Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. desember 2018 06:15 Háskóla Íslands heiðraði sextíu og þrjá nýdoktora á laugardaginn. Háskóli Íslands Sextíu og þrír doktorar sem brautskráðust frá Háskóla Íslands á síðasta ári voru heiðraðir við hátíðlega athöfn á laugardaginn. Doktorsnemar frá öllum fimm fræðasviðum tóku þar við gullmerki Háskóla Íslands að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Þetta er í áttunda sinn sem háskólinn heiðrar nýdoktora með þessum hætti, en í hópi brautskráðra að þessu sinni voru 24 karlar og 39 konur. Af heildarfjöldanum eru 44 prósent með erlent ríkisfang. Sá hópur kemur víða að, samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands, eða frá 19 löndum Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. „Við minnumst þess nú í ár að 100 ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki, 1918. Á þeim tímamótum er einnig vert að minnast þess að árið 1918 voru liðin sjö ár frá því Íslendingar stofnuðu háskóla, 1911. Stofnun Háskóla Íslands er eitt skýrasta dæmið um þá bjartsýni og menntunarhug sem ríkti meðal þjóðarinnar í upphafi nýrrar aldar,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í ávarpi sínu. Um þessar mundir stunda um 600 manns doktorsnám við Háskóla Íslands. Alls munu 60 nemar ljúka doktorsprófi á árinu 2018 og verður heildarfjöldi doktora sem brautskráðst hafa frá Háskóla Íslands frá upphafi á sjöunda hundrað í loks árs. „Fjöldi doktorsnema við Háskóla Íslands styrkir ótvírætt stöðu hans sem alþjóðlega viðurkennds rannsóknarháskóla. Um leið gerir það skólanum kleift að sinna hlutverki sínu sem æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Öflugur rannsóknarháskóli er frumskilyrði þess að Ísland verði samkeppnisfært í vísindum, nýsköpun og atvinnuþróun, en grunnrannsóknir og góð og fjölbreytt menntun eru jafnan talin ein helsta forsenda hagvaxtar og aukinnar velsældar,“ sagði Jón Atli. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Sextíu og þrír doktorar sem brautskráðust frá Háskóla Íslands á síðasta ári voru heiðraðir við hátíðlega athöfn á laugardaginn. Doktorsnemar frá öllum fimm fræðasviðum tóku þar við gullmerki Háskóla Íslands að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Þetta er í áttunda sinn sem háskólinn heiðrar nýdoktora með þessum hætti, en í hópi brautskráðra að þessu sinni voru 24 karlar og 39 konur. Af heildarfjöldanum eru 44 prósent með erlent ríkisfang. Sá hópur kemur víða að, samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands, eða frá 19 löndum Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. „Við minnumst þess nú í ár að 100 ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki, 1918. Á þeim tímamótum er einnig vert að minnast þess að árið 1918 voru liðin sjö ár frá því Íslendingar stofnuðu háskóla, 1911. Stofnun Háskóla Íslands er eitt skýrasta dæmið um þá bjartsýni og menntunarhug sem ríkti meðal þjóðarinnar í upphafi nýrrar aldar,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í ávarpi sínu. Um þessar mundir stunda um 600 manns doktorsnám við Háskóla Íslands. Alls munu 60 nemar ljúka doktorsprófi á árinu 2018 og verður heildarfjöldi doktora sem brautskráðst hafa frá Háskóla Íslands frá upphafi á sjöunda hundrað í loks árs. „Fjöldi doktorsnema við Háskóla Íslands styrkir ótvírætt stöðu hans sem alþjóðlega viðurkennds rannsóknarháskóla. Um leið gerir það skólanum kleift að sinna hlutverki sínu sem æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Öflugur rannsóknarháskóli er frumskilyrði þess að Ísland verði samkeppnisfært í vísindum, nýsköpun og atvinnuþróun, en grunnrannsóknir og góð og fjölbreytt menntun eru jafnan talin ein helsta forsenda hagvaxtar og aukinnar velsældar,“ sagði Jón Atli.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira