WOW hverfur aftur til fortíðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. desember 2018 19:30 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. Snemma í morgun var 350 starfsmönnum WOW air sagt upp, þar af 111 fastráðnum og um 240 verktökum. Uppsagnirnar dreifast á allar deildir en flugliðar eru stærsti einstaki hópurinn. Fjörtíu fastráðnum flugliðum var sagt upp og tugum lausráðinna. Engum fastráðnum flugmönnum var sagt upp en samningar við fjölda verktaka verða ekki endurnýjaðir. „Augljóslega er þetta búið að vera mjög erfiður dagur og þungbær. En þetta er því miður nauðsynlegt í ljósi aðstæðna og ég væri ekki að gera þetta nema ég teldi það vera fyrir bestu fyrir WOW til lengri tíma litið," segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Flugvélum verður fækkað úr tuttugu í ellefu.Vísir/VilhelmHann segir uppsagnirnar ekki beina kröfu Indigo Partners, sem ætla að fjárfesta í félaginu. Hins vegar hafi þeir talið að einfalda þyrfti reksturinn til þess að ná arðsemi á ný. Engar frekari uppsagnir eru fyrirhugaðar að sögn Skúla og var ákveðið að fara í eina stóra aðgerð til þess að höggva á hnútinn. „Ég ætla alls ekki að gera þá að blóraböggli í þessu máli. Við þurfum að bera ábyrgð á eigin rekstri," segir Skúli. Færa á flugfélagið aftur í einfaldari búning og er horft til ársins 2016 sem fyrirmyndar. Þotum verður fækkað úr tuttugu og niður í ellefu og áfangastöðum verður fækkað. Ef 2016 er notað sem fyrirmynd gætu áfangastaðirnir farið úr 37 og niður í 29. En eina sem er ljóst núna með leiðarkerfið er að breiðþotur verða teknar úr notkun og flugi til Los Angeles og Nýju Delí verður hætt. „En ég legg áherslu á ða það verða engar breytingar gerðar núna um hátíðirnar heldur ganga breytingarnar í gegn um miðjan janúar," segir Skúli. Hann segist sjálfur bera ábyrgð á stöðunni, hann hafi ætlað sér of mikið og misst sjónar á því að ná árangri sem lággjaldaflugfélag. „Við fórum að haga okkur eins og gömlu legacy-flugfélögin, því miður. Við vorum komin út um víðan völl og vorum farin að reyna gera allt fyrir alla. Það er náttúrulega mun flóknara en að hafa reksturinn einfaldan. Því miður voru þetta mikil mistök og það er þá jafnframt mikilvægt að horfast í augu við það og takast á við vandamálið. Það er það sem ég er að gera hér í dag," segir Skúli. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Mikið flökt hefur verið á hlutabréfaverði flugfélagsins undanfarið. 13. desember 2018 11:34 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. Snemma í morgun var 350 starfsmönnum WOW air sagt upp, þar af 111 fastráðnum og um 240 verktökum. Uppsagnirnar dreifast á allar deildir en flugliðar eru stærsti einstaki hópurinn. Fjörtíu fastráðnum flugliðum var sagt upp og tugum lausráðinna. Engum fastráðnum flugmönnum var sagt upp en samningar við fjölda verktaka verða ekki endurnýjaðir. „Augljóslega er þetta búið að vera mjög erfiður dagur og þungbær. En þetta er því miður nauðsynlegt í ljósi aðstæðna og ég væri ekki að gera þetta nema ég teldi það vera fyrir bestu fyrir WOW til lengri tíma litið," segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Flugvélum verður fækkað úr tuttugu í ellefu.Vísir/VilhelmHann segir uppsagnirnar ekki beina kröfu Indigo Partners, sem ætla að fjárfesta í félaginu. Hins vegar hafi þeir talið að einfalda þyrfti reksturinn til þess að ná arðsemi á ný. Engar frekari uppsagnir eru fyrirhugaðar að sögn Skúla og var ákveðið að fara í eina stóra aðgerð til þess að höggva á hnútinn. „Ég ætla alls ekki að gera þá að blóraböggli í þessu máli. Við þurfum að bera ábyrgð á eigin rekstri," segir Skúli. Færa á flugfélagið aftur í einfaldari búning og er horft til ársins 2016 sem fyrirmyndar. Þotum verður fækkað úr tuttugu og niður í ellefu og áfangastöðum verður fækkað. Ef 2016 er notað sem fyrirmynd gætu áfangastaðirnir farið úr 37 og niður í 29. En eina sem er ljóst núna með leiðarkerfið er að breiðþotur verða teknar úr notkun og flugi til Los Angeles og Nýju Delí verður hætt. „En ég legg áherslu á ða það verða engar breytingar gerðar núna um hátíðirnar heldur ganga breytingarnar í gegn um miðjan janúar," segir Skúli. Hann segist sjálfur bera ábyrgð á stöðunni, hann hafi ætlað sér of mikið og misst sjónar á því að ná árangri sem lággjaldaflugfélag. „Við fórum að haga okkur eins og gömlu legacy-flugfélögin, því miður. Við vorum komin út um víðan völl og vorum farin að reyna gera allt fyrir alla. Það er náttúrulega mun flóknara en að hafa reksturinn einfaldan. Því miður voru þetta mikil mistök og það er þá jafnframt mikilvægt að horfast í augu við það og takast á við vandamálið. Það er það sem ég er að gera hér í dag," segir Skúli.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Mikið flökt hefur verið á hlutabréfaverði flugfélagsins undanfarið. 13. desember 2018 11:34 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52
Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00
Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36
Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Mikið flökt hefur verið á hlutabréfaverði flugfélagsins undanfarið. 13. desember 2018 11:34