Fulltrúi fólksins Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. desember 2018 07:00 Almenningur á sinn fulltrúa á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sá er David Attenborough, maður sem almenningur þekkir að góðu einu. Er hann að því leyti frábrugðinn mörgum stjórnmálamönnum sem eru of gefnir fyrir hentistefnu og svo uppteknir við að ota eigin tota að þeir hafa lítinn tíma aflögu til að gæta að hag lands síns og þjóðar. Attenborough hefur gert margt fyrir þennan heim. Í áratugi hefur hann ferðast til ótal landa og kynnt sér dýralíf. Hann kemur auga á dýrðina í smáum skorkvikindum jafnt sem voldugum ljónum og krókódílum. Upplifun sinni hefur hann miðlað á smitandi hátt til umheimsins í stórkostlegum dýra- og náttúrulífsþáttum. Það kann vissulega að hafa hvarflað að einhverjum sjónvarpsáhorfendum að náttúrufræðingurinn knái hafi jafnvel meira álit á dýraríkinu en mannkyninu, en jafnvel þótt svo væri er vart hægt að álasa honum. Mannkynið hefur ótalmargt á samviskunni, ekki síst það að ganga rösklega fram við að eyða lífi á jörðinni. Forsvarsmenn loftslagsráðstefnunnar í Póllandi fengu Attenborough það hlutverk að safna sögum fólks og koma skilaboðum þess á framfæri á loftslagsráðstefnunni. Það gerði hann af þvílíkum krafti að ræða hans rataði í fjölmiðla víða um heim. Í ræðunni sagði hann algjört hrun siðmenningar blasa við og að hætta væri á gereyðingu stórs hluta náttúrunnar. Hann kom á framfæri þeim skilaboðum sem fólk víðsvegar að bað hann að koma til ráðamanna heims, sem eru þau að bregðast strax við. Samkvæmt Attenborough, og við skulum trúa honum, er almenningur um allan heim reiðubúinn að færa fórnir í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fólk er að missa heimili sín, náttúra eyðist, dýrategundir hverfa og fólk deyr – allt vegna loftslagsbreytinga. Almenningur hefur áttað sig, en það nægir ekki ef ráðamenn heims aðhafast ekkert. Hálfkák er ekki í boði. Það þarf að bregðast við strax. Og þetta „strax“ er ekki teygjanlegt og órætt hugtak, heldur merkir það „samstundis“. Harmleikur heimsbyggðarinnar í þessari baráttu er að ráðamenn heims eru of margir ábyrgðarlausir og duttlungafullir og sjá enga ástæðu til að taka mark á færustu vísindamönnum. Forseti Bandaríkjanna fer þar fremstur í flokki og á sér liðsmenn í öðrum miður geðslegum ráðamönnum, eins og nýkjörnum forseta Brasilíu. Heiminum stafar hætta af afneitun þessara manna. Það er ekki nóg að almenningur taki mark á aðvörunum vísindamanna, það gerist sárafátt ef ráðamenn, sem hafa raunveruleg áhrif, eru ekki með í för. Þeir hafa skyldum að gegna og verða að sjá sóma sinn í að sinna þeim. Þegar við blasir hrun siðmenningar geta ráðamenn heims ekki látið eins og ekkert sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Loftslagsmál Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Almenningur á sinn fulltrúa á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sá er David Attenborough, maður sem almenningur þekkir að góðu einu. Er hann að því leyti frábrugðinn mörgum stjórnmálamönnum sem eru of gefnir fyrir hentistefnu og svo uppteknir við að ota eigin tota að þeir hafa lítinn tíma aflögu til að gæta að hag lands síns og þjóðar. Attenborough hefur gert margt fyrir þennan heim. Í áratugi hefur hann ferðast til ótal landa og kynnt sér dýralíf. Hann kemur auga á dýrðina í smáum skorkvikindum jafnt sem voldugum ljónum og krókódílum. Upplifun sinni hefur hann miðlað á smitandi hátt til umheimsins í stórkostlegum dýra- og náttúrulífsþáttum. Það kann vissulega að hafa hvarflað að einhverjum sjónvarpsáhorfendum að náttúrufræðingurinn knái hafi jafnvel meira álit á dýraríkinu en mannkyninu, en jafnvel þótt svo væri er vart hægt að álasa honum. Mannkynið hefur ótalmargt á samviskunni, ekki síst það að ganga rösklega fram við að eyða lífi á jörðinni. Forsvarsmenn loftslagsráðstefnunnar í Póllandi fengu Attenborough það hlutverk að safna sögum fólks og koma skilaboðum þess á framfæri á loftslagsráðstefnunni. Það gerði hann af þvílíkum krafti að ræða hans rataði í fjölmiðla víða um heim. Í ræðunni sagði hann algjört hrun siðmenningar blasa við og að hætta væri á gereyðingu stórs hluta náttúrunnar. Hann kom á framfæri þeim skilaboðum sem fólk víðsvegar að bað hann að koma til ráðamanna heims, sem eru þau að bregðast strax við. Samkvæmt Attenborough, og við skulum trúa honum, er almenningur um allan heim reiðubúinn að færa fórnir í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fólk er að missa heimili sín, náttúra eyðist, dýrategundir hverfa og fólk deyr – allt vegna loftslagsbreytinga. Almenningur hefur áttað sig, en það nægir ekki ef ráðamenn heims aðhafast ekkert. Hálfkák er ekki í boði. Það þarf að bregðast við strax. Og þetta „strax“ er ekki teygjanlegt og órætt hugtak, heldur merkir það „samstundis“. Harmleikur heimsbyggðarinnar í þessari baráttu er að ráðamenn heims eru of margir ábyrgðarlausir og duttlungafullir og sjá enga ástæðu til að taka mark á færustu vísindamönnum. Forseti Bandaríkjanna fer þar fremstur í flokki og á sér liðsmenn í öðrum miður geðslegum ráðamönnum, eins og nýkjörnum forseta Brasilíu. Heiminum stafar hætta af afneitun þessara manna. Það er ekki nóg að almenningur taki mark á aðvörunum vísindamanna, það gerist sárafátt ef ráðamenn, sem hafa raunveruleg áhrif, eru ekki með í för. Þeir hafa skyldum að gegna og verða að sjá sóma sinn í að sinna þeim. Þegar við blasir hrun siðmenningar geta ráðamenn heims ekki látið eins og ekkert sé.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun