Sara: Gott að vera komin aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2018 09:00 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir ánægð í mótslok. Mynd/Instagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. Þetta var endurkoma fyrir Söru eftir að hún lenti í því að rifbeinsbrotna í miðri keppni á heimsleikunum í ágúst og varð þá að hætta keppni. Meiðslin voru mikil vonbrigði fyrir okkar konu enda hafði hún líklega aldrei verið í betra formi eða meira tilbúin að ná alla leið á heimsleikunum. Mótið í Dúbaí var góð prófraun á stöðu Söru eftir meiðslin og það er óhætt að segja að hún hafi staðið það próf með glans þótt að ekki hafi hún náð gullinu að þessu sinni. Sara endaði með 805 stig eða aðeins sex stigum frá öðru sætinu (Jamie Greene) og bara tólf stigum frá efstu konu sem var Samantha Briggs. Sara var að vinna á þær í lokin og náði sem dæmi í 190 stig af 200 mögulegum í síðustu tveimur greinunum. Það vantaði kannski bara eina grein í viðbót til að ná efsta sætinu. Í boði var sæti á heimsleikunum en Sara þarf nú að fara í gegnum undankeppnina til að komast aftur til Madison. Sara var mjög ánægð með endurkomuna og birti mynd af sér skælbrosandi á Instagram. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Sara undir myndina af sér með verðlaunapeninginn og bikarinn sem hún fékk fyrir að ná þriðja sætinu. Sara er með 1,3 milljón fylgendur á Instagram og þeir hafa keppst við að líka við myndina og senda henni góðar kveðjur. Sara er þegar komin með yfir 83 þúsund hjörtu (like) við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramWow it is good to be back . .. ... @dxbfitnesschamp A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Dec 15, 2018 at 6:13pm PST CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Í beinni: Stjarnan - Valur | Tímabilið hefst í Ásgarði „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. Þetta var endurkoma fyrir Söru eftir að hún lenti í því að rifbeinsbrotna í miðri keppni á heimsleikunum í ágúst og varð þá að hætta keppni. Meiðslin voru mikil vonbrigði fyrir okkar konu enda hafði hún líklega aldrei verið í betra formi eða meira tilbúin að ná alla leið á heimsleikunum. Mótið í Dúbaí var góð prófraun á stöðu Söru eftir meiðslin og það er óhætt að segja að hún hafi staðið það próf með glans þótt að ekki hafi hún náð gullinu að þessu sinni. Sara endaði með 805 stig eða aðeins sex stigum frá öðru sætinu (Jamie Greene) og bara tólf stigum frá efstu konu sem var Samantha Briggs. Sara var að vinna á þær í lokin og náði sem dæmi í 190 stig af 200 mögulegum í síðustu tveimur greinunum. Það vantaði kannski bara eina grein í viðbót til að ná efsta sætinu. Í boði var sæti á heimsleikunum en Sara þarf nú að fara í gegnum undankeppnina til að komast aftur til Madison. Sara var mjög ánægð með endurkomuna og birti mynd af sér skælbrosandi á Instagram. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Sara undir myndina af sér með verðlaunapeninginn og bikarinn sem hún fékk fyrir að ná þriðja sætinu. Sara er með 1,3 milljón fylgendur á Instagram og þeir hafa keppst við að líka við myndina og senda henni góðar kveðjur. Sara er þegar komin með yfir 83 þúsund hjörtu (like) við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramWow it is good to be back . .. ... @dxbfitnesschamp A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Dec 15, 2018 at 6:13pm PST
CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Í beinni: Stjarnan - Valur | Tímabilið hefst í Ásgarði „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Sjá meira