Fyrstu liðsfélagarnir með þrennu í sama leiknum í ellefu ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. desember 2018 09:30 Ekki allir fá að spila með átrúnaðargoðum sínum, hvað þá að skrifa sig í sögubækurnar með þeim vísir/getty LeBron James og Lonzo Ball urðu fyrstu samherjarnir til þess að ná báðir í þrefalda tvennu í einum og sama leiknum í NBA deildinni síðan árið 2007 þegar Los Angeles Lakers unnu Charlotte Hornets í nótt. James setti 24 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar og Ball var með 16 stig, 10 stoðsendingar og 10 fráköst í 128-100 sigrinum í Charlotte. Síðasta parið til þess að ná þessu voru Jason Kidd og Vince Carter fyrir New Jersey Nets í apríl 2007. Tveir leikmenn Lakers hafa ekki náð þrennu saman síðan Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar gerði það í janúar 1982. „Síðan hann kom hingað hefur þetta verið eins og að lifa í draumi. Ég horfði á hann spila allt mitt líf, hann var átrúnaðargoðið mitt í æsku. Ég held mig hafi hins vegar aldrei dreymt um að við næðum báðir þrefaldri tvennu í sama leiknum,“ sagði Ball sem var að ná sinni fyrstu þrennu á tímabilinu.@KingJames (24p/12r/11a) & @ZO2_ (16p/10r/10a) are the first teammates to record a triple-double in the same game since @RealJasonKidd (10p/16r/18a) & @mrvincecarter15 (46p/16r/10a) on April 7, 2007! #NBAVaultpic.twitter.com/XmCgkaFWSf — NBA History (@NBAHistory) December 16, 2018 Þreföldu tvennurnar héldu sig ekki bara í Charlotte því James Harden er kominn á flug og setti sína aðra þrennu í röð í sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies. Houston hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir 105-97 sigurinn. Harden skoraði 32 af stigunum 105 og bætti við 12 fráköstum og 10 stoðsendingum. Clint Capela bætti við 26 stigum fyrir Rockets og Gerald Green 17. Í liði Memphis var Mike Conley atkvæðamestur með 22 stig.James Harden records his 2nd consecutive triple-double with 32 PTS, 12 REB, 10 AST in the @HoustonRockets road victory! #Rocketspic.twitter.com/MXthxJbpC4 — NBA (@NBA) December 16, 2018 Chicago Bulls náði ótrúlegri endurkomu í seinni hálfleik í Texas og vann San Antonio Spurs með fimm stigum eftir að hafa verið 21 stigi undir. Kris Dunn skoraði 24 stig og Lauri Markkanen 23 í 98-93 leiknum. Chicago vann seinni hálfleikinn 55-31 og vann sinn annan sigur í röð. Leikmenn Chicago töpuðu boltanum aðeins þrisvar í seinni hálfleik og spiluðu frábæran varnarleik, héldu San Antonio í 16 og 15 stigum í þriðja og fjórða leikhluta.Kris Dunn (Season-high 24 PTS) and Lauri Markkanen (23 PTS) spark the @chicagobulls comeback victory in San Antonio! #BullsNationpic.twitter.com/JkhqZ69U6d — NBA (@NBA) December 16, 2018Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Utah Jazz 96-89 Charlotte Hornets - Los Angeles Lakers 100-128 Detroit Pistons - Boston Celtics 113-104 Memphis Grizzlies - Houston Rockets 97-105 San Antonio Spurs - Chicago Bulls 93-98 Oklahoma City Thunder - LA Clippers 110-104 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 107-99 NBA Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
LeBron James og Lonzo Ball urðu fyrstu samherjarnir til þess að ná báðir í þrefalda tvennu í einum og sama leiknum í NBA deildinni síðan árið 2007 þegar Los Angeles Lakers unnu Charlotte Hornets í nótt. James setti 24 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar og Ball var með 16 stig, 10 stoðsendingar og 10 fráköst í 128-100 sigrinum í Charlotte. Síðasta parið til þess að ná þessu voru Jason Kidd og Vince Carter fyrir New Jersey Nets í apríl 2007. Tveir leikmenn Lakers hafa ekki náð þrennu saman síðan Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar gerði það í janúar 1982. „Síðan hann kom hingað hefur þetta verið eins og að lifa í draumi. Ég horfði á hann spila allt mitt líf, hann var átrúnaðargoðið mitt í æsku. Ég held mig hafi hins vegar aldrei dreymt um að við næðum báðir þrefaldri tvennu í sama leiknum,“ sagði Ball sem var að ná sinni fyrstu þrennu á tímabilinu.@KingJames (24p/12r/11a) & @ZO2_ (16p/10r/10a) are the first teammates to record a triple-double in the same game since @RealJasonKidd (10p/16r/18a) & @mrvincecarter15 (46p/16r/10a) on April 7, 2007! #NBAVaultpic.twitter.com/XmCgkaFWSf — NBA History (@NBAHistory) December 16, 2018 Þreföldu tvennurnar héldu sig ekki bara í Charlotte því James Harden er kominn á flug og setti sína aðra þrennu í röð í sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies. Houston hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir 105-97 sigurinn. Harden skoraði 32 af stigunum 105 og bætti við 12 fráköstum og 10 stoðsendingum. Clint Capela bætti við 26 stigum fyrir Rockets og Gerald Green 17. Í liði Memphis var Mike Conley atkvæðamestur með 22 stig.James Harden records his 2nd consecutive triple-double with 32 PTS, 12 REB, 10 AST in the @HoustonRockets road victory! #Rocketspic.twitter.com/MXthxJbpC4 — NBA (@NBA) December 16, 2018 Chicago Bulls náði ótrúlegri endurkomu í seinni hálfleik í Texas og vann San Antonio Spurs með fimm stigum eftir að hafa verið 21 stigi undir. Kris Dunn skoraði 24 stig og Lauri Markkanen 23 í 98-93 leiknum. Chicago vann seinni hálfleikinn 55-31 og vann sinn annan sigur í röð. Leikmenn Chicago töpuðu boltanum aðeins þrisvar í seinni hálfleik og spiluðu frábæran varnarleik, héldu San Antonio í 16 og 15 stigum í þriðja og fjórða leikhluta.Kris Dunn (Season-high 24 PTS) and Lauri Markkanen (23 PTS) spark the @chicagobulls comeback victory in San Antonio! #BullsNationpic.twitter.com/JkhqZ69U6d — NBA (@NBA) December 16, 2018Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Utah Jazz 96-89 Charlotte Hornets - Los Angeles Lakers 100-128 Detroit Pistons - Boston Celtics 113-104 Memphis Grizzlies - Houston Rockets 97-105 San Antonio Spurs - Chicago Bulls 93-98 Oklahoma City Thunder - LA Clippers 110-104 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 107-99
NBA Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira