Fulltrúi fólksins Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. desember 2018 07:00 Almenningur á sinn fulltrúa á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sá er David Attenborough, maður sem almenningur þekkir að góðu einu. Er hann að því leyti frábrugðinn mörgum stjórnmálamönnum sem eru of gefnir fyrir hentistefnu og svo uppteknir við að ota eigin tota að þeir hafa lítinn tíma aflögu til að gæta að hag lands síns og þjóðar. Attenborough hefur gert margt fyrir þennan heim. Í áratugi hefur hann ferðast til ótal landa og kynnt sér dýralíf. Hann kemur auga á dýrðina í smáum skorkvikindum jafnt sem voldugum ljónum og krókódílum. Upplifun sinni hefur hann miðlað á smitandi hátt til umheimsins í stórkostlegum dýra- og náttúrulífsþáttum. Það kann vissulega að hafa hvarflað að einhverjum sjónvarpsáhorfendum að náttúrufræðingurinn knái hafi jafnvel meira álit á dýraríkinu en mannkyninu, en jafnvel þótt svo væri er vart hægt að álasa honum. Mannkynið hefur ótalmargt á samviskunni, ekki síst það að ganga rösklega fram við að eyða lífi á jörðinni. Forsvarsmenn loftslagsráðstefnunnar í Póllandi fengu Attenborough það hlutverk að safna sögum fólks og koma skilaboðum þess á framfæri á loftslagsráðstefnunni. Það gerði hann af þvílíkum krafti að ræða hans rataði í fjölmiðla víða um heim. Í ræðunni sagði hann algjört hrun siðmenningar blasa við og að hætta væri á gereyðingu stórs hluta náttúrunnar. Hann kom á framfæri þeim skilaboðum sem fólk víðsvegar að bað hann að koma til ráðamanna heims, sem eru þau að bregðast strax við. Samkvæmt Attenborough, og við skulum trúa honum, er almenningur um allan heim reiðubúinn að færa fórnir í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fólk er að missa heimili sín, náttúra eyðist, dýrategundir hverfa og fólk deyr – allt vegna loftslagsbreytinga. Almenningur hefur áttað sig, en það nægir ekki ef ráðamenn heims aðhafast ekkert. Hálfkák er ekki í boði. Það þarf að bregðast við strax. Og þetta „strax“ er ekki teygjanlegt og órætt hugtak, heldur merkir það „samstundis“. Harmleikur heimsbyggðarinnar í þessari baráttu er að ráðamenn heims eru of margir ábyrgðarlausir og duttlungafullir og sjá enga ástæðu til að taka mark á færustu vísindamönnum. Forseti Bandaríkjanna fer þar fremstur í flokki og á sér liðsmenn í öðrum miður geðslegum ráðamönnum, eins og nýkjörnum forseta Brasilíu. Heiminum stafar hætta af afneitun þessara manna. Það er ekki nóg að almenningur taki mark á aðvörunum vísindamanna, það gerist sárafátt ef ráðamenn, sem hafa raunveruleg áhrif, eru ekki með í för. Þeir hafa skyldum að gegna og verða að sjá sóma sinn í að sinna þeim. Þegar við blasir hrun siðmenningar geta ráðamenn heims ekki látið eins og ekkert sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Loftslagsmál Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningur á sinn fulltrúa á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sá er David Attenborough, maður sem almenningur þekkir að góðu einu. Er hann að því leyti frábrugðinn mörgum stjórnmálamönnum sem eru of gefnir fyrir hentistefnu og svo uppteknir við að ota eigin tota að þeir hafa lítinn tíma aflögu til að gæta að hag lands síns og þjóðar. Attenborough hefur gert margt fyrir þennan heim. Í áratugi hefur hann ferðast til ótal landa og kynnt sér dýralíf. Hann kemur auga á dýrðina í smáum skorkvikindum jafnt sem voldugum ljónum og krókódílum. Upplifun sinni hefur hann miðlað á smitandi hátt til umheimsins í stórkostlegum dýra- og náttúrulífsþáttum. Það kann vissulega að hafa hvarflað að einhverjum sjónvarpsáhorfendum að náttúrufræðingurinn knái hafi jafnvel meira álit á dýraríkinu en mannkyninu, en jafnvel þótt svo væri er vart hægt að álasa honum. Mannkynið hefur ótalmargt á samviskunni, ekki síst það að ganga rösklega fram við að eyða lífi á jörðinni. Forsvarsmenn loftslagsráðstefnunnar í Póllandi fengu Attenborough það hlutverk að safna sögum fólks og koma skilaboðum þess á framfæri á loftslagsráðstefnunni. Það gerði hann af þvílíkum krafti að ræða hans rataði í fjölmiðla víða um heim. Í ræðunni sagði hann algjört hrun siðmenningar blasa við og að hætta væri á gereyðingu stórs hluta náttúrunnar. Hann kom á framfæri þeim skilaboðum sem fólk víðsvegar að bað hann að koma til ráðamanna heims, sem eru þau að bregðast strax við. Samkvæmt Attenborough, og við skulum trúa honum, er almenningur um allan heim reiðubúinn að færa fórnir í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fólk er að missa heimili sín, náttúra eyðist, dýrategundir hverfa og fólk deyr – allt vegna loftslagsbreytinga. Almenningur hefur áttað sig, en það nægir ekki ef ráðamenn heims aðhafast ekkert. Hálfkák er ekki í boði. Það þarf að bregðast við strax. Og þetta „strax“ er ekki teygjanlegt og órætt hugtak, heldur merkir það „samstundis“. Harmleikur heimsbyggðarinnar í þessari baráttu er að ráðamenn heims eru of margir ábyrgðarlausir og duttlungafullir og sjá enga ástæðu til að taka mark á færustu vísindamönnum. Forseti Bandaríkjanna fer þar fremstur í flokki og á sér liðsmenn í öðrum miður geðslegum ráðamönnum, eins og nýkjörnum forseta Brasilíu. Heiminum stafar hætta af afneitun þessara manna. Það er ekki nóg að almenningur taki mark á aðvörunum vísindamanna, það gerist sárafátt ef ráðamenn, sem hafa raunveruleg áhrif, eru ekki með í för. Þeir hafa skyldum að gegna og verða að sjá sóma sinn í að sinna þeim. Þegar við blasir hrun siðmenningar geta ráðamenn heims ekki látið eins og ekkert sé.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun