Útlit fyrir rigningarveður og „milt loft af suðrænum uppruna“ um jólin Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2018 11:35 Á þessum tímapunkti, tíu dögum fyrir jól, er ekki útlit fyrir snjó í höfuðborginni á aðfangadag. Vísir/vilhelm Tíu dagar eru nú til jóla og þyrstir marga eflaust í að vita hvort þau verði hvít eða rauð. Veðurfræðingar leggja áherslu á að enn sé langt í stóra daginn og því afar vandasamt að slá nokkru föstu um veðurfar yfir hátíðarnar. Eins og staðan er núna lítur þó út fyrir rauðan aðfangadag, með lægðagangi og „mildu lofti af suðrænum uppruna.“Milt loft af suðrænum uppruna heimsækir á aðfangadagEinar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun langtímaspá til tíu daga á Facebook-síðu sinni. Spáin nær því fram á aðfangadag en Einar gerir ekki ráð fyrir hvítum jólum í ár, þó að veðurkortin séu að vonum fyrirvörum háð. „Nú er langt til seilst, en veðurstaðan býður dálítið upp á kúnstir og „áhættu“ í spágerð,“ skrifar Einar. Hann boðar nýja lægð á fimmtudag í næstu viku, þann 20. desember, sem einkum verði „skeinuhætt“ við Reykjanes. Þá fari veður kólnandi helgina á eftir. Á aðfangadag gerir Einar ráð fyrir lægð á ný. „Bæði stóru langtímalíkönin gera ráð fyrir á aðfangadag að aðstreymi verði af mildu lofti af suðrænum uppruna á nýjan leik.“ Ekki útilokað að hvítni á Þorláksmessu Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að enn sé langt í jólin og því erfitt að spá fyrir um það hvernig veðrið verði yfir hátíðarnar. Hann setur því ríkan fyrirvara á langtímaspána. Þorsteinn segir að enn sé rigning í spánum fram eftir næstu viku. Búast má við skammvinnri norðanátt miðvikudaginn 19. desember með kólnandi veðri en hlýnar á ný fimmtudag á föstudag, líkt og Einar nefndi í sínum spám. Helgina fyrir jól, laugardaginn 22. desember og á Þorláksmessu, kólnar svo að öllum líkindum á ný. „Þannig að það er ekki ólíklegt að það geti hvítnað eitthvað yfir öllu landinu.“ Erfitt sé þó að áætla hvað taki við eftir helgina, þ.e. á aðfangadag og jóladag á mánudag og þriðjudag í þarnæstu viku. Þorsteinn tekur þó undir með Einari og segir að hugsanlega gæti brostið á með sunnanrigningarveðri á aðfangadag.Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur.Vísir/GVA„Ef það væri komin föl þá myndi hún skolast væntanlega í burtu. Eins og þetta lítur út núna á aðfangadag þá er einhver lægðagangur í kortunum. En það er svolítið langt í það enn þá, það eina sem er víst er að það er að kólna núna og þá aukast líkurnar á að það verði föl.“„Hef. Ekki. Hugmynd.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur leggur enn fremur ríka áherslu á að afar erfitt sé að segja nokkuð til um veðurfar yfir jól á þessum tímapunkti. „Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd,“ skrifar Birta Líf í færslu á Twitter. Hún lætur fylgja með mynd af síðasta spákerfinu sem Veðurstofan hefur aðgang að, Þorláksmessukvöld. „En það mun örugglega pottþétt breytast oft,“ bætir Birta Líf við.Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd Hér er síðasta spáskrefið sem við höfum aðgang að, Þorláksmessukvöld, en það mun örugglega pottþétt breytast oft #Veðurlíf pic.twitter.com/6OimXs6Brx— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 14, 2018 Jól Veður Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Tíu dagar eru nú til jóla og þyrstir marga eflaust í að vita hvort þau verði hvít eða rauð. Veðurfræðingar leggja áherslu á að enn sé langt í stóra daginn og því afar vandasamt að slá nokkru föstu um veðurfar yfir hátíðarnar. Eins og staðan er núna lítur þó út fyrir rauðan aðfangadag, með lægðagangi og „mildu lofti af suðrænum uppruna.“Milt loft af suðrænum uppruna heimsækir á aðfangadagEinar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun langtímaspá til tíu daga á Facebook-síðu sinni. Spáin nær því fram á aðfangadag en Einar gerir ekki ráð fyrir hvítum jólum í ár, þó að veðurkortin séu að vonum fyrirvörum háð. „Nú er langt til seilst, en veðurstaðan býður dálítið upp á kúnstir og „áhættu“ í spágerð,“ skrifar Einar. Hann boðar nýja lægð á fimmtudag í næstu viku, þann 20. desember, sem einkum verði „skeinuhætt“ við Reykjanes. Þá fari veður kólnandi helgina á eftir. Á aðfangadag gerir Einar ráð fyrir lægð á ný. „Bæði stóru langtímalíkönin gera ráð fyrir á aðfangadag að aðstreymi verði af mildu lofti af suðrænum uppruna á nýjan leik.“ Ekki útilokað að hvítni á Þorláksmessu Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að enn sé langt í jólin og því erfitt að spá fyrir um það hvernig veðrið verði yfir hátíðarnar. Hann setur því ríkan fyrirvara á langtímaspána. Þorsteinn segir að enn sé rigning í spánum fram eftir næstu viku. Búast má við skammvinnri norðanátt miðvikudaginn 19. desember með kólnandi veðri en hlýnar á ný fimmtudag á föstudag, líkt og Einar nefndi í sínum spám. Helgina fyrir jól, laugardaginn 22. desember og á Þorláksmessu, kólnar svo að öllum líkindum á ný. „Þannig að það er ekki ólíklegt að það geti hvítnað eitthvað yfir öllu landinu.“ Erfitt sé þó að áætla hvað taki við eftir helgina, þ.e. á aðfangadag og jóladag á mánudag og þriðjudag í þarnæstu viku. Þorsteinn tekur þó undir með Einari og segir að hugsanlega gæti brostið á með sunnanrigningarveðri á aðfangadag.Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur.Vísir/GVA„Ef það væri komin föl þá myndi hún skolast væntanlega í burtu. Eins og þetta lítur út núna á aðfangadag þá er einhver lægðagangur í kortunum. En það er svolítið langt í það enn þá, það eina sem er víst er að það er að kólna núna og þá aukast líkurnar á að það verði föl.“„Hef. Ekki. Hugmynd.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur leggur enn fremur ríka áherslu á að afar erfitt sé að segja nokkuð til um veðurfar yfir jól á þessum tímapunkti. „Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd,“ skrifar Birta Líf í færslu á Twitter. Hún lætur fylgja með mynd af síðasta spákerfinu sem Veðurstofan hefur aðgang að, Þorláksmessukvöld. „En það mun örugglega pottþétt breytast oft,“ bætir Birta Líf við.Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd Hér er síðasta spáskrefið sem við höfum aðgang að, Þorláksmessukvöld, en það mun örugglega pottþétt breytast oft #Veðurlíf pic.twitter.com/6OimXs6Brx— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 14, 2018
Jól Veður Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira