Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2018 10:38 Athöfnin í Washington hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Getty/Drew Angerer Fjölmargir núverandi og fyrrverandi leiðtogar ríkja eru mættir til bandarísku höfuðborgarinnar Washington til að votta fyrrverandi forsetanum George H W Bush virðingu sína. Bush, sem gegndi embætti Bandaríkjaforseta á árunum 1989 til 1993, lést um liðna helgi, 94 ára að aldri. Útförin á sér stað í Washington National Cathedral en hana munu meðal annars Karl Bretaprins, Angela Merkel Þýskalandskanslari, Abdullah Jórdaníukonungur og Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, sækja. Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Melania munu sömuleiðis vera viðstödd útför þessa 41. forseta Bandaríkjanna, ásamt fyrri forsetum Bandaríkjanna – þeim Jimmy Carter, Bill Clinton, Barack Obama og George W. Bush, sem einnig er sonur Bush eldri. Samband Trump og Bush-fjölskyldunnar hefur ekki verið sem best eftir að Trump fór ófögrum orðum um Jeb Bush í kosningabaráttunni 2016. Trump mætti ekki í útför Barböru Bush, eiginkonu forsetans fyrrverandi, í apríl á þessu ári. Donald Trump hefur lýst yfir þjóðarsorg í dag vegna andláts forsetans, en George H W Bush verður jarðsettur í Texas á morgun, við hlið eiginkonunnar Barböru. Athöfnin í Washington hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Andlát Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03 Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Fjölmargir núverandi og fyrrverandi leiðtogar ríkja eru mættir til bandarísku höfuðborgarinnar Washington til að votta fyrrverandi forsetanum George H W Bush virðingu sína. Bush, sem gegndi embætti Bandaríkjaforseta á árunum 1989 til 1993, lést um liðna helgi, 94 ára að aldri. Útförin á sér stað í Washington National Cathedral en hana munu meðal annars Karl Bretaprins, Angela Merkel Þýskalandskanslari, Abdullah Jórdaníukonungur og Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, sækja. Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Melania munu sömuleiðis vera viðstödd útför þessa 41. forseta Bandaríkjanna, ásamt fyrri forsetum Bandaríkjanna – þeim Jimmy Carter, Bill Clinton, Barack Obama og George W. Bush, sem einnig er sonur Bush eldri. Samband Trump og Bush-fjölskyldunnar hefur ekki verið sem best eftir að Trump fór ófögrum orðum um Jeb Bush í kosningabaráttunni 2016. Trump mætti ekki í útför Barböru Bush, eiginkonu forsetans fyrrverandi, í apríl á þessu ári. Donald Trump hefur lýst yfir þjóðarsorg í dag vegna andláts forsetans, en George H W Bush verður jarðsettur í Texas á morgun, við hlið eiginkonunnar Barböru. Athöfnin í Washington hefst klukkan 14 að íslenskum tíma.
Andlát Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03 Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03
Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26