Skýr leiðarvísir Hörður Ægisson skrifar 14. desember 2018 08:00 Það er stundum sagt að Íslendingar mættu horfa meira til nágranna sinna á hinum Norðurlöndunum, meðal annars þegar rætt er um umgjörð fjármálakerfisins. Því miður fara orð og efndir þar sjaldnast saman. Tíu árum eftir fjármálahrunið er bankakerfið að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, opinberar álögur eru margfalt hærri en þekkjast annars staðar og bankarnir þurfa að binda mun meira eigið fé en þekkist almennt hjá bönkum í Evrópu. Niðurstaðan er kostnaðarsamt fjármálakerfi sem heimili og fyrirtæki þurfa að greiða fyrir í formi hærri vaxtakjara en ella. Í stórgóðri hvítbók starfshóps um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem var kynnt í vikunni, er bent á leiðir til hagræðingar sem yrðu til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið. Þar hafa stjórnvöld stóru hlutverki að gegna. Þannig nema sértækir skattar sem leggjast á bankana 0,55 prósentum af meðalstöðu eigna þeirra sem er um ellefu sinnum hærra hlutfall en í Svíþjóð og Danmörku. Starfshópurinn leggur til að þeir skattar verði lækkaðir hraðar en nú er ráðgert enda væri sú ráðstöfun til þess fallin að draga úr vaxtamun bankanna. Þá er mikilvægt að lækkun sértækra skatta verði lögfest áður en hafist verður handa við að selja bankana þar sem skattarnir myndu að öðrum kosti hafa verulega neikvæð áhrif á það verð sem ríkissjóður fengi fyrir eignarhluti sína í bönkunum. Engar vestrænar þjóðir hafa talið skynsamlegt að ríkið sé alltumlykjandi á bankamarkaði. Það kemur ekki til af ástæðulausu enda fylgir því áhætta og fórnarkostnaður fyrir ríkið að vera með 400 milljarða bundna sem eigið fé í Íslandsbanka og Landsbankanum. Slíkt eignarhald, sem jafngildir 17 prósentum af landsframleiðslu, er einsdæmi á Vesturlöndum. Öll rök hníga að því að dregið verði úr þeirri áhættu skattgreiðenda, með því að koma á fjölbreyttu, traustu og dreifðu eignarhaldi, en starfshópurinn nefnir að kannaður verði sá möguleiki að selja Íslandsbanka að hluta eða í heild til erlends banka. Þótt slík niðurstaða væri eftirsóknarverð þá byggist hún á óskhyggju. Fyrri tilraunir til að selja Íslandsbanka og Arion banka sýndu að erlendir bankar höfðu á þeim lítinn áhuga nema þá á hrakvirði. Þá hefur sú breyting orðið eftir fjármálakreppuna, eins og Bankasýslan bendir á, að samrunar og yfirtökur á bönkum á milli Evrópuríkja eru fáheyrðir. Þar kemur til bitur reynslu af fyrri yfirtökum, lítil arðsemi, flókið regluverk og strangari eiginfjárkröfur – bankar eru því fremur að draga sig út úr fyrri fjárfestingum og einbeita sér að kjarnarekstri heima fyrir. Eigi að takast að koma bönkunum úr ríkiseigu þarf það að gerast í alþjóðlegum útboðum. Reynslan af útboði Arion banka fyrr á árinu sýnir að það er eftirspurn eftir íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Undirbúningsvinna fyrir hlutafjárútboð og skráningu er langt ferli, sem getur tekið meira en eitt ár, og því mikilvægt að hefja hana sem fyrst þótt aðstæður á mörkuðum kunni um stundarsakir að vera erfiðar. Það vill oft gleymast að samkeppnishæft og skilvirkt bankakerfi, sem miðlar fjármagni með sem ódýrustum hætti í arðbærustu fjárfestingarnar, er lykilatriði til að bæta framleiðni á Íslandi. Við óbreytt eignarhald mun það ekki gerast. Stjórnvöld hafa núna fengið skýran leiðarvísi um hvernig megi bæta úr því. Þau eiga að fara eftir honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Hörður Ægisson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að Íslendingar mættu horfa meira til nágranna sinna á hinum Norðurlöndunum, meðal annars þegar rætt er um umgjörð fjármálakerfisins. Því miður fara orð og efndir þar sjaldnast saman. Tíu árum eftir fjármálahrunið er bankakerfið að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, opinberar álögur eru margfalt hærri en þekkjast annars staðar og bankarnir þurfa að binda mun meira eigið fé en þekkist almennt hjá bönkum í Evrópu. Niðurstaðan er kostnaðarsamt fjármálakerfi sem heimili og fyrirtæki þurfa að greiða fyrir í formi hærri vaxtakjara en ella. Í stórgóðri hvítbók starfshóps um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem var kynnt í vikunni, er bent á leiðir til hagræðingar sem yrðu til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið. Þar hafa stjórnvöld stóru hlutverki að gegna. Þannig nema sértækir skattar sem leggjast á bankana 0,55 prósentum af meðalstöðu eigna þeirra sem er um ellefu sinnum hærra hlutfall en í Svíþjóð og Danmörku. Starfshópurinn leggur til að þeir skattar verði lækkaðir hraðar en nú er ráðgert enda væri sú ráðstöfun til þess fallin að draga úr vaxtamun bankanna. Þá er mikilvægt að lækkun sértækra skatta verði lögfest áður en hafist verður handa við að selja bankana þar sem skattarnir myndu að öðrum kosti hafa verulega neikvæð áhrif á það verð sem ríkissjóður fengi fyrir eignarhluti sína í bönkunum. Engar vestrænar þjóðir hafa talið skynsamlegt að ríkið sé alltumlykjandi á bankamarkaði. Það kemur ekki til af ástæðulausu enda fylgir því áhætta og fórnarkostnaður fyrir ríkið að vera með 400 milljarða bundna sem eigið fé í Íslandsbanka og Landsbankanum. Slíkt eignarhald, sem jafngildir 17 prósentum af landsframleiðslu, er einsdæmi á Vesturlöndum. Öll rök hníga að því að dregið verði úr þeirri áhættu skattgreiðenda, með því að koma á fjölbreyttu, traustu og dreifðu eignarhaldi, en starfshópurinn nefnir að kannaður verði sá möguleiki að selja Íslandsbanka að hluta eða í heild til erlends banka. Þótt slík niðurstaða væri eftirsóknarverð þá byggist hún á óskhyggju. Fyrri tilraunir til að selja Íslandsbanka og Arion banka sýndu að erlendir bankar höfðu á þeim lítinn áhuga nema þá á hrakvirði. Þá hefur sú breyting orðið eftir fjármálakreppuna, eins og Bankasýslan bendir á, að samrunar og yfirtökur á bönkum á milli Evrópuríkja eru fáheyrðir. Þar kemur til bitur reynslu af fyrri yfirtökum, lítil arðsemi, flókið regluverk og strangari eiginfjárkröfur – bankar eru því fremur að draga sig út úr fyrri fjárfestingum og einbeita sér að kjarnarekstri heima fyrir. Eigi að takast að koma bönkunum úr ríkiseigu þarf það að gerast í alþjóðlegum útboðum. Reynslan af útboði Arion banka fyrr á árinu sýnir að það er eftirspurn eftir íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Undirbúningsvinna fyrir hlutafjárútboð og skráningu er langt ferli, sem getur tekið meira en eitt ár, og því mikilvægt að hefja hana sem fyrst þótt aðstæður á mörkuðum kunni um stundarsakir að vera erfiðar. Það vill oft gleymast að samkeppnishæft og skilvirkt bankakerfi, sem miðlar fjármagni með sem ódýrustum hætti í arðbærustu fjárfestingarnar, er lykilatriði til að bæta framleiðni á Íslandi. Við óbreytt eignarhald mun það ekki gerast. Stjórnvöld hafa núna fengið skýran leiðarvísi um hvernig megi bæta úr því. Þau eiga að fara eftir honum.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun