Norður-Kóreumenn segja afvopnun í hættu vegna refsiaðgerða Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 11:15 Herforingjar Norður- og Suður-Kóreu takast í hendur á hlutlausa svæðinu á milli ríkjanna tveggja. Þau byrjuðu að rífa niður varðstöðvar við landamærin í síðustu viku. Vísir/EPA Stjórnvöld í Pjongjang fordæmdu harðnandi refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og vöruðu við því að þær gætu leitt til þess að þau muni aldrei fallast á að afvopnast í gær. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn þremur norðurkóreskum embættismönnum vegna mannréttindabrota í síðustu viku. Lítið hefur þokast í átt að afvopnun eða mýkri samskiptum á milli Norður-Kóreu og umheimsins eftir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í júní. Viðræðum sem áttu að fara fram á milli Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Yong Chol, háttsetts embættismanns í Pjongjang, í nóvember var aflýst í skyndi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu norðurkóreska utanríkisráðherrans í gær var Trump lofaður fyrir „vilja“ til að bæta samskiptin. Bandaríski utanríkisráðuneytið væri hins vegar harðákveðið í að færa samskiptin aftur í sama far og í fyrra þegar þau einkenndust af hótunum á víxl. Varaði utanríkisráðherrann við því að ef Bandaríkjastjórn teldi að með refsiaðgerðunum gætu þau neytt Norður-Kóreu til þess að láta af hendi kjarnavopna sín „teldist það stærsta reikningsskekkja hennar og það mun stöðva leiðina að afkjarnavopnun Kóreuskaga til eilífðar, niðurstaða sem enginn kærir sig um“. Asía Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. 5. nóvember 2018 10:54 Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. 3. nóvember 2018 10:37 Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. 13. nóvember 2018 14:36 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang fordæmdu harðnandi refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og vöruðu við því að þær gætu leitt til þess að þau muni aldrei fallast á að afvopnast í gær. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn þremur norðurkóreskum embættismönnum vegna mannréttindabrota í síðustu viku. Lítið hefur þokast í átt að afvopnun eða mýkri samskiptum á milli Norður-Kóreu og umheimsins eftir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í júní. Viðræðum sem áttu að fara fram á milli Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Yong Chol, háttsetts embættismanns í Pjongjang, í nóvember var aflýst í skyndi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu norðurkóreska utanríkisráðherrans í gær var Trump lofaður fyrir „vilja“ til að bæta samskiptin. Bandaríski utanríkisráðuneytið væri hins vegar harðákveðið í að færa samskiptin aftur í sama far og í fyrra þegar þau einkenndust af hótunum á víxl. Varaði utanríkisráðherrann við því að ef Bandaríkjastjórn teldi að með refsiaðgerðunum gætu þau neytt Norður-Kóreu til þess að láta af hendi kjarnavopna sín „teldist það stærsta reikningsskekkja hennar og það mun stöðva leiðina að afkjarnavopnun Kóreuskaga til eilífðar, niðurstaða sem enginn kærir sig um“.
Asía Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. 5. nóvember 2018 10:54 Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. 3. nóvember 2018 10:37 Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. 13. nóvember 2018 14:36 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. 5. nóvember 2018 10:54
Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. 3. nóvember 2018 10:37
Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. 13. nóvember 2018 14:36