Segið af ykkur Stjórn Uppreisnar og ungliðahreyfingar Viðreisnar. skrifa 1. desember 2018 13:07 Kvenfyrirlitningin, fötlunarfordómarnir og hommahatrið sem sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sýndu þriðjudaginn 20. nóvember s.l. brýtur gegn siðareglum alþingismanna. Uppreisn skorar á Miðflokksmennina Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur ásamt Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni úr Flokki fólksins að segja af sér þingmennsku hið snarasta og biðja viðkomandi sem þau særðu og þjóðina afsökunar. Í aldanna rás hafa konur þurft að upplifa ofbeldi, kúgun og niðurlægingu af höndum karla og þá sérstaklega valdamikilla karla. Sárt er að horfa upp á þingmenn og fyrrverandi ráðherra kalla kvenkyns þingmenn „húrrandi klikkaða kuntu,“ „helvítis tík“ sem „spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann“ og því miður margt viðurstyggilegt fleira. Þær konur sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa dregið í viðbjóðslegt níð eiga að sjálfsögðu ekkert af þessu skilið. Freyja Haraldsdóttir hefur verið ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks í mörg ár. Íslenskt samfélag kann henni margt að þakka. Það er með ólíkindum að þingmenn skuli bera hana saman við dýr, þegar þeir eru hinir einu sem sýna fram á vanþróað villidýraeðli. Í mörgum löndum er hinsegin fólk jaðarsett, útskúfað úr samfélaginu og jafnvel drepið. Ráðamenn Íslands eiga að kappkosta við að búa til samfélag þar sem hinsegin fólki líður vel. Það er hræðilegt að heyra þingmenn tala til þessa hóps á niðrandi máta. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagsþegnar taki ábyrgð á orðum sínum og þingmenn eru engin undantekning þar á. Nauðgunarmenning, kvenfyrirlitning og fordómar þrífast í samfélagi þar sem einstaklingar komast upp með talsmáta sem þennan án afleiðinga. Það er óásættanlegt að ráðamenn þjóðarinnar tali fyrir feminískum gildum og jafnrétti út á við en grafi undan því í einrúmi. Þið eruð hluti af vandamálinu. Hvernig ætlið þið að leysa það? Stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Kvenfyrirlitningin, fötlunarfordómarnir og hommahatrið sem sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sýndu þriðjudaginn 20. nóvember s.l. brýtur gegn siðareglum alþingismanna. Uppreisn skorar á Miðflokksmennina Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur ásamt Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni úr Flokki fólksins að segja af sér þingmennsku hið snarasta og biðja viðkomandi sem þau særðu og þjóðina afsökunar. Í aldanna rás hafa konur þurft að upplifa ofbeldi, kúgun og niðurlægingu af höndum karla og þá sérstaklega valdamikilla karla. Sárt er að horfa upp á þingmenn og fyrrverandi ráðherra kalla kvenkyns þingmenn „húrrandi klikkaða kuntu,“ „helvítis tík“ sem „spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann“ og því miður margt viðurstyggilegt fleira. Þær konur sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa dregið í viðbjóðslegt níð eiga að sjálfsögðu ekkert af þessu skilið. Freyja Haraldsdóttir hefur verið ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks í mörg ár. Íslenskt samfélag kann henni margt að þakka. Það er með ólíkindum að þingmenn skuli bera hana saman við dýr, þegar þeir eru hinir einu sem sýna fram á vanþróað villidýraeðli. Í mörgum löndum er hinsegin fólk jaðarsett, útskúfað úr samfélaginu og jafnvel drepið. Ráðamenn Íslands eiga að kappkosta við að búa til samfélag þar sem hinsegin fólki líður vel. Það er hræðilegt að heyra þingmenn tala til þessa hóps á niðrandi máta. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagsþegnar taki ábyrgð á orðum sínum og þingmenn eru engin undantekning þar á. Nauðgunarmenning, kvenfyrirlitning og fordómar þrífast í samfélagi þar sem einstaklingar komast upp með talsmáta sem þennan án afleiðinga. Það er óásættanlegt að ráðamenn þjóðarinnar tali fyrir feminískum gildum og jafnrétti út á við en grafi undan því í einrúmi. Þið eruð hluti af vandamálinu. Hvernig ætlið þið að leysa það? Stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar