Björgvin Karl upp í annað sætið eftir eyðimerkurhlaupið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2018 11:54 Brendan Wills vann grein þrjú. Mynd/Instagram/dxbfitnesschamp Björgvin Karl Guðmundsson hækkaði sig um eitt sæti á öðrum keppnisdeginum á Crossfit mótinu í Dúbaí en mótið heitir Dubai CrossFit Championship. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er áfram í sjötta sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir er níunda. Björgvin Karl er nú kominn upp í annað sætið þegar búnar eru þrjár greinar á mótinu. Hann er með 243 stig og er aðeins tveimur stigum á eftir efsta manni sem Willy Georges. Björgvin Karl varð sjöundi í einu grein dagsins sem var átta kílómetra hlaup í eyðimörkinni. Helming leiðarinnar þurfti íþróttafólkið að hlaupa með þyngingarvesti. Björgvin Karl kom í mark á 36 mínútum og 13 sekúndum en fyrstur í mark var Brendan Willis á 34 mínútum og 19 sekúndum. Björgvin fékk 73 stig fyrir grein dagsins en hafði náð fjórða sætinu í fyrstu tveimur greinunum. Næstur á eftir Björgvini er áfram margfaldi Crossfit meistarinn Mathew Frasier en Frasier er þremur stigum á eftir Íslendingnum. Frederik Ægidius, unnusti Anníe Mist Þórisdóttur, er í 20. sæti eftir þessa tvo fyrstu keppnisdaga.@saeedhareb@dxbfitnesschamp بطولة دبي للكروس فت محمية المرمومhttps://t.co/ibRJXb1CvB التغطية الحية@crossfitgamespic.twitter.com/BnaEwuJs8p — The CrossFit Games (@CrossFitGames) December 13, 2018Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð níunda í eyðimerkurhlaupinu en hélt sjötta sætinu. Sara vann fyrstu grein en datt niður í sjötta sætið eftir grein tvö. Sara er kominn með 224 stig eftir þrjár greinar en hún er aðeins fjórum stigum frá fimmta sætinu. Efst er Samantha Briggs með 285 stig eða tuttugu stigum meira en Jamie Greene sem er önnur. Sara er 61 stigi á eftir efstu konu. Oddrún Eik Gylfadóttir er í níunda sæti með 199 stig en hún endaði einu sæti oig 24 sekúndum á undan Söru í eyðimerkurhlaupinu. Sara kom í mark á 41 mínútu og 47 sekúndum en Eik á 41 mínútu og 23 sekúndum. CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson hækkaði sig um eitt sæti á öðrum keppnisdeginum á Crossfit mótinu í Dúbaí en mótið heitir Dubai CrossFit Championship. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er áfram í sjötta sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir er níunda. Björgvin Karl er nú kominn upp í annað sætið þegar búnar eru þrjár greinar á mótinu. Hann er með 243 stig og er aðeins tveimur stigum á eftir efsta manni sem Willy Georges. Björgvin Karl varð sjöundi í einu grein dagsins sem var átta kílómetra hlaup í eyðimörkinni. Helming leiðarinnar þurfti íþróttafólkið að hlaupa með þyngingarvesti. Björgvin Karl kom í mark á 36 mínútum og 13 sekúndum en fyrstur í mark var Brendan Willis á 34 mínútum og 19 sekúndum. Björgvin fékk 73 stig fyrir grein dagsins en hafði náð fjórða sætinu í fyrstu tveimur greinunum. Næstur á eftir Björgvini er áfram margfaldi Crossfit meistarinn Mathew Frasier en Frasier er þremur stigum á eftir Íslendingnum. Frederik Ægidius, unnusti Anníe Mist Þórisdóttur, er í 20. sæti eftir þessa tvo fyrstu keppnisdaga.@saeedhareb@dxbfitnesschamp بطولة دبي للكروس فت محمية المرمومhttps://t.co/ibRJXb1CvB التغطية الحية@crossfitgamespic.twitter.com/BnaEwuJs8p — The CrossFit Games (@CrossFitGames) December 13, 2018Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð níunda í eyðimerkurhlaupinu en hélt sjötta sætinu. Sara vann fyrstu grein en datt niður í sjötta sætið eftir grein tvö. Sara er kominn með 224 stig eftir þrjár greinar en hún er aðeins fjórum stigum frá fimmta sætinu. Efst er Samantha Briggs með 285 stig eða tuttugu stigum meira en Jamie Greene sem er önnur. Sara er 61 stigi á eftir efstu konu. Oddrún Eik Gylfadóttir er í níunda sæti með 199 stig en hún endaði einu sæti oig 24 sekúndum á undan Söru í eyðimerkurhlaupinu. Sara kom í mark á 41 mínútu og 47 sekúndum en Eik á 41 mínútu og 23 sekúndum.
CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Sjá meira