Umdeilt mál FH og Hafnarfjarðar komið á borð Guðmundar Inga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2018 14:51 Reisa á þriðja knatthúsið á svæði FH-inga. Málið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum í Hafnarfirði Fréttablaðið/GVA Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt til við forseta Íslands að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, verði settur til að taka ákvörðun um hvort hefja eigi málsmeðferð vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika. Málið var á dagskrá ríkisstjórnarinnar á fundi hennar í morgun. Málið er tvískipt. Annars vegar snýst það um fyrirhuguð kaup Hafnarfjarðar á þremur íþróttahúsum af FH í stað þess að reisa knatthús í Kaplakrika. Í staðinn myndi FH byggja, eiga og reka knatthús en bærinn kaupa íþróttahúsin á samanlagt 790 milljónir króna. Hins vegar snýst það um hundrað milljóna króna greiðslu úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til FH nokkrum dögum síðar. Um var að ræða fyrstu greiðsluna af þeim 790 milljónum sem meirihlutinn samþykkti að greiða. Minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar kærði afgreiðsluna til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins á þeirri forsendu að stjórnsýslulög hefðu verið brotin. Guðlaug Svala Steinunn Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans, sagði við það tækifæri að umhverfið innan bæjarstjórnar væri ekki heilbrigt. Tveir af ellefu bæjarfulltrúum væri í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hefur vísað því á bug að lög hafi verið brotin og segir afgreiðslu peninganna eðlilega. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála sagði sig frá málinu vegna þess að Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs, er fyrrverandi aðstoðarmaður Sigurðar Inga. Það kom í hlut Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að skoða málið. Hún komst að þeirri niðurstöðu að vísa kærum minnihlutans frá. Þó væri tilefni til þess að ráðuneytið tæki til athugunar málsmeðferð bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í málunum tveimur. Guðmundur Ingi hefur nú verið settur til að taka þá ákvörðun. Hafnarfjörður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 Kæra ákvörðun meirihlutans um knatthúsin í Hafnarfirði Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggjast kæra ákvörðun meirihlutans um að kaupa tvö knatthús í bænum í stað þess að byggja nýtt knatthús í Kaplakrika. 15. ágúst 2018 15:24 Óánægð með ákvarðanatöku í sumarleyfinu Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði eru afar ósáttir við vinnubrögð meirihlutans varðandi breytt áform um byggingu knatthúss í bænum. 11. ágúst 2018 10:30 FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00 Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21 Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21 Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00 Enn fundað um knatthús í Hafnarfirði Hart var deilt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um lögmæti kaupa bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika. 6. september 2018 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt til við forseta Íslands að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, verði settur til að taka ákvörðun um hvort hefja eigi málsmeðferð vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika. Málið var á dagskrá ríkisstjórnarinnar á fundi hennar í morgun. Málið er tvískipt. Annars vegar snýst það um fyrirhuguð kaup Hafnarfjarðar á þremur íþróttahúsum af FH í stað þess að reisa knatthús í Kaplakrika. Í staðinn myndi FH byggja, eiga og reka knatthús en bærinn kaupa íþróttahúsin á samanlagt 790 milljónir króna. Hins vegar snýst það um hundrað milljóna króna greiðslu úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til FH nokkrum dögum síðar. Um var að ræða fyrstu greiðsluna af þeim 790 milljónum sem meirihlutinn samþykkti að greiða. Minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar kærði afgreiðsluna til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins á þeirri forsendu að stjórnsýslulög hefðu verið brotin. Guðlaug Svala Steinunn Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans, sagði við það tækifæri að umhverfið innan bæjarstjórnar væri ekki heilbrigt. Tveir af ellefu bæjarfulltrúum væri í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hefur vísað því á bug að lög hafi verið brotin og segir afgreiðslu peninganna eðlilega. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála sagði sig frá málinu vegna þess að Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs, er fyrrverandi aðstoðarmaður Sigurðar Inga. Það kom í hlut Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að skoða málið. Hún komst að þeirri niðurstöðu að vísa kærum minnihlutans frá. Þó væri tilefni til þess að ráðuneytið tæki til athugunar málsmeðferð bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í málunum tveimur. Guðmundur Ingi hefur nú verið settur til að taka þá ákvörðun.
Hafnarfjörður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 Kæra ákvörðun meirihlutans um knatthúsin í Hafnarfirði Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggjast kæra ákvörðun meirihlutans um að kaupa tvö knatthús í bænum í stað þess að byggja nýtt knatthús í Kaplakrika. 15. ágúst 2018 15:24 Óánægð með ákvarðanatöku í sumarleyfinu Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði eru afar ósáttir við vinnubrögð meirihlutans varðandi breytt áform um byggingu knatthúss í bænum. 11. ágúst 2018 10:30 FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00 Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21 Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21 Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00 Enn fundað um knatthús í Hafnarfirði Hart var deilt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um lögmæti kaupa bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika. 6. september 2018 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06
Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05
Kæra ákvörðun meirihlutans um knatthúsin í Hafnarfirði Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggjast kæra ákvörðun meirihlutans um að kaupa tvö knatthús í bænum í stað þess að byggja nýtt knatthús í Kaplakrika. 15. ágúst 2018 15:24
Óánægð með ákvarðanatöku í sumarleyfinu Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði eru afar ósáttir við vinnubrögð meirihlutans varðandi breytt áform um byggingu knatthúss í bænum. 11. ágúst 2018 10:30
FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00
Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21
Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21
Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00
Enn fundað um knatthús í Hafnarfirði Hart var deilt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um lögmæti kaupa bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika. 6. september 2018 06:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent