Ekki var krafist upptöku fjár því skattalagabrot Júlíusar Vífils var fyrnt Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. desember 2018 18:30 Júlús Vífill Ingvarsson í var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir peningaþvætti. Vísir/Vilhelm Af þeim tíu dómum sem kveðnir hafa verið upp vegna peningaþvættis undanfarinn áratug og eru aðgengilegir á vef héraðsdómstólanna var krafist upptöku fjár í sjö málum. Ekki var krafist upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar því frumbrot hans sem var skattalagabrot var löngu fyrnt og vildi saksóknari gæta meðalhófs en málið á sér engin fordæmi hér á landi. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Júlíus Vífill geymdi jafnvirði 131 til 146 milljóna króna í dollurum, evrum og pundum hjá svissneska bankanum UBS á Ermarsundseyjunni Jersey á árunum 2010-2014. Þetta fé var að hluta ávinningur refsiverðra brota samkvæmt dómi héraðdóms þar sem um var að ræða tekjur sem Júlíus Vífill greiddi aldrei skatta og útsvar af lögum samkvæmt. Á árinu 2014 ráðstafaði hann fénu inn á bankareikning hjá Julius Bär í Sviss, sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation en rétthafar vörslusjóðsins voru Júlíus Vífill sjálfur, eiginkona hans og börn. Ólögmætur ávinningur Júlíusar Vífils, skattar sem hann kom sér undan að greiða og þar með það fé sem hann þvætti, var á bilinu 49-57 milljónir króna. Héraðssaksóknari krafðist ekki upptöku hins ólögmæta fjárvinnings í málinu eins og heimild er til í lögum um meðferð sakamála. Ástæðan er sú að ekki var krafist kyrrsetningar á þessu fé þegar málið var rannsóknarstigi. Þegar dómar vegna peningaþvættis samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga eru skoðaðir kemur í ljós að ákæruvaldið krefst yfirleitt upptöku fjár í slíkum málum. Inni á vef héraðdómstólanna, domstolar.is, eru aðgengilegir tíu dómar þar sem ákært var fyrir peningaþvætti auk dóms í máli Júlíusar Vífils. Í sjö þessara tíu mála krafðist ákæruvaldið upptöku á fjármunum vegna peningaþvættis. Í einu máli var krafist upptöku á miklu magni lausafjár eins og myndavéla, minniskubba, leikjatölva og fleira sem talið var sannað að hafði verið keypt fyrir ólögmætan fjárvinning. Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp átta dóma vegna peningaþvættis frá aldamótum. Í fjórum þessara mála krafðist ákæruvaldið upptöku fjármuna. Ákæruvaldið virðist því oftar krefjast upptöku fjár en að láta það ógert en erfitt er að glöggva sig á hvort saksóknarar fylgi einhverjum viðmiðum í þeim efnum. Þá er spurningin, hvers vegna var ekki krafist kyrrsetningar og upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils? Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Anton Brink Mál Júlíusar Vífils „gríðarlega mikilvægt fordæmi“ að mati saksóknara „Mál Júlíusar Vífils um margt sérstakt og afar ólíkt öðrum peningaþvættismálum sem ákært hefur verið í undanfarið. Fyrir lá að skattalagabrotið, frumbrotið, var fyrnt þegar rannsókn hófst og að Júlíusi yrði því ekki gerð refsing vegna þess eða upptaka eigna byggð á því. Hins vegar virtist ljóst að ekki hefðu verið greiddir skattar af umræddu fé þegar þess var aflað, sem var að líkindum á níunda og eða á tíunda áratug síðustu aldar. Var því gengið út frá því við rannsókn málsins að hluti af þessu fé væri ávinningur refsiverðs brots, þ.e. skattalagabrots,“ segir Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofunnar. Meðhöndlun á ávinningi á eigin afbroti var ekki refsiverð á þeim tíma sem talið er að Júlíus Vífill hafi aflað fjárins og varð það ekki refsivert fyrr en í lok árs 2009. Þá varð svokallað „sjálfþvætti“ gert refsivert, sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Frá þeim tíma varð því refsivert að meðal annars geyma eða flytja ávinning af eigin afbrotum. Björn Þorvaldsson segir að ákveðið hafi verið að láta reyna á umrætt ákvæði í þessu máli þrátt fyrir að frumbrotið væri löngu fyrnt. „Ákveðið var að láta reyna á umrætt ákvæði í þessu máli þrátt fyrir að frumbrotið væri löngu fyrnt og hefði verið fyrnt þegar sjálfþvætti varð refsivert. Það hefur ekki verið gert fyrr hér á landi og því um að ræða prófmál hvað þetta varðar. Vegna þessa þótti ekki rétt að grípa til frekari aðgerða við rannsóknina, svo sem haldlagningar eða kyrrsetningar eigna. Var með því ákveðins meðalhófs gætt við meðferð þessa máls sem, eins og áður sagði, átti sér engin fordæmi. Dómurinn í málinu er gríðarlega mikilvægt fordæmi sem mun verða litið til við meðferð mála af þessu tagi í framtíðinni. Peningaþvættismál eru í örri þróun og afar líklegt að ákærumálum af þessu tagi muni fjölga mikið á næstunni,“ segir Björn. Hörður Felix Harðarson, verjandi Júlíusar Vífils, sagði í gær að þegar hefði verið tekin ákvörðun um um áfrýjun dómsins til Landsréttar. