Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 10:10 Þrátt fyrir ungan aldur hefur Greta Thunberg látið verulega að sér kveða í umræðunni um loftslagsmál. Vísir/EPA Fimmtán ára gömul stúlka frá Svíþjóð sem er í skólaverkfalli til að knýja á um aðgerðir í loftslagsmálum lét fulltrúa ríkja heims heyra það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í fyrradag. Sagði hún þá óttast að grípa til óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða og að þeir væru að stela framtíð barna. Greta Thunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Verkfall Thunberg hefur vakið heimsathygli og var henni í kjölfarið boðið að taka til máls á COP24-loftslagsráðstefnu SÞ í Katowice í Póllandi sem á að ljúka í dag. „Ég bjóst við að það væri meira um aðgerðir og minna um tal, þetta er aðallega bara spjall. Þetta er magnað tækifæri en ef þetta heldur áfram eins og núna munum við aldrei ná neinum árangri,“ hafði vefsíðan Grist eftir Thunberg í síðustu viku. Í ávarpi sem Thunberg hélt á miðvikudagskvöld fordæmdi hún aðgerðaleysi ríkja heims gegn yfirvofandi loftslagsvá. „Þið talið bara um endalausan grænan hagvöxt vegna þess að þið eruð of hrædd við að vera óvinsæl. Þið talið bara um að halda áfram með sömu vondu hugmyndirnar sem komu okkur í þessi vandræði jafnvel þó að það skynsamlegasta væri að taka í neyðarhemilinn. Þið eruð ekki nógu þroskuð til að segja hlutina eins og þeir eru. Þið skiljið meira að segja þær byrðar eftir fyrir okkur börnin,“ sagði Thunberg. Sagði hún að verið væri að fórna siðmenningu manna fyrir gróða örfárra einstaklinga og lífhvolfi jarðar væri fórnað svo að auðugt fólk í löndum eins og Svíþjóð gæti áfram lifað í vellystingum. Þægindi fárra væru keypt með þjáningum margra. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði hún.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ávarp Thunberg á myndbandi bandarísku vefsíðunnar Democracy Now! Evrópa Loftslagsmál Norðurlönd Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 „Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Fimmtán ára gömul stúlka frá Svíþjóð sem er í skólaverkfalli til að knýja á um aðgerðir í loftslagsmálum lét fulltrúa ríkja heims heyra það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í fyrradag. Sagði hún þá óttast að grípa til óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða og að þeir væru að stela framtíð barna. Greta Thunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Verkfall Thunberg hefur vakið heimsathygli og var henni í kjölfarið boðið að taka til máls á COP24-loftslagsráðstefnu SÞ í Katowice í Póllandi sem á að ljúka í dag. „Ég bjóst við að það væri meira um aðgerðir og minna um tal, þetta er aðallega bara spjall. Þetta er magnað tækifæri en ef þetta heldur áfram eins og núna munum við aldrei ná neinum árangri,“ hafði vefsíðan Grist eftir Thunberg í síðustu viku. Í ávarpi sem Thunberg hélt á miðvikudagskvöld fordæmdi hún aðgerðaleysi ríkja heims gegn yfirvofandi loftslagsvá. „Þið talið bara um endalausan grænan hagvöxt vegna þess að þið eruð of hrædd við að vera óvinsæl. Þið talið bara um að halda áfram með sömu vondu hugmyndirnar sem komu okkur í þessi vandræði jafnvel þó að það skynsamlegasta væri að taka í neyðarhemilinn. Þið eruð ekki nógu þroskuð til að segja hlutina eins og þeir eru. Þið skiljið meira að segja þær byrðar eftir fyrir okkur börnin,“ sagði Thunberg. Sagði hún að verið væri að fórna siðmenningu manna fyrir gróða örfárra einstaklinga og lífhvolfi jarðar væri fórnað svo að auðugt fólk í löndum eins og Svíþjóð gæti áfram lifað í vellystingum. Þægindi fárra væru keypt með þjáningum margra. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði hún.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ávarp Thunberg á myndbandi bandarísku vefsíðunnar Democracy Now!
Evrópa Loftslagsmál Norðurlönd Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 „Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52
„Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00