Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 16:08 Flynn hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller. Refsing hans fyrir að hafa logið að FBI verður ákvörðuð á morgun. Vísir/EPA Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa verið ákærðir fyrir að hafa unnið sem málsvarar tyrkneskra stjórnvalda á laun. Flynn játaði sig sjálfur sekan um að hafa logið um samskipti við rússneskan sendiherra. Bijan Kian og Ekim Alptekin eru ákærðir fyrir að hafa ekki skráð sig sem málsvarar erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Þeir eru taldir hafa tekið þátt í herferð sem Recep Erdogan, forseti Tyrklands, háði til að þrýsta á Bandaríkjastjórn um að vísa Fetullah Gulen, klerki og einum helsta pólitíska andstæðingi Erdogan, úr landi, að sögn New York Times. Flynn skrifaði skoðanagrein í bandarískt dagblað á kjördag árið 2016 þar sem hann gagnrýndi Gulen sem er búsettur í Pennsylvaníu. Tyrknesk stjórnvöld hafa sakað Gulen um að hafa skipulagt misheppnað valdarán. Þúsundir manna hafa verið handteknir eða reknir úr opinberum störfum í kjölfar þess. Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð Trump-framboðsins við Rússa, vísaði máli viðskiptafélaga Flynn til saksóknara í Virginíu. Þeir rannsökuðu málafylgjufyrirtæki Flynn og hvort það hefði starfað sem málsvarar Tyrklandsstjórnar. Kian er sagður hafa þrýst á þingmenn um að Gulen yrði framseldur til Tyrklands. Alptekin hefur náin tengsl við Erdogan forseta sem er sagður hafa fjármagnað herferðina vestanhafs. Flynn var rekinn sem þjóðaröryggisráðgjafi innan við mánuði eftir að hann tók við embættinu fyrir að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Þegar hann játaði að hafa logið að yfirvöldum um þau samskipti játaði hann einnig að hafa ítrekað brotið lög sem skylda fyrirtæki til að gera grein fyrir störfum sínum fyrir erlenda viðskiptavini. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var einnig ákærður fyrir að greina ekki frá málafylgjustöfum sínum við valdahafa í Úkraínu. Saksóknarar Mueller sögðu Flynn hafa veitt „verulega aðstoð“ við rannsókn þeirra. Refsing Flynn verður ákvörðuð á morgun. Saksóknararnir mæltu með að honum yrði sýnd mildi vegna samvinnu hans og krefjast ekki fangelsisdóms. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa verið ákærðir fyrir að hafa unnið sem málsvarar tyrkneskra stjórnvalda á laun. Flynn játaði sig sjálfur sekan um að hafa logið um samskipti við rússneskan sendiherra. Bijan Kian og Ekim Alptekin eru ákærðir fyrir að hafa ekki skráð sig sem málsvarar erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Þeir eru taldir hafa tekið þátt í herferð sem Recep Erdogan, forseti Tyrklands, háði til að þrýsta á Bandaríkjastjórn um að vísa Fetullah Gulen, klerki og einum helsta pólitíska andstæðingi Erdogan, úr landi, að sögn New York Times. Flynn skrifaði skoðanagrein í bandarískt dagblað á kjördag árið 2016 þar sem hann gagnrýndi Gulen sem er búsettur í Pennsylvaníu. Tyrknesk stjórnvöld hafa sakað Gulen um að hafa skipulagt misheppnað valdarán. Þúsundir manna hafa verið handteknir eða reknir úr opinberum störfum í kjölfar þess. Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð Trump-framboðsins við Rússa, vísaði máli viðskiptafélaga Flynn til saksóknara í Virginíu. Þeir rannsökuðu málafylgjufyrirtæki Flynn og hvort það hefði starfað sem málsvarar Tyrklandsstjórnar. Kian er sagður hafa þrýst á þingmenn um að Gulen yrði framseldur til Tyrklands. Alptekin hefur náin tengsl við Erdogan forseta sem er sagður hafa fjármagnað herferðina vestanhafs. Flynn var rekinn sem þjóðaröryggisráðgjafi innan við mánuði eftir að hann tók við embættinu fyrir að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Þegar hann játaði að hafa logið að yfirvöldum um þau samskipti játaði hann einnig að hafa ítrekað brotið lög sem skylda fyrirtæki til að gera grein fyrir störfum sínum fyrir erlenda viðskiptavini. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var einnig ákærður fyrir að greina ekki frá málafylgjustöfum sínum við valdahafa í Úkraínu. Saksóknarar Mueller sögðu Flynn hafa veitt „verulega aðstoð“ við rannsókn þeirra. Refsing Flynn verður ákvörðuð á morgun. Saksóknararnir mæltu með að honum yrði sýnd mildi vegna samvinnu hans og krefjast ekki fangelsisdóms.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00