Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 16:08 Flynn hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller. Refsing hans fyrir að hafa logið að FBI verður ákvörðuð á morgun. Vísir/EPA Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa verið ákærðir fyrir að hafa unnið sem málsvarar tyrkneskra stjórnvalda á laun. Flynn játaði sig sjálfur sekan um að hafa logið um samskipti við rússneskan sendiherra. Bijan Kian og Ekim Alptekin eru ákærðir fyrir að hafa ekki skráð sig sem málsvarar erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Þeir eru taldir hafa tekið þátt í herferð sem Recep Erdogan, forseti Tyrklands, háði til að þrýsta á Bandaríkjastjórn um að vísa Fetullah Gulen, klerki og einum helsta pólitíska andstæðingi Erdogan, úr landi, að sögn New York Times. Flynn skrifaði skoðanagrein í bandarískt dagblað á kjördag árið 2016 þar sem hann gagnrýndi Gulen sem er búsettur í Pennsylvaníu. Tyrknesk stjórnvöld hafa sakað Gulen um að hafa skipulagt misheppnað valdarán. Þúsundir manna hafa verið handteknir eða reknir úr opinberum störfum í kjölfar þess. Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð Trump-framboðsins við Rússa, vísaði máli viðskiptafélaga Flynn til saksóknara í Virginíu. Þeir rannsökuðu málafylgjufyrirtæki Flynn og hvort það hefði starfað sem málsvarar Tyrklandsstjórnar. Kian er sagður hafa þrýst á þingmenn um að Gulen yrði framseldur til Tyrklands. Alptekin hefur náin tengsl við Erdogan forseta sem er sagður hafa fjármagnað herferðina vestanhafs. Flynn var rekinn sem þjóðaröryggisráðgjafi innan við mánuði eftir að hann tók við embættinu fyrir að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Þegar hann játaði að hafa logið að yfirvöldum um þau samskipti játaði hann einnig að hafa ítrekað brotið lög sem skylda fyrirtæki til að gera grein fyrir störfum sínum fyrir erlenda viðskiptavini. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var einnig ákærður fyrir að greina ekki frá málafylgjustöfum sínum við valdahafa í Úkraínu. Saksóknarar Mueller sögðu Flynn hafa veitt „verulega aðstoð“ við rannsókn þeirra. Refsing Flynn verður ákvörðuð á morgun. Saksóknararnir mæltu með að honum yrði sýnd mildi vegna samvinnu hans og krefjast ekki fangelsisdóms. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa verið ákærðir fyrir að hafa unnið sem málsvarar tyrkneskra stjórnvalda á laun. Flynn játaði sig sjálfur sekan um að hafa logið um samskipti við rússneskan sendiherra. Bijan Kian og Ekim Alptekin eru ákærðir fyrir að hafa ekki skráð sig sem málsvarar erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Þeir eru taldir hafa tekið þátt í herferð sem Recep Erdogan, forseti Tyrklands, háði til að þrýsta á Bandaríkjastjórn um að vísa Fetullah Gulen, klerki og einum helsta pólitíska andstæðingi Erdogan, úr landi, að sögn New York Times. Flynn skrifaði skoðanagrein í bandarískt dagblað á kjördag árið 2016 þar sem hann gagnrýndi Gulen sem er búsettur í Pennsylvaníu. Tyrknesk stjórnvöld hafa sakað Gulen um að hafa skipulagt misheppnað valdarán. Þúsundir manna hafa verið handteknir eða reknir úr opinberum störfum í kjölfar þess. Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð Trump-framboðsins við Rússa, vísaði máli viðskiptafélaga Flynn til saksóknara í Virginíu. Þeir rannsökuðu málafylgjufyrirtæki Flynn og hvort það hefði starfað sem málsvarar Tyrklandsstjórnar. Kian er sagður hafa þrýst á þingmenn um að Gulen yrði framseldur til Tyrklands. Alptekin hefur náin tengsl við Erdogan forseta sem er sagður hafa fjármagnað herferðina vestanhafs. Flynn var rekinn sem þjóðaröryggisráðgjafi innan við mánuði eftir að hann tók við embættinu fyrir að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Þegar hann játaði að hafa logið að yfirvöldum um þau samskipti játaði hann einnig að hafa ítrekað brotið lög sem skylda fyrirtæki til að gera grein fyrir störfum sínum fyrir erlenda viðskiptavini. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var einnig ákærður fyrir að greina ekki frá málafylgjustöfum sínum við valdahafa í Úkraínu. Saksóknarar Mueller sögðu Flynn hafa veitt „verulega aðstoð“ við rannsókn þeirra. Refsing Flynn verður ákvörðuð á morgun. Saksóknararnir mæltu með að honum yrði sýnd mildi vegna samvinnu hans og krefjast ekki fangelsisdóms.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00