Bætum kjörin í Hafnarfirði Óskar Steinn Ómarsson skrifar 4. desember 2018 21:15 Laugardaginn 1. desember síðastliðinn birti Vísir.is grein eftir Einar Freyr Bergsson, ungan Sjálfstæðismann í Hafnarfirði. Í greininni fjallar Einar um ræðu sem Stefán Már Gunnlaugsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, flutti í umræðum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjárhagsáætlun. Í ræðunni lagði Stefán Már til að sveitarfélagið sæki meiri tekjur með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig. Þetta kallar Einar „skattablæti Samfylkingarinnar“.Hverfandi ávinningur fyrir þau lægst launuðu Einar hefur áhyggjur af því að með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig sé verið að kreista peninga út úr fólki sem illa er statt fjárhagslega, eins og hann orðar það. Mér er bæði ljúft og skylt að skýra út fyrir Einari hvers vegna þessar áhyggjur eru óþarfar.Um áramótin 2017 var útsvarið í Hafnarfirði lækkað úr 14,52% í 14,48%. Ávinningur þessarar breytingar fyrir tekjulægsta fólkið í bænum nam um 1.440 krónum - upphæð sem nemur einni megavikupizzu - á ári. Þeir Hafnfirðingar sem hafa tvær milljónir í mánaðarlaun fengu hins vegar um 9.600 krónur aukalega í vasann á ári. Útsvarslækkunin hagnaðist því fyrst og fremst tekjuhærra fólki í Hafnarfirði á meðan hún hafði hverfandi áhrif á veski þeirra tekjulægstu.60 milljónir í betri þjónustu Útsvarslækkunin hefur hins vegar talsverð áhrif á bæjarsjóð. Með því að innheimta 14,48% útsvar í stað 14,52% má gera má ráð fyrir að bærinn verði af tekjum upp á 60 milljónir króna. Með þessum aukatekjum væri hægt að gera ýmislegt fyrir þá sem lægst hafa launin í Hafnarfirði. Bærinn gæti til dæmis hækkað afslætti til öryrkja, bætt öldrunarþjónustu, fjölgað leikskólaplássum eða lækkað gjöld í skóla- og frístundastarfi barna.Fyrir 60 milljónir væri einnig hægt að kaupa tvær félagslegar íbúðir á hverju ári. Það kæmi sér vel fyrir þá Hafnfirðinga sem berjast í bökkum á húsnæðismarkaði, en Hafnarfjörður er ekki að standa sig í uppbyggingu félagslegra íbúða í samanburði við önnur sveitarfélög. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru þær 13 en í Hafnarfirði eru aðeins átta félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa. Hér þarf átak í uppbyggingu félagslegra íbúða.Einkavæðing bitnar á fátækum Undir lok greinarinnar leggur Einar til að dregið verði úr útgjöldum með því að einkavæða leik- og grunnskóla bæjarins. Slíkar hugmyndir eru stórhættulegar, en alls staðar þar sem slíkt hefur verið reynt hefur það leitt til meiri ójöfnuðar og bitnað á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Ég vona að hugmyndir Ungra sjálfstæðismanna um einkavæðingu skólakerfisins nái ekki inn á borð meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Í stað þess að færa peninga úr sjóðum bæjarins í vasa þeirra sem hæstu launin hafa vil ég að fjármunum bæjarins verði forgangsraðað í þágu þeirra sem höllustum fæti standa. Í stað þess að einkavæða grunnþjónustu vil ég að fjárfest verði í betra skólakerfi fyrir börn í Hafnarfirði. Í þessu kristallast munurinn á stefnu jafnaðarmanna og stefnu þeirra sem nú fara með völdin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Skoðun Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skattablæti Samfylkingarinnar Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. 1. desember 2018 11:39 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 1. desember síðastliðinn birti Vísir.is grein eftir Einar Freyr Bergsson, ungan Sjálfstæðismann í Hafnarfirði. Í greininni fjallar Einar um ræðu sem Stefán Már Gunnlaugsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, flutti í umræðum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjárhagsáætlun. Í ræðunni lagði Stefán Már til að sveitarfélagið sæki meiri tekjur með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig. Þetta kallar Einar „skattablæti Samfylkingarinnar“.Hverfandi ávinningur fyrir þau lægst launuðu Einar hefur áhyggjur af því að með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig sé verið að kreista peninga út úr fólki sem illa er statt fjárhagslega, eins og hann orðar það. Mér er bæði ljúft og skylt að skýra út fyrir Einari hvers vegna þessar áhyggjur eru óþarfar.Um áramótin 2017 var útsvarið í Hafnarfirði lækkað úr 14,52% í 14,48%. Ávinningur þessarar breytingar fyrir tekjulægsta fólkið í bænum nam um 1.440 krónum - upphæð sem nemur einni megavikupizzu - á ári. Þeir Hafnfirðingar sem hafa tvær milljónir í mánaðarlaun fengu hins vegar um 9.600 krónur aukalega í vasann á ári. Útsvarslækkunin hagnaðist því fyrst og fremst tekjuhærra fólki í Hafnarfirði á meðan hún hafði hverfandi áhrif á veski þeirra tekjulægstu.60 milljónir í betri þjónustu Útsvarslækkunin hefur hins vegar talsverð áhrif á bæjarsjóð. Með því að innheimta 14,48% útsvar í stað 14,52% má gera má ráð fyrir að bærinn verði af tekjum upp á 60 milljónir króna. Með þessum aukatekjum væri hægt að gera ýmislegt fyrir þá sem lægst hafa launin í Hafnarfirði. Bærinn gæti til dæmis hækkað afslætti til öryrkja, bætt öldrunarþjónustu, fjölgað leikskólaplássum eða lækkað gjöld í skóla- og frístundastarfi barna.Fyrir 60 milljónir væri einnig hægt að kaupa tvær félagslegar íbúðir á hverju ári. Það kæmi sér vel fyrir þá Hafnfirðinga sem berjast í bökkum á húsnæðismarkaði, en Hafnarfjörður er ekki að standa sig í uppbyggingu félagslegra íbúða í samanburði við önnur sveitarfélög. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru þær 13 en í Hafnarfirði eru aðeins átta félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa. Hér þarf átak í uppbyggingu félagslegra íbúða.Einkavæðing bitnar á fátækum Undir lok greinarinnar leggur Einar til að dregið verði úr útgjöldum með því að einkavæða leik- og grunnskóla bæjarins. Slíkar hugmyndir eru stórhættulegar, en alls staðar þar sem slíkt hefur verið reynt hefur það leitt til meiri ójöfnuðar og bitnað á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Ég vona að hugmyndir Ungra sjálfstæðismanna um einkavæðingu skólakerfisins nái ekki inn á borð meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Í stað þess að færa peninga úr sjóðum bæjarins í vasa þeirra sem hæstu launin hafa vil ég að fjármunum bæjarins verði forgangsraðað í þágu þeirra sem höllustum fæti standa. Í stað þess að einkavæða grunnþjónustu vil ég að fjárfest verði í betra skólakerfi fyrir börn í Hafnarfirði. Í þessu kristallast munurinn á stefnu jafnaðarmanna og stefnu þeirra sem nú fara með völdin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna.
Skattablæti Samfylkingarinnar Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. 1. desember 2018 11:39
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar