffipásu Til marks um góða kímnigáfu forsetans sagði Mulroney einnig stutta sögu af fyrsta NATO-fundi þess fyrrnefnda í Brussel árið 1989. Bush sat gegnt Mulroney á fundinum og glósaði hjá sér ræður leiðtoganna af miklum móð. „Við fengum öll lítinn tíma. En þú veist, það er mikið hrós fólgið í því að forseti Bandaríkjanna glósi hjá sér á meðan þú talar,“ sagði Mulroney. Gamanið hafi hins vegar kárnað að loknum ræðum leiðtoga Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Þá var nefnilega röðin komin að forsætisráðherra Íslands, sem á þessum tíma var Steingrímur Hermannsson. Mulroney nefndi hann þó ekki á nafn í ræðu sinni.Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra Íslands fyrir Framsóknarflokkinn frá 1983-1991. Hann lést árið 2010, þá 81 árs.Vísir„Þegar Mitterrand forseti, Thatcher forsætisráðherra og Kohl kanslari höfðu lokið máli sínu var röðin komin að forsætisráðherra Íslands. Á meðan Bush skrifaði hélt forsætisráðherrann áfram að tala, og áfram, og áfram, og áfram, og lauk aðeins máli sínu þegar aðalritari NATO blés staðfastlega til kaffipásu,“ sagði Mulroney. „George lét frá sér pennann, gekk til mín og sagði: „Brian, ég var að læra grundvallarlögmál alþjóðamála“. Ég sagði: „Hvað er það, George?“. Hann sagði: „Því minna land, því lengri ræða“.“ Sagan af NATO-fundinum uppskar hlátur í kirkjunni en ræðu Mulroney má hlýða á í heild í spilaranum hér að neðan. Hann nefnir íslenska forsætisráðherrann á mínútu 3:05.Þá má nálgast frétt um ræðuhöld Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra sem hann flutti á umræddum NATO-fundi hér. Hann gerði þar grein fyrir viðhorfi Íslands til fækkunar vopna og sagði hana eiga að ná til allra árásarvopna – bæði á landi og í sjó. Ekkert er þó minnst á viðbrögð annarra leiðtoga við ræðu Steingríms, sem greinilega hefur þótt í lengra lagi. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda við athöfnina í Washington National Cathedral í dag var Hreinn Pálsson, sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Washington og staðgengill sendiherra. Á meðal viðstaddra í Washington National Cathedral í dag voru einnig helstu áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum, til að mynda sitjandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og fyrrverandi starfsbræður hans, Barack Obama, Bill Clinton, Jimmy Carter og George Bush yngri, sem einnig er sonur Bush eldri. Minningarorð Bush yngri um föður sinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Í spilaranum hér að neðan má svo nálgast kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03 Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26 Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Kanada gerði létt grín að forsætisráðherra Íslands, sem gera má ráð fyrir að hafi verið Steingrímur Hermannsson, í ræðu sem hann hélt til minningar um George H. W. Bush eldri, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við jarðarför þess síðarnefnda í dag. Bush lést þann 30. nóvember síðastliðinn 94 ára að aldri og var lagður til hinstu hvílu í Washington í dag.George H. W. Bush lést föstudaginn 30. nóvember, 94 ára að aldri.Getty/Logan Mock-BuntingBrian Mulroney gegndi embætti forsætisráðherra Kanada árin 1984-1993 og starfaði því við hlið Bush seinna kjörtímabil sitt. Mulroney fór fögrum orðum um Bush í minningarræðunni og minntist sérstaklega á hugprýði Bush er hann barðist tvítugur í seinni heimsstyrjöldinni.Talaði þangað til aðalritarinn blés til kaffipásu Til marks um góða kímnigáfu forsetans sagði Mulroney einnig stutta sögu af fyrsta NATO-fundi þess fyrrnefnda í Brussel árið 1989. Bush sat gegnt Mulroney á fundinum og glósaði hjá sér ræður leiðtoganna af miklum móð. „Við fengum öll lítinn tíma. En þú veist, það er mikið hrós fólgið í því að forseti Bandaríkjanna glósi hjá sér á meðan þú talar,“ sagði Mulroney. Gamanið hafi hins vegar kárnað að loknum ræðum leiðtoga Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Þá var nefnilega röðin komin að forsætisráðherra Íslands, sem á þessum tíma var Steingrímur Hermannsson. Mulroney nefndi hann þó ekki á nafn í ræðu sinni.Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra Íslands fyrir Framsóknarflokkinn frá 1983-1991. Hann lést árið 2010, þá 81 árs.Vísir„Þegar Mitterrand forseti, Thatcher forsætisráðherra og Kohl kanslari höfðu lokið máli sínu var röðin komin að forsætisráðherra Íslands. Á meðan Bush skrifaði hélt forsætisráðherrann áfram að tala, og áfram, og áfram, og áfram, og lauk aðeins máli sínu þegar aðalritari NATO blés staðfastlega til kaffipásu,“ sagði Mulroney. „George lét frá sér pennann, gekk til mín og sagði: „Brian, ég var að læra grundvallarlögmál alþjóðamála“. Ég sagði: „Hvað er það, George?“. Hann sagði: „Því minna land, því lengri ræða“.“ Sagan af NATO-fundinum uppskar hlátur í kirkjunni en ræðu Mulroney má hlýða á í heild í spilaranum hér að neðan. Hann nefnir íslenska forsætisráðherrann á mínútu 3:05.Þá má nálgast frétt um ræðuhöld Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra sem hann flutti á umræddum NATO-fundi hér. Hann gerði þar grein fyrir viðhorfi Íslands til fækkunar vopna og sagði hana eiga að ná til allra árásarvopna – bæði á landi og í sjó. Ekkert er þó minnst á viðbrögð annarra leiðtoga við ræðu Steingríms, sem greinilega hefur þótt í lengra lagi. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda við athöfnina í Washington National Cathedral í dag var Hreinn Pálsson, sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Washington og staðgengill sendiherra. Á meðal viðstaddra í Washington National Cathedral í dag voru einnig helstu áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum, til að mynda sitjandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og fyrrverandi starfsbræður hans, Barack Obama, Bill Clinton, Jimmy Carter og George Bush yngri, sem einnig er sonur Bush eldri. Minningarorð Bush yngri um föður sinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Í spilaranum hér að neðan má svo nálgast kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03 Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26 Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03
Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26
Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38