Fækkun viðhaldsdaga gæti aukið tekjur af virkjunum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2018 21:15 Matthildur María Guðmundsdóttir vélaverkfræðingur er verkefnisstjóri í viðhalds- og endurbótaverkefnum Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sérfræðingar Landsvirkjunar leita nú leiða til að stytta viðhaldstíma virkjana en hver dagur sem sparast gefur færi á verulegum tekjuauka. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tekjur Landsvirkjunar á þessu ári stefna í að verða nærri 60 milljarðar króna, eða yfir 160 milljónir króna á hverjum einasta degi að jafnaði. Nærri helmingur raforkuframleiðslu fyrirtækisins er á Þjórsársvæðinu. Starfsmennirnir sem þar sjá um að stöðvarnar gangi snurðulaust allan sólarhringinn hafa því verðmætt fjöregg í höndunum. Þeirra á meðal er vélaverkfræðingurinn Matthildur María Guðmundsdóttir, en hún stýrir núna áhugaverðu verkefni á svæðinu. „Hvernig við getum stytt viðhaldsstoppin á vélunum. Í staðinn fyrir að vera kannski viku, - að stytta það niður í fimm daga eða fjóra,“ segir Matthildur. Frá Hrauneyjafossvirkjun. Hún er næststærsta virkjunin á Þjórsársvæðinu, á eftir Búrfellsvirkjun 1.Mynd/Landsvirkjun.Landsvirkjunarmenn gefa ekki upp tekjur af einstökum virkjunum. Þó má áætla að verðmæti raforku frá virkjun eins og Hrauneyjafossi geti numið tólf til fjórtán milljónum króna á dag, en þar eru þrjár aflvélar. Það felast því mikil tækifæri í því að stytta þann tíma sem fer í ársskoðun á hverri vél. Hver vél er tekin í ástandsskoðun á hverju ári en ársskoðanir eru misstórar, að sögn Matthildar. „Það eru núna átján vélar á svæðinu sem þurfa að fara í þetta ferli. Og ef þetta er alltaf vika sem hver skoðun tekur, alveg lágmark, þá eru það náttúrlega bara átján vikur á árinu sem fara í ársskoðun,“ segir Matthildur. Nýjasta aflvélin, í Búrfelli 2, er sú nítjánda í röðinni á svæðinu en hún fer í fyrstu ársskoðun á næsta ári. Rætt var við Matthildi og fleiri starfsmenn á Þjórsársvæðinu í þættinum „Um land allt“, sem frumsýndur var á Stöð 2 þann 3. desember. Þáttinn má nálgast á efnisveitum Sýnar. Frétt Stöðvar 2 í kvöld má sjá hér: Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Sérfræðingar Landsvirkjunar leita nú leiða til að stytta viðhaldstíma virkjana en hver dagur sem sparast gefur færi á verulegum tekjuauka. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tekjur Landsvirkjunar á þessu ári stefna í að verða nærri 60 milljarðar króna, eða yfir 160 milljónir króna á hverjum einasta degi að jafnaði. Nærri helmingur raforkuframleiðslu fyrirtækisins er á Þjórsársvæðinu. Starfsmennirnir sem þar sjá um að stöðvarnar gangi snurðulaust allan sólarhringinn hafa því verðmætt fjöregg í höndunum. Þeirra á meðal er vélaverkfræðingurinn Matthildur María Guðmundsdóttir, en hún stýrir núna áhugaverðu verkefni á svæðinu. „Hvernig við getum stytt viðhaldsstoppin á vélunum. Í staðinn fyrir að vera kannski viku, - að stytta það niður í fimm daga eða fjóra,“ segir Matthildur. Frá Hrauneyjafossvirkjun. Hún er næststærsta virkjunin á Þjórsársvæðinu, á eftir Búrfellsvirkjun 1.Mynd/Landsvirkjun.Landsvirkjunarmenn gefa ekki upp tekjur af einstökum virkjunum. Þó má áætla að verðmæti raforku frá virkjun eins og Hrauneyjafossi geti numið tólf til fjórtán milljónum króna á dag, en þar eru þrjár aflvélar. Það felast því mikil tækifæri í því að stytta þann tíma sem fer í ársskoðun á hverri vél. Hver vél er tekin í ástandsskoðun á hverju ári en ársskoðanir eru misstórar, að sögn Matthildar. „Það eru núna átján vélar á svæðinu sem þurfa að fara í þetta ferli. Og ef þetta er alltaf vika sem hver skoðun tekur, alveg lágmark, þá eru það náttúrlega bara átján vikur á árinu sem fara í ársskoðun,“ segir Matthildur. Nýjasta aflvélin, í Búrfelli 2, er sú nítjánda í röðinni á svæðinu en hún fer í fyrstu ársskoðun á næsta ári. Rætt var við Matthildi og fleiri starfsmenn á Þjórsársvæðinu í þættinum „Um land allt“, sem frumsýndur var á Stöð 2 þann 3. desember. Þáttinn má nálgast á efnisveitum Sýnar. Frétt Stöðvar 2 í kvöld má sjá hér:
Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30
Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00
Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent