Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. desember 2018 07:00 Sólveig Anna segir enga ástæðu til að bíða með að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Eins og ég sé þetta er staðan þannig að stundaglasið er orðið tómt. Kjarasamningar eru bara að renna út. Það er ákall frá hinum almenna félagsmanni um að það verði tekin upp öguð og vönduð vinnubrögð sem eru fólgin í því að nýr kjarasamningur taki við af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ. Hann segir það liggja fyrir að nýr samningur muni ekki liggja fyrir þegar sá gildandi rennur út um áramót. „Það þyrfti allavega algjört kraftaverk til þess. Það liggur fyrir að við höfum ekki fengið að sjá á nein spil SA um hvað er í boði svo ég tali nú ekki um skeytingarleysi stjórnvalda. Við hefðum viljað vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara til að koma þessu í eitthvert ferli.“ Af 18 formönnum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins (SGS) vildu sjö vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en ellefu vildu bíða og taka stöðuna eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr verkalýðshreyfingunni er kominn talsverður brestur í samstöðuna innan SGS en umrædd ákvörðun var tekin fundi á föstudaginn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem er langstærsta aðildarfélag SGS, var ein þeirra sem vildu vísa málinu strax til ríkissáttasemjara. Heimildarmenn blaðsins búast við því að ákvörðun verði tekin á næstu dögum um næstu skref Eflingar í kjaraviðræðunum. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Einingar-Iðju á Akureyri, segir það ekkert nýtt að það séu skiptar skoðanir og menn ræði sig venjulega út úr því. „Menn fóru bara í félögin og hittu sínar samninganefndir og þar eru bara mismunandi skoðanir um hvort það eigi að vísa strax eða ekki. Við formennirnir förum bara eftir því sem okkar samninganefndir segja. Mín samninganefnd vildi sjá til.“ Hann segist reikna með því að fundað verði með samninganefnd SA á fimmtudaginn. „Ég er ekki sátt við þessa niðurstöðu og tel hana ranga. Að mínu mati hefðum við átt að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um þá ákvörðun formannafundar Starfsgreinasambandsins að vísa kjaraviðræðum ekki til ríkissáttasemjara fyrir jól. Á formannafundinum sem haldinn var á föstudaginn vildu formenn sjö félaga vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en formenn ellefu félaga vildu bíða með það fram yfir áramót. Hafa formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins jafnan atkvæðisrétt óháð stærð félaganna. Efling er langstærsta aðildarfélagið með um 27 þúsund félagsmenn en heildarfjöldinn í öllum félögum Starfsgreinasambandsins er um 57 þúsund. Sólveig Anna segist ekki sjá neina ástæðu til þess að bíða með að vísa málinu til ríkissáttasemjara. Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á íslenskum vinnumarkaði á fundi þar sem samninganefnd Starfsgreinasambandsins hafi búist við að launaliðurinn yrði loksins ræddur. „Þá kom í ljós að til þess að við gætum farið að ræða launaliðinn áttum við fyrst að fara í gegnum hugmyndir um miklar breytingar á allri vinnutímatilhögun á Íslandi. Mér finnst það fráleitur staður til að vera á og af þeim sökum taldi ég langeðlilegast að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara.“ Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót og því ljóst að afar lítill tími er til stefnu eigi aðilar að ná saman án aðkomu ríkissáttasemjara. „Ég er mjög ósátt við þessa uppstillingu, að til þess að við getum fengið svör hjá okkar viðsemjendum um launaliðinn, um hvað sé í boði og hvaða augum þeir líti þessa kröfu okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun við lok samningstímans, þurfum við fyrst að ræða um mikla útvíkkun á dagvinnutíma og breytingar á því hvernig greitt er fyrir yfirvinnu. Mér finnst það ekki eðlilegt og til marks um það að það sé mikill munur á milli þeirra hugmynda sem eru í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Eins og ég sé þetta er staðan þannig að stundaglasið er orðið tómt. Kjarasamningar eru bara að renna út. Það er ákall frá hinum almenna félagsmanni um að það verði tekin upp öguð og vönduð vinnubrögð sem eru fólgin í því að nýr kjarasamningur taki við af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ. Hann segir það liggja fyrir að nýr samningur muni ekki liggja fyrir þegar sá gildandi rennur út um áramót. „Það þyrfti allavega algjört kraftaverk til þess. Það liggur fyrir að við höfum ekki fengið að sjá á nein spil SA um hvað er í boði svo ég tali nú ekki um skeytingarleysi stjórnvalda. Við hefðum viljað vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara til að koma þessu í eitthvert ferli.“ Af 18 formönnum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins (SGS) vildu sjö vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en ellefu vildu bíða og taka stöðuna eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr verkalýðshreyfingunni er kominn talsverður brestur í samstöðuna innan SGS en umrædd ákvörðun var tekin fundi á föstudaginn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem er langstærsta aðildarfélag SGS, var ein þeirra sem vildu vísa málinu strax til ríkissáttasemjara. Heimildarmenn blaðsins búast við því að ákvörðun verði tekin á næstu dögum um næstu skref Eflingar í kjaraviðræðunum. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Einingar-Iðju á Akureyri, segir það ekkert nýtt að það séu skiptar skoðanir og menn ræði sig venjulega út úr því. „Menn fóru bara í félögin og hittu sínar samninganefndir og þar eru bara mismunandi skoðanir um hvort það eigi að vísa strax eða ekki. Við formennirnir förum bara eftir því sem okkar samninganefndir segja. Mín samninganefnd vildi sjá til.“ Hann segist reikna með því að fundað verði með samninganefnd SA á fimmtudaginn. „Ég er ekki sátt við þessa niðurstöðu og tel hana ranga. Að mínu mati hefðum við átt að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um þá ákvörðun formannafundar Starfsgreinasambandsins að vísa kjaraviðræðum ekki til ríkissáttasemjara fyrir jól. Á formannafundinum sem haldinn var á föstudaginn vildu formenn sjö félaga vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en formenn ellefu félaga vildu bíða með það fram yfir áramót. Hafa formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins jafnan atkvæðisrétt óháð stærð félaganna. Efling er langstærsta aðildarfélagið með um 27 þúsund félagsmenn en heildarfjöldinn í öllum félögum Starfsgreinasambandsins er um 57 þúsund. Sólveig Anna segist ekki sjá neina ástæðu til þess að bíða með að vísa málinu til ríkissáttasemjara. Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á íslenskum vinnumarkaði á fundi þar sem samninganefnd Starfsgreinasambandsins hafi búist við að launaliðurinn yrði loksins ræddur. „Þá kom í ljós að til þess að við gætum farið að ræða launaliðinn áttum við fyrst að fara í gegnum hugmyndir um miklar breytingar á allri vinnutímatilhögun á Íslandi. Mér finnst það fráleitur staður til að vera á og af þeim sökum taldi ég langeðlilegast að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara.“ Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót og því ljóst að afar lítill tími er til stefnu eigi aðilar að ná saman án aðkomu ríkissáttasemjara. „Ég er mjög ósátt við þessa uppstillingu, að til þess að við getum fengið svör hjá okkar viðsemjendum um launaliðinn, um hvað sé í boði og hvaða augum þeir líti þessa kröfu okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun við lok samningstímans, þurfum við fyrst að ræða um mikla útvíkkun á dagvinnutíma og breytingar á því hvernig greitt er fyrir yfirvinnu. Mér finnst það ekki eðlilegt og til marks um það að það sé mikill munur á milli þeirra hugmynda sem eru í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent