Erum að vakna upp við vondan draum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. desember 2018 08:00 "Við vitum meira í dag um margvísleg áhrif streitu á heilsu. Hún veldur þreytu og svefntruflunum sem hafa áhrif á vinnufærni okkar og getur valdið slysum,“ segir Alma Dagbjört Möller landlæknir. Fréttablaðið/Ernir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur spáð því að árið 2020 verði þunglyndi meginorsök örorku í heiminum og að streita og þunglyndi kosti bandarískan efnahag hundruð milljarða dollara á ári í tekjur. Kulnun er hugtak sem er notað yfir það þegar fólk brennur út í starfi. En þetta ástand sem skapast eftir langvarandi og alvarlega streitu er skilgreint af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem örmögnun (e. vital exhaustion). „Vanlíðan og alvarleg veikindi vegna streitu varða almannahag. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Streita er langstærsta ástæða heilsubrests og brottfalls á vinnustöðum landsins. Konur sem eru um fertugt eru stærsti hópurinn sem leitar sér aðstoðar en ungir karlmenn eru líka stækkandi hópur,“ segir Alma og vísar í tölfræði VIRK sem hefur það hlutverk að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa. Á síðasta ári leituðu þangað 1.854 einstaklingar vegna heilsubrests í starfi. Langstærstur hluti þeirra sem leitar eftir hjálp hjá VIRK eru konur, eða 66%, og karlar 34%. Yfir 70% þeirra sem leita til VIRK hafa ekki starfsgetu vegna andlegra sjúkdóma eða stoðkerfisvandamála og þeim einstaklingum sem glíma við bæði stoðkerfisvanda og geðrænan fer fjölgandi. „Við vitum meira í dag um margvísleg áhrif streitu á heilsu. Hún veldur þreytu og svefntruflunum sem hafa áhrif á vinnufærni okkar og getur valdið slysum. Streita veikir einnig ónæmiskerfið og getur valdið líkamlegum veikindum. Framleiðni verður minni og farsæld í samfélaginu verður einnig minni,“ segir Alma. „Líf okkar er að breytast. Það er að breytast með tækniframförum og þéttari byggð. Það er meiri hraði, kröfurnar eru fleiri. Verkefnin sem fylgja okkar breytta líferni eru fleiri, en við höfum ekki tíma til að sinna þeim. Og það tekur toll. Við sjáum merki um þetta í lýðheilsuvísum okkar. Við sjáum til dæmis að bæði börn og fullorðnir fá ekki nægan svefn. Svefn er svo mikilvægur í því að efla mótstöðuafl okkar gegn streitu. Unglingar þurfa um níu tíma svefn en í lýðheilsuvísum okkar kemur til dæmis fram að 40% unglinga á höfuðborgarsvæðinu fá minna en sjö tíma svefn. Fjórðungur fullorðinna sefur minna eða jafnt og sex tíma á nóttu. Það er alltof lítið,“ segir Alma. Alma segir aukna áherslu hjá fyrirtækjum á að sinna samfélagslegri ábyrgð og vill beina því til þeirra að stuðla að minni streitu og betri heilsu starfsmanna sinna. „Því fylgir samfélagsleg ábyrgð að reka heilsueflandi vinnustað. Það er svo ótrúlega mikilvægt að koma böndum á þetta. Við erum nefnilega að vakna upp við vondan draum og þurfum að horfa á allt samfélagið. Heilsa er ekki bara mál heilbrigðiskerfisins heldur samfélagsins alls. „Lífið er ekki dans á rósum og allir lenda í erfiðleikum og skakkaföllum. Það er mikilvægt að þjálfa upp þá eiginleika sem eru mikilvægir til að takast á við áföll. Þrautseigju er hægt að þjálfa upp. En þó að þrautseigjan sé góð vörn gegn streitu þá er hvíldin það enn frekar,“ ítrekar Alma. „Og við getum ekki ofhlaðið okkur verkefnum. Sænska sjónvarpið framleiddi þætti um streitu á meðal kvenna sem voru sýndir á RÚV um daginn. Þar er fjallað um konur sem brenna út í starfi. Í kvennabaráttunni sögðu konur: We can do it. En kannski ættu þær konur sem eru ofhlaðnar verkefnum nú að krefjast eðlilegra álags og segja: We can’t do it.“ Alma segist hafa lesið hugleiðingar rithöfundarins Guðrúnar Evu Mínervudóttur sem upplifði kulnun fyrir nokkrum misserum. „Hún sagði: Gerðu færra, gerðu eitt í einu, gerðu það hægar. Hafðu lengra bil á milli gjörða. Og þetta er einmitt málið. Samfélag okkar er á svo mikilli ferð. Við þurfum að hægja á okkur. Við ætlum okkur svo mikið.“Konur og karlar jafn útsett fyrir streitu Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Forvörnum ehf., stýrir hópum karla sem koma saman og ræða um reynslu sína af því að brenna út í starfi. Hún segir karla og konur jafn útsett fyrir streitu. En karlar afneiti frekar vandanum og leiti sér seint aðstoðar. „Karlmenn virðast vera seinni til að fella niður afneitun sína á vandamálinu og leita aðstoðar. Þá er vandinn orðinn ansi mikill og erfitt fyrir þá að horfa lengur fram hjá vandamálinu. Konur og karlar eru jafn útsett fyrir streitu, en konur hins vegar veljast meira í störf þar sem eru áhættuþættir fyrir að kulna í starfi,“ segir Ragnheiður Guðfinna. Forvarnir ehf. reka Streituskóla og streitumóttöku fyrir þá sem telja sig glíma við alvarlega streitu. Í Streituskólanum er sett upp markvisst bataferli sem felur í sér endurhæfingu fyrir þá sem missa hæfni til starfa. „Streituskólinn sérhæfir sig í að meta einstaklinga sem eru óvissir um stöðu sína, vita ekki hvert á að leita og þurfa mat frá óháðum fagaðila. Þegar við metum einstakling með sjúklega streitu eða kulnun þá setjum við upp markvisst bataferli sem felur í sér endurhæfingu á vinnufærni viðkomandi. Einstaklingar sem þekkja og finna fyrir alvarlegum streitueinkennum verða fyrst og fremst að fella niður fordóma, koma sér upp úr afneitun og viðurkenna vandann. Leita til fagaðila og hefja markvisst ferli til að ná heilsu á ný.“ Ragnheiður Guðfinna segir mikilvægt að stjórnendur þekki einkenni streitu hjá sjálfum sér til að geta lesið í streitu starfsmanna sinna. „Þeir þurfa að fá handleiðslu í nálgun varðandi það hvernig eigi að benda starfsmanni á stöðu sína og vera sveigjanlegir og skilningsríkir þegar starfsmaður er tilbúinn að koma aftur til starfa.“ Jóhann F. Friðriksson, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.Íslendingar í áfallastreitu eftir hrunJóhann F. Friðriksson sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu svarar spurningum um alvarlega streitu í starfi og kulnun.Hvers vegna virðist kulnun algengari en áður? „Þó svo kulnun í starfi sé tiltölulega nýtt hugtak hér á landi kom það fyrst fram á sjónarsviðið í rannsóknum á áttunda áratug síðustu aldar. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á kulnun og hefur áhuginn aukist verulega á undanförnum árum. Það er margt sem bendir til þess að streita í vinnuumhverfinu sé að aukast sem er vissulega mikið áhyggjuefni. Kulnun í starfi er ekki sérstaklega skilgreindur atvinnusjúkdómur hér á landi en ýmis einkenni s.s. andleg örmögnun, kvíði, depurð, þunglyndi og athafnaleysi eru einkenni kulnunar í starfi. Rót vandans er þá að finna í vinnuumhverfinu.“Er meiri hætta á streitu og kulnun í íslenska skammdeginu? „Það er ekki hægt að segja það með vissu en þó hafa verið gerðar rannsóknir sem benda til þess að dagsbirtan hafi verndandi áhrif gegn kulnun í starfi. Ljóst er að margir samverkandi þættir geta komið til í þessu sambandi. Flest verjum við stórum hluta dagsins í vinnunni og yfir vetrarmánuðina vöknum við til vinnu í myrkrinu og förum heim úr vinnu þegar aftur er tekið að rökkva. Góð leið til þess að verjast skammdeginu væri að fara út að ganga í hádeginu eða taka pásur utandyra yfir miðjan daginn sé þess kostur. Dæmi er um að vinnustaðir hafi farið þá leið að bæta markviss hjá sér lýsingu og hafa rannsóknir sýnt að betri lýsing hefur góð áhrif á andlega líðan.“Hvers vegna virðist vera mikill munur á kynjum þegar kemur að kulnun? „Kulnun virðist vera algengari í störfum sem útheimta mikil félagsleg samskipti sem mögulega getur útskýrt þennan mun en fleira getur verið þar að verki. Konur eru mun fjölmennari í stórum heilbrigðis-og ummönnunarstéttum, má þar helst nefna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Kulnun í starfi virðist einnig vera algengari hjá kennurum, í þjónustustörfum og hjá lögreglu. Vitað er að karlar veigra sér frekar við því að leita sér aðstoðar vegna andlegra og félagslegra vandamála og kann það að útskýra að hluta þennan mun.“Í hvaða aðstæðum á vinnustað er meiri hætta á kulnun? „Það er eðlilegur hluti daglegs lífs að vera undir álagi endrum og sinnum og getur hæfilegt álag verið hvetjandi og nauðsynlegt. Sem betur fer náum við flest jafnvægi á ný eftir slíkar tarnir. Það sem virðist einkennandi fyrir vinnuumhverfi sem leiðir frekar til kulnunar er viðvarandi álag á starfsmenn, takmarkað bolmagn þeirra til þess að þola álagið og skortur á stuðningi frá yfirmönnum og samstarfsmönnum. Þekktir streituvaldar eru þónokkrir en helst má nefna lítið vinnuskipulag og óreglulega vinnutíma þar sem ekki er reynt að koma á móts við nauðsynleg samspil vinnu og einkalífs. Stuðningur yfirmanna og samstarfsmanna getur skipt sköpum þegar starfsfólk er undir miklu álagi. Einnig er mikilvægt er að tryggja góð samskipti og boðleiðir og veita starfsfólki svigrúm.“Í hvaða störfum er meiri hætta á streitu og kulnun? „Rannsóknir benda til þess að ummönnunarstéttir, viðbragðaaðilar og aðrir þeir sem eru undir miklu langvarandi álagi séu útsettari fyrir kulnun í starfi. Mikil og krefjandi mannleg samskipi virðast vera einkennandi fyrir þær starfstéttir.“ Hver er þín reynsla af íslenskum vinnumarkaði og aðstæðum fólks, úr hverju þarf að bæta? Hvernig minnkum við hættuna á kulnun í starfi á íslenskum vinnumarkaði? „Álagið er mikið víðast hvar í samfélaginu. Kannski erum við Íslendingar að upplifa einhvers konar einkenni áfallasteituröskunar eftir hrun þar sem fjárhagslegt og samfélagslegt áfall dró fram það besta í okkur, fólk stóð saman, og var ákveðið í að komast í gegnum storminn. Svo þegar betur árar og vindinn lægir koma áhrifin í ljós. Mikið hefur gengið á sjúkrasjóði stéttarfélaga og svo virðist sem örorka sé að aukast. Þó er vert að taka fram að aldei hafa verið eins margir á vinnumarkaði hér á landi eins og nú og eru hlutfallslega mun fleiri starfandi hér á vinnumarkaði en í flestum viðmiðunarlöndum okkar. Veruleikinn er sá að árangur hefur náðst hér á landi á mörgum sviðum vinnuverndar, sér í lagi varðandi öryggismál en nú sjáum við slysum fjölga aftur sem er áhyggjuefni. Minna hefur farið fyrir sálfélagslegum þáttum vinnuverndar hér á landi, þáttum sem tengjast eðli vinnunnar, skipulagi hennar eða vinnuaðstæðum og hafa andleg eða félagsleg áhrif á einstaklinginn eða starfshópinn. Nú hefur orðið áherslubreyting þar á með aukinni vitundarvakningu fólks fyrir mikilvægi þess að líða vel í vinnu og koma heil heim, bæði á sál og líkama.Er munur á okkur og til dæmis Norðurlöndum? „Nei, í grunninn hefur slæmt vinnuumhverfi sömu óæskilegu áhrifin á okkur, hvort sem við búum á Íslandi eða annars staðar. Vera má að lengri vinnutími hér á landi og mikil þátttaka á vinnumarkaði skeri okkar aðeins frá Norðurlöndunum en um það eru ekki allir sammála. Íslendingar eru dugleg þjóð og vinnusemi nánast dyggð í okkar samfélagi. Það hefur þótt tákn um einhvers konar yfirburði að vinna mjög mikið og lengi og vera yfirhlaðinn verkefnum. Sama má segja um einkalífið. Ætlast er til að fólk taki bókstaflega þátt í öllum sköpuðum hlutum og ljóst að eitthvað lætur undan á endanum. Góður vinnustaður einkennist ekki endilega af einhverjum rólegheitum en segja má að heilbrigt vinnuumhverfi einkennist frekar af starfsanda þar sem einlægur vilji er fyrir að skapa samfélagslega heild þar sem virðing og traust ríkir. Nú eru jólin á næsta leyti og hamagangurinn nær brátt hámarki. Því hvet ég fólk til að huga einstaklega vel að andlegri heilsu sinni nú um stundir, bæði í tengslum við vinnustaðinn en ekki síður í daglegu jólaamstri. Það er ekki þess virði að fara yfirum um jólin, eins og Laddi söng um hér um árið!