Andstæðingur bólusetninga hreinsar út vísindaráð Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 16:24 Giulia Grillo, heilbrigðisráðherra Ítalíu, hefur rekið alla sérfræðinga í ráðgjafanefnd um vísindi- og tækni. Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Ítalíu úr röðum Fimm stjörnu hreyfingarinnar sem hefur lýst efasemdum um bólusetningar hefur rekið alla stjórn ráðgjafanefndar ríkisstjórnarinnar í vísinda- og tæknimálum. Ráðherrann segist ætla að skipta stjórnarmönnum út fyrir „annað frægt fólk sem verðskuldar það“.The Guardian segir að ítalskir vísindamenn séu slegnir yfir ákvörðun Giuliu Grillo, heilbrigðisráðherra, sem hún tilkynnti um á mánudagskvöld. Fimm stjörnu hreyfingin, popúlíski stjórnarflokkurinn, sem Grillo tilheyrir hefur andmælt bólusetningum og talað fyrir kukli í krabbameinsmeðferðum og umdeildri stofnfrumumeðferð. Þrjátíu ráðgjöfum í heilbrigðismálum sem sátu í nefndinni verður öllum skipt út. Vísindamenn eru sagðir óttast hverjir verði skipaðir í þeirra stað í ljósi afstöðu Grillo og félaga til vísinda. „Við höfum áhyggjur af því af hverju þau ákváðu að fjarlægja fólk sem var valið vegna reynslu þess og hæfni á hæstu stigum. Við höfum einnig áhyggjur af því hverjir sitja í næsta ráði og sérstaklega hvort að tilnefningarnar verði af pólitískum rótum,“ segir Roberta Siliquini, fráfarandi forseti ráðgjafaráðsins.Hitti aldrei ráðherrann sem bað ráðið aldrei um neitt Grillo hefur tekið af öll tvímæli um að stjórnendur ráðsins verði skipaðir aftur þar sem að traust og samhljómur þurfi að ríkja á milli þeirra og ráðherrans. Nýtt ráð verði skipað í janúar. Siliquini segist hins vegar aldrei hafa hitt Grillo á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að ráðherrann tók við embætti. Hún hafi ekki fengið neinar skýringar á uppsögninni. „Við erum stofnun sem hjálpar þeim að taka ákvarðanir um stefnu út frá vísindalegum og tæknilegum sjónarhóli. En hún hefur aldrei beðið okkur um neitt á þessum sex mánuðum sem er líklega sterk vísbending,“ segir Siliquini við The Guardian. Fimm stjörnu hreyfingin lofaði að snúa við áformum fyrri ríkisstjórnar um að gera tíu bólusetningar að skyldu í landinu. Grillo skapaði svo uppnám í skólum þegar hún lýsti því yfir að foreldrar gætu staðfest sjálfir að börn þeirra hefðu verið bólusett frekar en að þurfa að skila læknisvottorði. Eftir að mislingafaraldur kom upp í miðjum nóvember sagði ríkisstjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og öfgahægriflokksins Bandalagsins að hún myndi gera bólusetningar að skyldu og kallaði 800.000 ungbörn, börn og ungmenni til bólusetninga. Evrópa Ítalía Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Ítalíu úr röðum Fimm stjörnu hreyfingarinnar sem hefur lýst efasemdum um bólusetningar hefur rekið alla stjórn ráðgjafanefndar ríkisstjórnarinnar í vísinda- og tæknimálum. Ráðherrann segist ætla að skipta stjórnarmönnum út fyrir „annað frægt fólk sem verðskuldar það“.The Guardian segir að ítalskir vísindamenn séu slegnir yfir ákvörðun Giuliu Grillo, heilbrigðisráðherra, sem hún tilkynnti um á mánudagskvöld. Fimm stjörnu hreyfingin, popúlíski stjórnarflokkurinn, sem Grillo tilheyrir hefur andmælt bólusetningum og talað fyrir kukli í krabbameinsmeðferðum og umdeildri stofnfrumumeðferð. Þrjátíu ráðgjöfum í heilbrigðismálum sem sátu í nefndinni verður öllum skipt út. Vísindamenn eru sagðir óttast hverjir verði skipaðir í þeirra stað í ljósi afstöðu Grillo og félaga til vísinda. „Við höfum áhyggjur af því af hverju þau ákváðu að fjarlægja fólk sem var valið vegna reynslu þess og hæfni á hæstu stigum. Við höfum einnig áhyggjur af því hverjir sitja í næsta ráði og sérstaklega hvort að tilnefningarnar verði af pólitískum rótum,“ segir Roberta Siliquini, fráfarandi forseti ráðgjafaráðsins.Hitti aldrei ráðherrann sem bað ráðið aldrei um neitt Grillo hefur tekið af öll tvímæli um að stjórnendur ráðsins verði skipaðir aftur þar sem að traust og samhljómur þurfi að ríkja á milli þeirra og ráðherrans. Nýtt ráð verði skipað í janúar. Siliquini segist hins vegar aldrei hafa hitt Grillo á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að ráðherrann tók við embætti. Hún hafi ekki fengið neinar skýringar á uppsögninni. „Við erum stofnun sem hjálpar þeim að taka ákvarðanir um stefnu út frá vísindalegum og tæknilegum sjónarhóli. En hún hefur aldrei beðið okkur um neitt á þessum sex mánuðum sem er líklega sterk vísbending,“ segir Siliquini við The Guardian. Fimm stjörnu hreyfingin lofaði að snúa við áformum fyrri ríkisstjórnar um að gera tíu bólusetningar að skyldu í landinu. Grillo skapaði svo uppnám í skólum þegar hún lýsti því yfir að foreldrar gætu staðfest sjálfir að börn þeirra hefðu verið bólusett frekar en að þurfa að skila læknisvottorði. Eftir að mislingafaraldur kom upp í miðjum nóvember sagði ríkisstjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og öfgahægriflokksins Bandalagsins að hún myndi gera bólusetningar að skyldu og kallaði 800.000 ungbörn, börn og ungmenni til bólusetninga.
Evrópa Ítalía Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira