Comey lét Trump og Repúblikana heyra það Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 23:00 James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI. AP/J. Scott Applewhite James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sendi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Repúblikönum á þingi tóninn í kvöld. Það gerði Comey eftir að hann var á lokuðum nefndarfundi þar sem þingmenn spurðu hann út í tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, Steele-skýrsluna svokölluðu, rússarannsóknina og fleiri málefni, sem Comey sagði í rauninni ekki skipta máli. „Á meðan er forseti Bandaríkjanna að ljúga um FBI, ráðast gegn FBI og ráðast gegn réttarríkinu. Hvernig heldur þetta einhverju vatni? Repúblikanar skildu áður að aðgerðir forseta skiptu máli, orð forseta skiptu máli, réttarríkið skiptir máli og sannleikurinn skiptir máli. Hvar eru þessir Repúblikanar í dag?“ spurði Comey. Áðurnefndur nefndarfundur tók rúmar fimm klukkustundir. Samkvæmt heimildum CNN varði Comey FBI gegn ásökunum þingamanna Repúblikanaflokksins. Hann sagði að það hefði verið rétt ákvörðun að láta ekki undan þrýstingi frá Hvíta húsinu og tilkynna ekki opinberlega að Trump sjálfur væri ekki til rannsóknar. Comey sagðist ekki hafa viljað lýsa því yfir þar sem hann taldi mögulegt að það gæti breyst og sagði að miðað við þær fréttir sem hann hefði séð undanfarið hefði það breyst og Trump sjálfur væri nú til rannsóknar hjá FBI.„Einhver verður að koma FBI til varnar,“ sagði Comey eftir blaðamannafundinn. „Fólk sem veit betur, þar á meðal Repúblikanar á þessu þingi, verður að hafa hugrekki til að standa upp og segja sannleikann. Að láta ekki undan illgjörnum tístum og ótta við stuðningsmenn. Sannleikurinn er til en þeir segja hann ekki. Þögn þeirra er skammarleg.“ Comey beindi gagnrýni sinni einnig að þeim þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa ákveðið að hætta. „Á einhverjum tímapunkti verður einhver að standa upp og takast á við óttan við Fox News, óttann við stuðningsmennina, óttann við illgjörn tíst og standa upp fyrir gildum þessa lands. Ekki bara lauma sér á eftirlaun, heldur standa upp og segja sannleikann.“Eftir fundinn spurði fréttakona Fox News hvort Comey sjálfur bæri einhverja ábyrgð á því að álit íbúa Bandaríkjanna á Alríkislögreglunni hafi versnað að undanförnu. Svarið var afdráttarlaust. „Nei. Orðspor FBI hefur beðið hnekki vegna þess að forseti Bandaríkjanna og félagar hans hafa logið stanslaust um stofnunina. Vegna þeirra lyga trúir mikið af góðu fólki, sem horfir á þína sjónvarpsstöð, þeirri vitleysu. Það er sorglegt. Það mun ekki vara að eilífu en sá skaði kemur mér ekkert við.“ Þetta svar má sjá undir lok þessa myndbands.COMEY: "Somebody has to stand up and speak for the FBI & the rule of law. I hope there's more somebodies than just me...the FBI's reputation is taking a big hit b/c POTUS has lied about it constantly. A whole lot of people who watch your network [Fox News] believe that nonsense." pic.twitter.com/79j1AYTrl2 — Aaron Rupar (@atrupar) December 17, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06 Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sendi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Repúblikönum á þingi tóninn í kvöld. Það gerði Comey eftir að hann var á lokuðum nefndarfundi þar sem þingmenn spurðu hann út í tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, Steele-skýrsluna svokölluðu, rússarannsóknina og fleiri málefni, sem Comey sagði í rauninni ekki skipta máli. „Á meðan er forseti Bandaríkjanna að ljúga um FBI, ráðast gegn FBI og ráðast gegn réttarríkinu. Hvernig heldur þetta einhverju vatni? Repúblikanar skildu áður að aðgerðir forseta skiptu máli, orð forseta skiptu máli, réttarríkið skiptir máli og sannleikurinn skiptir máli. Hvar eru þessir Repúblikanar í dag?“ spurði Comey. Áðurnefndur nefndarfundur tók rúmar fimm klukkustundir. Samkvæmt heimildum CNN varði Comey FBI gegn ásökunum þingamanna Repúblikanaflokksins. Hann sagði að það hefði verið rétt ákvörðun að láta ekki undan þrýstingi frá Hvíta húsinu og tilkynna ekki opinberlega að Trump sjálfur væri ekki til rannsóknar. Comey sagðist ekki hafa viljað lýsa því yfir þar sem hann taldi mögulegt að það gæti breyst og sagði að miðað við þær fréttir sem hann hefði séð undanfarið hefði það breyst og Trump sjálfur væri nú til rannsóknar hjá FBI.„Einhver verður að koma FBI til varnar,“ sagði Comey eftir blaðamannafundinn. „Fólk sem veit betur, þar á meðal Repúblikanar á þessu þingi, verður að hafa hugrekki til að standa upp og segja sannleikann. Að láta ekki undan illgjörnum tístum og ótta við stuðningsmenn. Sannleikurinn er til en þeir segja hann ekki. Þögn þeirra er skammarleg.“ Comey beindi gagnrýni sinni einnig að þeim þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa ákveðið að hætta. „Á einhverjum tímapunkti verður einhver að standa upp og takast á við óttan við Fox News, óttann við stuðningsmennina, óttann við illgjörn tíst og standa upp fyrir gildum þessa lands. Ekki bara lauma sér á eftirlaun, heldur standa upp og segja sannleikann.“Eftir fundinn spurði fréttakona Fox News hvort Comey sjálfur bæri einhverja ábyrgð á því að álit íbúa Bandaríkjanna á Alríkislögreglunni hafi versnað að undanförnu. Svarið var afdráttarlaust. „Nei. Orðspor FBI hefur beðið hnekki vegna þess að forseti Bandaríkjanna og félagar hans hafa logið stanslaust um stofnunina. Vegna þeirra lyga trúir mikið af góðu fólki, sem horfir á þína sjónvarpsstöð, þeirri vitleysu. Það er sorglegt. Það mun ekki vara að eilífu en sá skaði kemur mér ekkert við.“ Þetta svar má sjá undir lok þessa myndbands.COMEY: "Somebody has to stand up and speak for the FBI & the rule of law. I hope there's more somebodies than just me...the FBI's reputation is taking a big hit b/c POTUS has lied about it constantly. A whole lot of people who watch your network [Fox News] believe that nonsense." pic.twitter.com/79j1AYTrl2 — Aaron Rupar (@atrupar) December 17, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06 Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06
Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41