Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2018 14:00 Ásmundur Friðriksson, Árni Johnsen, Höskuldur Þórhallsson, Ásmundur Einar Daðason, Oddný G. Harðardóttir og Vilhjálmur Árnason. Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 krónur greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. Hæstu greiðslurnar runnu til Árna Johnsen, þáverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en hann fékk samtals 24.396.640 krónur í aksturskostnað frá árinu 2007 til og með árinu 2013. Vísir hefur farið í gegnum gögn á vef Alþingis sem birt voru í gær um launakostnað og aðrar greiðslur til þingmanna frá árinu 2007 og flett upp fjöldanum öllum af þingmönnum. Ekki hefur fundist hærri greiðsla vegna aksturskostnaðar á eigin bíl en sú sem Árni Johnsen fékk.Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið samtals 23.447.944 krónur í aksturskostnað á eigin bíl frá árinu 2013 til og með 2018 eða á sex árum. Mikið var fjallað um greiðslur til Ásmundar í upphafi árs eftir að fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, leiddi í ljós að Ásmundur hefði fengið hæstu greiðsluna á síðasta ári vegna ferða á eigin bíl. Afsala sér tveimur þriðju af húsnæðis- og dvalarkostnaði með heimanakstri Allir níu þingmennirinr eiga það sameiginlegt að hafa setið, eða sitja enn, á þingi fyrir landsbyggðarkjördæmi. Þeir hafa allir fengið samtals yfir fimmtán milljónir króna í aksturskostnað á eigin bíl. Þess ber að geta að þingmenn utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis sem búa nærri Reykjavík og kjósa að aka daglega á milli Alþingis og heimilis á þingtíma eiga rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað. Á móti afsala þeir sér tveimur þriðju af húsnæðis- og dvalarkostnaði sem landsbyggðarþingmenn eiga annars rétt á, sem og álagi fyrir þann kostnaðarlið. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi getur akstur á milli heimilis og þings útskýrt stóran hluta af aksturskostnaði þingmanns á eigin bíl, en Ásmundur Friðriksson ekur til að mynda á milli heimilis og þings. Einnig ber að hafa í huga að þingmennirnir hafa setið mislengi á þingi. Þá er ekki hægt að útiloka að einhverjir þingmenn hafi einnig fengið greiðslu sem nemur meira en fimmtán milljónum króna, en Vísir hefur ekki flett upp öllum þeim þingmönnum sem finna má í gögnunum. 21 milljón á tíu ára tímabili Höskuldur Þórhallsson, sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, fékk alls 21.212.769 krónur vegna ferða á eigin bíl á tíu ára tímabili, frá 2007 til og með 2016.Ásmundur Einar Daðason, sem setið hefur á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, Vinstri græn og verið utan flokka, en er nú félags-og jafnréttismálaráðherra fyrir Framsókn, fékk 20.450.611 krónur í aksturskostnað á eigin bíl. Tímabilið sem um ræðir er frá 2009 til og með 2015. Á árinu 2016 fékk þingmaðurinn greiddan alls 2.761.443 krónur vegna ferða á bílaleigubíl. Engar greiðslur eru skráðar á árinu 2017 en Ásmundur sat ekki á þingi það ár fyrr en hann kom inn á ný eftir kosningarnar í október og tók sæti í ríkisstjórn í lok árs. Á yfirstandandi ári hefur ráðherrann fengið 308.119 krónur vegna aksturs á bílaleigubíl, samkvæmt gögnunum á vef þingsins. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur fengið samtals 19.100.839 krónur í aksturskostnað á eigin bíl á ellefu ára tímabili, frá 2009 til og með 2018. Hún ekur á milli þings og heimilis samkvæmt gögnum þingsins og það sama gerir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur fengið alls 17.618.861 í greiðslu frá 2013 til og með 2018. Suður-, Norðvestur- og Norðausturkjördæmi Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, hefur fengið alls 16.185.834 krónur vegna ferða á eigin bíl frá 2009 til og með 2018. Sigurður Ingi var þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 2009 til 2013 og á árinu 2017. Hann tók við embætti ráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks árið 2013 og engin kostnaður vegna ferða bíl, hvorki eigin bíl né bílaleigubíl, er skráður hjá honum fyrir árin 2014 til og með 2016. Þá er heldur enginn kostnaður skráður hjá Sigurði í ár en hann tók sæti í ríkisstjórn í lok síðasta árs.Jón Bjarnason, sem sat á þingi fyrir Vinstri græn og gegndi ráðherraembætti fyrir flokkinn, fékk alls 15.588.470 krónur í aksturskostnað á eigin bíl frá 2007 til og með 2013. Hann var ráðherra frá árinu 2009 til 2011 og eru engar greiðslur fyrir aksturskostnaði skráðar á Jón á árunum 2010 og 2011.Unnur Brá Konráðsdóttir, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk alls 15.281.138 krónur í aksturskostnað á eigin bíl frá árinu 2009 til og með 2016, samkvæmt gögnum þingsins. Árni, Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur, Sigurður Ingi, Oddný og Unnur Brá hafa verið þingmenn Suðurkjördæmis. Ásmundur Einar og Jón Bjarnason hafa setið á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi og Höskuldur sat á þingi fyrir Norðausturkjördæmi. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Alþingi birtir laun þingmanna frá árinu 2007 Birtingin er í samræmi við ákvörðun forsætisnefndar frá því í apríl síðastliðnum. 4. desember 2018 18:37 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 krónur greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. Hæstu greiðslurnar runnu til Árna Johnsen, þáverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en hann fékk samtals 24.396.640 krónur í aksturskostnað frá árinu 2007 til og með árinu 2013. Vísir hefur farið í gegnum gögn á vef Alþingis sem birt voru í gær um launakostnað og aðrar greiðslur til þingmanna frá árinu 2007 og flett upp fjöldanum öllum af þingmönnum. Ekki hefur fundist hærri greiðsla vegna aksturskostnaðar á eigin bíl en sú sem Árni Johnsen fékk.Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið samtals 23.447.944 krónur í aksturskostnað á eigin bíl frá árinu 2013 til og með 2018 eða á sex árum. Mikið var fjallað um greiðslur til Ásmundar í upphafi árs eftir að fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, leiddi í ljós að Ásmundur hefði fengið hæstu greiðsluna á síðasta ári vegna ferða á eigin bíl. Afsala sér tveimur þriðju af húsnæðis- og dvalarkostnaði með heimanakstri Allir níu þingmennirinr eiga það sameiginlegt að hafa setið, eða sitja enn, á þingi fyrir landsbyggðarkjördæmi. Þeir hafa allir fengið samtals yfir fimmtán milljónir króna í aksturskostnað á eigin bíl. Þess ber að geta að þingmenn utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis sem búa nærri Reykjavík og kjósa að aka daglega á milli Alþingis og heimilis á þingtíma eiga rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað. Á móti afsala þeir sér tveimur þriðju af húsnæðis- og dvalarkostnaði sem landsbyggðarþingmenn eiga annars rétt á, sem og álagi fyrir þann kostnaðarlið. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi getur akstur á milli heimilis og þings útskýrt stóran hluta af aksturskostnaði þingmanns á eigin bíl, en Ásmundur Friðriksson ekur til að mynda á milli heimilis og þings. Einnig ber að hafa í huga að þingmennirnir hafa setið mislengi á þingi. Þá er ekki hægt að útiloka að einhverjir þingmenn hafi einnig fengið greiðslu sem nemur meira en fimmtán milljónum króna, en Vísir hefur ekki flett upp öllum þeim þingmönnum sem finna má í gögnunum. 21 milljón á tíu ára tímabili Höskuldur Þórhallsson, sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, fékk alls 21.212.769 krónur vegna ferða á eigin bíl á tíu ára tímabili, frá 2007 til og með 2016.Ásmundur Einar Daðason, sem setið hefur á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, Vinstri græn og verið utan flokka, en er nú félags-og jafnréttismálaráðherra fyrir Framsókn, fékk 20.450.611 krónur í aksturskostnað á eigin bíl. Tímabilið sem um ræðir er frá 2009 til og með 2015. Á árinu 2016 fékk þingmaðurinn greiddan alls 2.761.443 krónur vegna ferða á bílaleigubíl. Engar greiðslur eru skráðar á árinu 2017 en Ásmundur sat ekki á þingi það ár fyrr en hann kom inn á ný eftir kosningarnar í október og tók sæti í ríkisstjórn í lok árs. Á yfirstandandi ári hefur ráðherrann fengið 308.119 krónur vegna aksturs á bílaleigubíl, samkvæmt gögnunum á vef þingsins. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur fengið samtals 19.100.839 krónur í aksturskostnað á eigin bíl á ellefu ára tímabili, frá 2009 til og með 2018. Hún ekur á milli þings og heimilis samkvæmt gögnum þingsins og það sama gerir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur fengið alls 17.618.861 í greiðslu frá 2013 til og með 2018. Suður-, Norðvestur- og Norðausturkjördæmi Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, hefur fengið alls 16.185.834 krónur vegna ferða á eigin bíl frá 2009 til og með 2018. Sigurður Ingi var þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 2009 til 2013 og á árinu 2017. Hann tók við embætti ráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks árið 2013 og engin kostnaður vegna ferða bíl, hvorki eigin bíl né bílaleigubíl, er skráður hjá honum fyrir árin 2014 til og með 2016. Þá er heldur enginn kostnaður skráður hjá Sigurði í ár en hann tók sæti í ríkisstjórn í lok síðasta árs.Jón Bjarnason, sem sat á þingi fyrir Vinstri græn og gegndi ráðherraembætti fyrir flokkinn, fékk alls 15.588.470 krónur í aksturskostnað á eigin bíl frá 2007 til og með 2013. Hann var ráðherra frá árinu 2009 til 2011 og eru engar greiðslur fyrir aksturskostnaði skráðar á Jón á árunum 2010 og 2011.Unnur Brá Konráðsdóttir, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk alls 15.281.138 krónur í aksturskostnað á eigin bíl frá árinu 2009 til og með 2016, samkvæmt gögnum þingsins. Árni, Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur, Sigurður Ingi, Oddný og Unnur Brá hafa verið þingmenn Suðurkjördæmis. Ásmundur Einar og Jón Bjarnason hafa setið á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi og Höskuldur sat á þingi fyrir Norðausturkjördæmi.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Alþingi birtir laun þingmanna frá árinu 2007 Birtingin er í samræmi við ákvörðun forsætisnefndar frá því í apríl síðastliðnum. 4. desember 2018 18:37 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Alþingi birtir laun þingmanna frá árinu 2007 Birtingin er í samræmi við ákvörðun forsætisnefndar frá því í apríl síðastliðnum. 4. desember 2018 18:37
Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24
Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15