Trump lokar góðgerðasamtökum í skugga ásakana um lögbrot Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 16:39 Fyrirtæki Trump og hann sjálfur er sagður hafa hagnast mest á framlögum í góðgerðasjóðinn sem rekinn var í nafni hans. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallist á að loka góðgerðasamtökum sínum og gefa féð sem eftir er í sjóðum þess. Dómsmálaráðherra New York greindi frá þessu í dag en saksóknarar þar hafa sakað forsetann um að hafa notað samtökin í eigin þágu og stjórnmálaframboðs síns. Yfirvöld í New York krefja samtökin enn um 2,8 milljónir dollara í bætur og hafa beðið dómara um að banna Trump og þremur elstu börnum hans að sitja í stjórn félagasamtaka í ríkinu tímabundið. Barbara Underwood, dómsmálaráðherra New York, sagði í dag að rannsókn hefði leitt í ljós „sláandi mynstur ólöglegra gjörninga“ sem tengjast Trump-sjóðnum. Sjóðurinn hefði til að mynda átt í ólöglegu samráði við forsetaframboð Trump og stundað endurtekin viðskipti þar sem Trump-fjölskyldan var beggja vegna borðsins, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Bandaríska blaðið hefur fjallað um meint misferli Trump-sjóðsins. Trump er sagður hafa notað fé sem var safnað í góðgerðaskyni til að greiða fyrir dómssáttir einkafyrirtækis hans, kaupa listaverk fyrir einn golfklúbba sinna og ólögleg framlög í kosningasjóði.Hagnaðist mest sjálfur á sjóðnum Trump hafnaði því að sjóðurinn hefði gert nokkuð ólöglegt árið 2016 og sagðist vilja loka honum. Saksóknarar í New York bönnuðu það á meðan málefni sjóðsins væru til rannsóknar. Lítið fé var í fjárhirslum Trump-sjóðsins en Trump lét sjálfur lítið sem ekkert fé af hendi rakna í hann heldur safnaði framlögum frá öðrum. Það kom þó ekki í veg fyrir að Trump gæfi fé úr sjóðnum í eigin nafni. Trump sjálfur og fyrirtæki hans virðast hafa hagnast á framlögum í sjóðinn. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 lét Trump framboði sínu eftir stjórn á sjóðnum. Safnaði hann meira en tveimur milljónum dollara í góðgerðafélagið á fjáröflunarviðburði í Iowa sem þáverandi kosningastjóri hans sé síðan um að útdeila. Ólöglegt er fyrir góðgerðasamtök að taka þátt í stjórnmálaframboðum. Elstu börn Trump; Donald yngri, Eric og Ivanka, sátu öll í stjórn Trump-sjóðsins. Þau sátu hins vegar aldrei stjórnarfundi. Sá síðasti var enda haldinn árið 1999. Allen Weisselberg, forstjóri Trump-fyrirtækisins, var skráður gjaldkeri sjóðsins en hann sagði saksóknurum að hann hafi ekki vitað af því. Engin stefna hafi verið hjá sjóðnum um hvernig lögmæti greiðslna úr honum var metið. Rannsóknin á Trump-sjóðnum er aðeins ein af fjölmörgum sem beinist að forsetanum og fyrirtækjum hans. Nýlega var greint frá því að rannsókn stæði yfir á fjármálum undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Trump. Grunur leiki á að erlendir aðilar hafi reynt að kaupa sér aðgang að nýju ríkisstjórninni með framlögum til nefndarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallist á að loka góðgerðasamtökum sínum og gefa féð sem eftir er í sjóðum þess. Dómsmálaráðherra New York greindi frá þessu í dag en saksóknarar þar hafa sakað forsetann um að hafa notað samtökin í eigin þágu og stjórnmálaframboðs síns. Yfirvöld í New York krefja samtökin enn um 2,8 milljónir dollara í bætur og hafa beðið dómara um að banna Trump og þremur elstu börnum hans að sitja í stjórn félagasamtaka í ríkinu tímabundið. Barbara Underwood, dómsmálaráðherra New York, sagði í dag að rannsókn hefði leitt í ljós „sláandi mynstur ólöglegra gjörninga“ sem tengjast Trump-sjóðnum. Sjóðurinn hefði til að mynda átt í ólöglegu samráði við forsetaframboð Trump og stundað endurtekin viðskipti þar sem Trump-fjölskyldan var beggja vegna borðsins, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Bandaríska blaðið hefur fjallað um meint misferli Trump-sjóðsins. Trump er sagður hafa notað fé sem var safnað í góðgerðaskyni til að greiða fyrir dómssáttir einkafyrirtækis hans, kaupa listaverk fyrir einn golfklúbba sinna og ólögleg framlög í kosningasjóði.Hagnaðist mest sjálfur á sjóðnum Trump hafnaði því að sjóðurinn hefði gert nokkuð ólöglegt árið 2016 og sagðist vilja loka honum. Saksóknarar í New York bönnuðu það á meðan málefni sjóðsins væru til rannsóknar. Lítið fé var í fjárhirslum Trump-sjóðsins en Trump lét sjálfur lítið sem ekkert fé af hendi rakna í hann heldur safnaði framlögum frá öðrum. Það kom þó ekki í veg fyrir að Trump gæfi fé úr sjóðnum í eigin nafni. Trump sjálfur og fyrirtæki hans virðast hafa hagnast á framlögum í sjóðinn. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 lét Trump framboði sínu eftir stjórn á sjóðnum. Safnaði hann meira en tveimur milljónum dollara í góðgerðafélagið á fjáröflunarviðburði í Iowa sem þáverandi kosningastjóri hans sé síðan um að útdeila. Ólöglegt er fyrir góðgerðasamtök að taka þátt í stjórnmálaframboðum. Elstu börn Trump; Donald yngri, Eric og Ivanka, sátu öll í stjórn Trump-sjóðsins. Þau sátu hins vegar aldrei stjórnarfundi. Sá síðasti var enda haldinn árið 1999. Allen Weisselberg, forstjóri Trump-fyrirtækisins, var skráður gjaldkeri sjóðsins en hann sagði saksóknurum að hann hafi ekki vitað af því. Engin stefna hafi verið hjá sjóðnum um hvernig lögmæti greiðslna úr honum var metið. Rannsóknin á Trump-sjóðnum er aðeins ein af fjölmörgum sem beinist að forsetanum og fyrirtækjum hans. Nýlega var greint frá því að rannsókn stæði yfir á fjármálum undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Trump. Grunur leiki á að erlendir aðilar hafi reynt að kaupa sér aðgang að nýju ríkisstjórninni með framlögum til nefndarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30
Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30