Eru mjög áhugasöm um að bæta Íslandi við mótaröðina Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. desember 2018 19:30 Valdís Þór Jónsdóttir mynd/LET Ekkert varð úr fundi Golfsambands Íslands með mótanefnd Evrópumótaraðarinnar í kvennaflokki sem átti að fara fram í haust en það stendur enn til að nefndin komi til Íslands. Fresta þurfti fundinum en báðir aðilar hafa enn áhuga á að hér fari fram mót á Evrópumótaröðinni, næststerkustu mótaröð heims, á næstu árum. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hefur keppt á Evrópumótaröðinni undanfarin tvö ár með góðum árangri og er með fullan þátttökurétt á næsta ári. Hún er þriðji íslenski kylfingurinn sem hefur öðlast þátttökurétt á þessari mótaröð á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, og Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr Keili. Þá mun Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, reyna að komast inn á mótaröðina á lokaúrtökumótinu í Marokkó í næstu viku. Guðrún Brá keppti á þessu ári á Áskorendamótaröð Evrópu, næststerkustu mótaröð Evrópu. Viðræður um að mót yrði haldið hér á landi hófust á síðasta ári. Ljóst er að huga þarf að ýmsu áður en slíkt mót yrði haldið hér á landi en Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, ræddi við forráðamann mótanefndar Evrópumótaraðarinnar á ársþingi evrópska golfsambandsins á dögunum. „Við hittumst, ég og framkvæmdastjóri mótanefndar Evrópumótaraðarinnar, á Möltu á ársþingi evrópska golfsambandsins. Þetta var ekki formlegur fundur en við settumst niður og ræddum þessi mál. Ég bauð þau velkomin hingað til lands til að taka þetta á formlegra stig viðræðna. Þau ætluðu að koma undir lok sumars eða í haust en komust því miður ekki.“ Haukur segist finna fyrir miklum áhuga frá mótaröðinni enda fóru átta mót af fimmtán á nýafstöðnu tímabili fram utan Evrópu. „Þau eru alltaf að leita að nýjum löndum til að halda mót í og kylfingarnir okkar eins og Valdís Þóra hafa vakið mikla athygli. Vandamál þeirra er að mótaröðin fer að stórum hluta fram utan Evrópu sem reynist kylfingum erfitt. Það er dýrt fyrir evrópsku kylfingana. Þeir eru því að leita að fleiri löndum til að halda mótin í og það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að við höldum mót,“ sagði Haukur og bætti við: „Ef við erum tilbúin að halda slíkt mót þá verður mót hérna. Ég tel það nokkuð víst að málið myndi ekki stranda á þeim.“ Stærsta hindrunin verður að finna fjárfesta sem eru tilbúnir að leggja til peninga en Haukur segir að slíkar umræður fari ekki af stað fyrr en búið verður að taka ákvörðun. „Þetta er verkefni sem þyrfti helst tveggja, þriggja ára fyrirvara. Það er enginn búinn að hafa samband og lýsa yfir áhuga enda erum við ekkert beint að leita þessa dagana. Þetta er ekki komið á það stig en stærsti þröskuldurinn verður að finna samstarfsaðila,“ sagði Haukur. „Það kostar talsverða peninga að halda slíkt mót og það eru ekki mörg íslensk fyrirtæki sem eru af þeirri stærðargráðu að ráða við þetta. Auglýsingagildið er að stórum hluta á alþjóðlegum markaði sem útilokar mörg fyrirtæki en þetta gæti auðveldlega tengst almennri landkynningu fyrir Ísland.“ Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Ekkert varð úr fundi Golfsambands Íslands með mótanefnd Evrópumótaraðarinnar í kvennaflokki sem átti að fara fram í haust en það stendur enn til að nefndin komi til Íslands. Fresta þurfti fundinum en báðir aðilar hafa enn áhuga á að hér fari fram mót á Evrópumótaröðinni, næststerkustu mótaröð heims, á næstu árum. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hefur keppt á Evrópumótaröðinni undanfarin tvö ár með góðum árangri og er með fullan þátttökurétt á næsta ári. Hún er þriðji íslenski kylfingurinn sem hefur öðlast þátttökurétt á þessari mótaröð á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, og Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr Keili. Þá mun Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, reyna að komast inn á mótaröðina á lokaúrtökumótinu í Marokkó í næstu viku. Guðrún Brá keppti á þessu ári á Áskorendamótaröð Evrópu, næststerkustu mótaröð Evrópu. Viðræður um að mót yrði haldið hér á landi hófust á síðasta ári. Ljóst er að huga þarf að ýmsu áður en slíkt mót yrði haldið hér á landi en Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, ræddi við forráðamann mótanefndar Evrópumótaraðarinnar á ársþingi evrópska golfsambandsins á dögunum. „Við hittumst, ég og framkvæmdastjóri mótanefndar Evrópumótaraðarinnar, á Möltu á ársþingi evrópska golfsambandsins. Þetta var ekki formlegur fundur en við settumst niður og ræddum þessi mál. Ég bauð þau velkomin hingað til lands til að taka þetta á formlegra stig viðræðna. Þau ætluðu að koma undir lok sumars eða í haust en komust því miður ekki.“ Haukur segist finna fyrir miklum áhuga frá mótaröðinni enda fóru átta mót af fimmtán á nýafstöðnu tímabili fram utan Evrópu. „Þau eru alltaf að leita að nýjum löndum til að halda mót í og kylfingarnir okkar eins og Valdís Þóra hafa vakið mikla athygli. Vandamál þeirra er að mótaröðin fer að stórum hluta fram utan Evrópu sem reynist kylfingum erfitt. Það er dýrt fyrir evrópsku kylfingana. Þeir eru því að leita að fleiri löndum til að halda mótin í og það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að við höldum mót,“ sagði Haukur og bætti við: „Ef við erum tilbúin að halda slíkt mót þá verður mót hérna. Ég tel það nokkuð víst að málið myndi ekki stranda á þeim.“ Stærsta hindrunin verður að finna fjárfesta sem eru tilbúnir að leggja til peninga en Haukur segir að slíkar umræður fari ekki af stað fyrr en búið verður að taka ákvörðun. „Þetta er verkefni sem þyrfti helst tveggja, þriggja ára fyrirvara. Það er enginn búinn að hafa samband og lýsa yfir áhuga enda erum við ekkert beint að leita þessa dagana. Þetta er ekki komið á það stig en stærsti þröskuldurinn verður að finna samstarfsaðila,“ sagði Haukur. „Það kostar talsverða peninga að halda slíkt mót og það eru ekki mörg íslensk fyrirtæki sem eru af þeirri stærðargráðu að ráða við þetta. Auglýsingagildið er að stórum hluta á alþjóðlegum markaði sem útilokar mörg fyrirtæki en þetta gæti auðveldlega tengst almennri landkynningu fyrir Ísland.“
Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira