Minni hætta á snjóflóðum þökk sé stöðugum veðurskilyrðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. desember 2018 17:26 Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Vestfjarða. Vísir Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Vestfjarða, segir snjóinn sem kyngt hefur niður á Vestfjörðum vera nokkuð stöðugan og því minni hætta á snjóflóðum en ella. Eins og Vísir greindi frá féll snjóflóð á Flateyrarvegi á Hvilftarströnd í gær. Tveir bílar með samtals fimm farþega lentu í flóðinu, en farþegarnir sluppu allir ómeiddir úr flóðinu. „Þessi snjór sem hefur verið að koma undanfarna daga er kannski stöðugur miðað við hvað hann hefur þó verið mikill, og það er vegna þess að hann kemur á auða jörð. Hann hefur komið allur í svona svipuðu veðri, það er búin að vera svipuð vindátt allan tímann og svipaður vindstyrkur og þá er hann svona stöðugri heldur en ef það hefði verið mikill snjór fyrir. Þá hefðum við líklega verið farin að sjá fleiri flóð úti á vegi og svoleiðis“ Harpa segir að í veðri eins og því sem gengið hefur yfir að undanförnu væri dæmigert að sjá flóð í Súðavíkurhlíð en á því hefur ekki borið enn þá. Hún segir þó að lélegt skyggni til fjalla valdi því að ekki sé hægt að segja til með fullri vissu um hvort fleiri flóð hafi fallið á svæðinu. „Menn hafa verið að reyna að rýna í fjöll í dag. Við erum líka með sjálfvirka snjódýptarmæla sem við fylgjumst vel með, auk veðurmæla sem mæla úrkomu og vind. Við teljum ekki að það sé snjóflóðahætta í byggð en við fylgjumst vel með á snjóflóðavakt veðurstofunnar.“Óvissustig í Súðavík og ÓlafsfirðiAðspurð hvort hætta vofi yfir einhverjum landshlutum segir Harpa ekki svo vera en sagði þó óvissustig ríkja á tveimur stöðum á landinu. „Það er óvissustig í Súðavíkurhlíðinni en hún er opin, sem þýðir að það er einhver snjóflóðahætta til staðar og það sama gildir um Ólafsfjarðarveg fyrir norðan, þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu.“ Þá segir Harpa ástandið vera nokkuð stöðugt annars staðar á landinu, hvergi væri snjóflóðahætta í byggð.Ekki verið hægt að kanna stöðuna sökum veðursHarpa segir að fannferginu á Vestfjörðum myndi að öllum líkindum ljúka seint í kvöld eða nótt og veðrið á svæðinu yrði heldur skaplegra á morgun. Þá hefði snjóað talsvert á Austfjörðum, en sá snjór sem hefði fallið væri að mestu leyti stöðugur. „Það kom talsvert mikill snjór í vikunni en hann kom að hluta til sem rigning á láglendi þannig það er svolítill snjór til fjalla en lítill á láglendi, og snjórinn talinn frekar stöðugur.“ Harpa segir að þegar mikill snjór falli á stuttum tíma sé alltaf hætta á flóðum, þó hættan sé ekki talin mikil í byggð. Þó verði að hafa í huga að fari fólk til fjalla stuttu eftir mikla snjókomu, til að mynda á skíði eða sleða, sé hætta á því að flóð fari af stað af mannavöldum. Kanna þurfi aðstæður áður en fólk fari af stað. „Snjórinn getur þurft smá tíma til að setjast, við höfum ekki haft tækifæri út af veðri til að kanna stöðugleikann á snjónum og gera prófanir til að kanna hvort það sé möguleiki að fólk setji af stað flóð.“ Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 „Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Fjölskylda í bílnum sem snjóflóðið hreif með sér slapp á ótrúlegan hátt út úr flóðinu. Bílinn er mikið skemmdur 30. nóvember 2018 21:52 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Vestfjarða, segir snjóinn sem kyngt hefur niður á Vestfjörðum vera nokkuð stöðugan og því minni hætta á snjóflóðum en ella. Eins og Vísir greindi frá féll snjóflóð á Flateyrarvegi á Hvilftarströnd í gær. Tveir bílar með samtals fimm farþega lentu í flóðinu, en farþegarnir sluppu allir ómeiddir úr flóðinu. „Þessi snjór sem hefur verið að koma undanfarna daga er kannski stöðugur miðað við hvað hann hefur þó verið mikill, og það er vegna þess að hann kemur á auða jörð. Hann hefur komið allur í svona svipuðu veðri, það er búin að vera svipuð vindátt allan tímann og svipaður vindstyrkur og þá er hann svona stöðugri heldur en ef það hefði verið mikill snjór fyrir. Þá hefðum við líklega verið farin að sjá fleiri flóð úti á vegi og svoleiðis“ Harpa segir að í veðri eins og því sem gengið hefur yfir að undanförnu væri dæmigert að sjá flóð í Súðavíkurhlíð en á því hefur ekki borið enn þá. Hún segir þó að lélegt skyggni til fjalla valdi því að ekki sé hægt að segja til með fullri vissu um hvort fleiri flóð hafi fallið á svæðinu. „Menn hafa verið að reyna að rýna í fjöll í dag. Við erum líka með sjálfvirka snjódýptarmæla sem við fylgjumst vel með, auk veðurmæla sem mæla úrkomu og vind. Við teljum ekki að það sé snjóflóðahætta í byggð en við fylgjumst vel með á snjóflóðavakt veðurstofunnar.“Óvissustig í Súðavík og ÓlafsfirðiAðspurð hvort hætta vofi yfir einhverjum landshlutum segir Harpa ekki svo vera en sagði þó óvissustig ríkja á tveimur stöðum á landinu. „Það er óvissustig í Súðavíkurhlíðinni en hún er opin, sem þýðir að það er einhver snjóflóðahætta til staðar og það sama gildir um Ólafsfjarðarveg fyrir norðan, þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu.“ Þá segir Harpa ástandið vera nokkuð stöðugt annars staðar á landinu, hvergi væri snjóflóðahætta í byggð.Ekki verið hægt að kanna stöðuna sökum veðursHarpa segir að fannferginu á Vestfjörðum myndi að öllum líkindum ljúka seint í kvöld eða nótt og veðrið á svæðinu yrði heldur skaplegra á morgun. Þá hefði snjóað talsvert á Austfjörðum, en sá snjór sem hefði fallið væri að mestu leyti stöðugur. „Það kom talsvert mikill snjór í vikunni en hann kom að hluta til sem rigning á láglendi þannig það er svolítill snjór til fjalla en lítill á láglendi, og snjórinn talinn frekar stöðugur.“ Harpa segir að þegar mikill snjór falli á stuttum tíma sé alltaf hætta á flóðum, þó hættan sé ekki talin mikil í byggð. Þó verði að hafa í huga að fari fólk til fjalla stuttu eftir mikla snjókomu, til að mynda á skíði eða sleða, sé hætta á því að flóð fari af stað af mannavöldum. Kanna þurfi aðstæður áður en fólk fari af stað. „Snjórinn getur þurft smá tíma til að setjast, við höfum ekki haft tækifæri út af veðri til að kanna stöðugleikann á snjónum og gera prófanir til að kanna hvort það sé möguleiki að fólk setji af stað flóð.“
Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 „Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Fjölskylda í bílnum sem snjóflóðið hreif með sér slapp á ótrúlegan hátt út úr flóðinu. Bílinn er mikið skemmdur 30. nóvember 2018 21:52 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00
„Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Fjölskylda í bílnum sem snjóflóðið hreif með sér slapp á ótrúlegan hátt út úr flóðinu. Bílinn er mikið skemmdur 30. nóvember 2018 21:52