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42 Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Af þeim tíu dómum sem kveðnir hafa verið upp vegna peningaþvættis undanfarinn áratug og eru aðgengilegir á vef héraðsdómstólanna var krafist upptöku fjár í sjö málum. Ekki var krafist upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar því frumbrot hans sem var skattalagabrot var löngu fyrnt og vildi saksóknari gæta meðalhófs en málið á sér engin fordæmi hér á landi. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Júlíus Vífill geymdi jafnvirði 131 til 146 milljóna króna í dollurum, evrum og pundum hjá svissneska bankanum UBS á Ermarsundseyjunni Jersey á árunum 2010-2014. Þetta fé var að hluta ávinningur refsiverðra brota samkvæmt dómi héraðdóms þar sem um var að ræða tekjur sem Júlíus Vífill greiddi aldrei skatta og útsvar af lögum samkvæmt. Á árinu 2014 ráðstafaði hann fénu inn á bankareikning hjá Julius Bär í Sviss, sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation en rétthafar vörslusjóðsins voru Júlíus Vífill sjálfur, eiginkona hans og börn. Ólögmætur ávinningur Júlíusar Vífils, skattar sem hann kom sér undan að greiða og þar með það fé sem hann þvætti, var á bilinu 49-57 milljónir króna. Héraðssaksóknari krafðist ekki upptöku hins ólögmæta fjárvinnings í málinu eins og heimild er til í lögum um meðferð sakamála. Ástæðan er sú að ekki var krafist kyrrsetningar á þessu fé þegar málið var rannsóknarstigi. Þegar dómar vegna peningaþvættis samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga eru skoðaðir kemur í ljós að ákæruvaldið krefst yfirleitt upptöku fjár í slíkum málum. Inni á vef héraðdómstólanna, domstolar.is, eru aðgengilegir tíu dómar þar sem ákært var fyrir peningaþvætti auk dóms í máli Júlíusar Vífils. Í sjö þessara tíu mála krafðist ákæruvaldið upptöku á fjármunum vegna peningaþvættis. Í einu máli var krafist upptöku á miklu magni lausafjár eins og myndavéla, minniskubba, leikjatölva og fleira sem talið var sannað að hafði verið keypt fyrir ólögmætan fjárvinning. Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp átta dóma vegna peningaþvættis frá aldamótum. Í fjórum þessara mála krafðist ákæruvaldið upptöku fjármuna. Ákæruvaldið virðist því oftar krefjast upptöku fjár en að láta það ógert en erfitt er að glöggva sig á hvort saksóknarar fylgi einhverjum viðmiðum í þeim efnum. Þá er spurningin, hvers vegna var ekki krafist kyrrsetningar og upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils? Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Anton Brink Mál Júlíusar Vífils „gríðarlega mikilvægt fordæmi“ að mati saksóknara „Mál Júlíusar Vífils um margt sérstakt og afar ólíkt öðrum peningaþvættismálum sem ákært hefur verið í undanfarið. Fyrir lá að skattalagabrotið, frumbrotið, var fyrnt þegar rannsókn hófst og að Júlíusi yrði því ekki gerð refsing vegna þess eða upptaka eigna byggð á því. Hins vegar virtist ljóst að ekki hefðu verið greiddir skattar af umræddu fé þegar þess var aflað, sem var að líkindum á níunda og eða á tíunda áratug síðustu aldar. Var því gengið út frá því við rannsókn málsins að hluti af þessu fé væri ávinningur refsiverðs brots, þ.e. skattalagabrots,“ segir Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofunnar. Meðhöndlun á ávinningi á eigin afbroti var ekki refsiverð á þeim tíma sem talið er að Júlíus Vífill hafi aflað fjárins og varð það ekki refsivert fyrr en í lok árs 2009. Þá varð svokallað „sjálfþvætti“ gert refsivert, sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Frá þeim tíma varð því refsivert að meðal annars geyma eða flytja ávinning af eigin afbrotum. Björn Þorvaldsson segir að ákveðið hafi verið að láta reyna á umrætt ákvæði í þessu máli þrátt fyrir að frumbrotið væri löngu fyrnt. „Ákveðið var að láta reyna á umrætt ákvæði í þessu máli þrátt fyrir að frumbrotið væri löngu fyrnt og hefði verið fyrnt þegar sjálfþvætti varð refsivert. Það hefur ekki verið gert fyrr hér á landi og því um að ræða prófmál hvað þetta varðar. Vegna þessa þótti ekki rétt að grípa til frekari aðgerða við rannsóknina, svo sem haldlagningar eða kyrrsetningar eigna. Var með því ákveðins meðalhófs gætt við meðferð þessa máls sem, eins og áður sagði, átti sér engin fordæmi. Dómurinn í málinu er gríðarlega mikilvægt fordæmi sem mun verða litið til við meðferð mála af þessu tagi í framtíðinni. Peningaþvættismál eru í örri þróun og afar líklegt að ákærumálum af þessu tagi muni fjölga mikið á næstunni,“ segir Björn. Hörður Felix Harðarson, verjandi Júlíusar Vífils, sagði í gær að þegar hefði verið tekin ákvörðun um um áfrýjun dómsins til Landsréttar.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42 Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42
Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30