“ Jóhann segir frá því að þann 13.febrúar á næsta ári muni Vinnueftirlitið í samstarfi við VIRK standa fyrir ráðstefnu um kulnun ís tarfi. „Dagskráin verður auglýst síðar en áhugasamir ættu að taka daginn frá, “ segir Jóhann. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Segir kulnun oft tengjast slæmum stjórnunarháttum og aðbúnaði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í leiðtogafræðum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir að ábyrgð og þáttur yfirmanna sé mikill þegar komi að þessum vaxandi vanda í samfélaginu sem kulnun er. 27. júlí 2018 17:00 Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur spáð því að árið 2020 verði þunglyndi meginorsök örorku í heiminum og að streita og þunglyndi kosti bandarískan efnahag hundruð milljarða dollara á ári í tekjur. Kulnun er hugtak sem er notað yfir það þegar fólk brennur út í starfi. En þetta ástand sem skapast eftir langvarandi og alvarlega streitu er skilgreint af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem örmögnun (e. vital exhaustion). „Vanlíðan og alvarleg veikindi vegna streitu varða almannahag. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Streita er langstærsta ástæða heilsubrests og brottfalls á vinnustöðum landsins. Konur sem eru um fertugt eru stærsti hópurinn sem leitar sér aðstoðar en ungir karlmenn eru líka stækkandi hópur,“ segir Alma og vísar í tölfræði VIRK sem hefur það hlutverk að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa. Á síðasta ári leituðu þangað 1.854 einstaklingar vegna heilsubrests í starfi. Langstærstur hluti þeirra sem leitar eftir hjálp hjá VIRK eru konur, eða 66%, og karlar 34%. Yfir 70% þeirra sem leita til VIRK hafa ekki starfsgetu vegna andlegra sjúkdóma eða stoðkerfisvandamála og þeim einstaklingum sem glíma við bæði stoðkerfisvanda og geðrænan fer fjölgandi. „Við vitum meira í dag um margvísleg áhrif streitu á heilsu. Hún veldur þreytu og svefntruflunum sem hafa áhrif á vinnufærni okkar og getur valdið slysum. Streita veikir einnig ónæmiskerfið og getur valdið líkamlegum veikindum. Framleiðni verður minni og farsæld í samfélaginu verður einnig minni,“ segir Alma. „Líf okkar er að breytast. Það er að breytast með tækniframförum og þéttari byggð. Það er meiri hraði, kröfurnar eru fleiri. Verkefnin sem fylgja okkar breytta líferni eru fleiri, en við höfum ekki tíma til að sinna þeim. Og það tekur toll. Við sjáum merki um þetta í lýðheilsuvísum okkar. Við sjáum til dæmis að bæði börn og fullorðnir fá ekki nægan svefn. Svefn er svo mikilvægur í því að efla mótstöðuafl okkar gegn streitu. Unglingar þurfa um níu tíma svefn en í lýðheilsuvísum okkar kemur til dæmis fram að 40% unglinga á höfuðborgarsvæðinu fá minna en sjö tíma svefn. Fjórðungur fullorðinna sefur minna eða jafnt og sex tíma á nóttu. Það er alltof lítið,“ segir Alma. Alma segir aukna áherslu hjá fyrirtækjum á að sinna samfélagslegri ábyrgð og vill beina því til þeirra að stuðla að minni streitu og betri heilsu starfsmanna sinna. „Því fylgir samfélagsleg ábyrgð að reka heilsueflandi vinnustað. Það er svo ótrúlega mikilvægt að koma böndum á þetta. Við erum nefnilega að vakna upp við vondan draum og þurfum að horfa á allt samfélagið. Heilsa er ekki bara mál heilbrigðiskerfisins heldur samfélagsins alls. „Lífið er ekki dans á rósum og allir lenda í erfiðleikum og skakkaföllum. Það er mikilvægt að þjálfa upp þá eiginleika sem eru mikilvægir til að takast á við áföll. Þrautseigju er hægt að þjálfa upp. En þó að þrautseigjan sé góð vörn gegn streitu þá er hvíldin það enn frekar,“ ítrekar Alma. „Og við getum ekki ofhlaðið okkur verkefnum. Sænska sjónvarpið framleiddi þætti um streitu á meðal kvenna sem voru sýndir á RÚV um daginn. Þar er fjallað um konur sem brenna út í starfi. Í kvennabaráttunni sögðu konur: We can do it. En kannski ættu þær konur sem eru ofhlaðnar verkefnum nú að krefjast eðlilegra álags og segja: We can’t do it.“ Alma segist hafa lesið hugleiðingar rithöfundarins Guðrúnar Evu Mínervudóttur sem upplifði kulnun fyrir nokkrum misserum. „Hún sagði: Gerðu færra, gerðu eitt í einu, gerðu það hægar. Hafðu lengra bil á milli gjörða. Og þetta er einmitt málið. Samfélag okkar er á svo mikilli ferð. Við þurfum að hægja á okkur. Við ætlum okkur svo mikið.“Konur og karlar jafn útsett fyrir streitu Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Forvörnum ehf., stýrir hópum karla sem koma saman og ræða um reynslu sína af því að brenna út í starfi. Hún segir karla og konur jafn útsett fyrir streitu. En karlar afneiti frekar vandanum og leiti sér seint aðstoðar. „Karlmenn virðast vera seinni til að fella niður afneitun sína á vandamálinu og leita aðstoðar. Þá er vandinn orðinn ansi mikill og erfitt fyrir þá að horfa lengur fram hjá vandamálinu. Konur og karlar eru jafn útsett fyrir streitu, en konur hins vegar veljast meira í störf þar sem eru áhættuþættir fyrir að kulna í starfi,“ segir Ragnheiður Guðfinna. Forvarnir ehf. reka Streituskóla og streitumóttöku fyrir þá sem telja sig glíma við alvarlega streitu. Í Streituskólanum er sett upp markvisst bataferli sem felur í sér endurhæfingu fyrir þá sem missa hæfni til starfa. „Streituskólinn sérhæfir sig í að meta einstaklinga sem eru óvissir um stöðu sína, vita ekki hvert á að leita og þurfa mat frá óháðum fagaðila. Þegar við metum einstakling með sjúklega streitu eða kulnun þá setjum við upp markvisst bataferli sem felur í sér endurhæfingu á vinnufærni viðkomandi. Einstaklingar sem þekkja og finna fyrir alvarlegum streitueinkennum verða fyrst og fremst að fella niður fordóma, koma sér upp úr afneitun og viðurkenna vandann. Leita til fagaðila og hefja markvisst ferli til að ná heilsu á ný.“ Ragnheiður Guðfinna segir mikilvægt að stjórnendur þekki einkenni streitu hjá sjálfum sér til að geta lesið í streitu starfsmanna sinna. „Þeir þurfa að fá handleiðslu í nálgun varðandi það hvernig eigi að benda starfsmanni á stöðu sína og vera sveigjanlegir og skilningsríkir þegar starfsmaður er tilbúinn að koma aftur til starfa.“ Jóhann F. Friðriksson, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.Íslendingar í áfallastreitu eftir hrunJóhann F. Friðriksson sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu svarar spurningum um alvarlega streitu í starfi og kulnun.Hvers vegna virðist kulnun algengari en áður? „Þó svo kulnun í starfi sé tiltölulega nýtt hugtak hér á landi kom það fyrst fram á sjónarsviðið í rannsóknum á áttunda áratug síðustu aldar. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á kulnun og hefur áhuginn aukist verulega á undanförnum árum. Það er margt sem bendir til þess að streita í vinnuumhverfinu sé að aukast sem er vissulega mikið áhyggjuefni. Kulnun í starfi er ekki sérstaklega skilgreindur atvinnusjúkdómur hér á landi en ýmis einkenni s.s. andleg örmögnun, kvíði, depurð, þunglyndi og athafnaleysi eru einkenni kulnunar í starfi. Rót vandans er þá að finna í vinnuumhverfinu.“Er meiri hætta á streitu og kulnun í íslenska skammdeginu? „Það er ekki hægt að segja það með vissu en þó hafa verið gerðar rannsóknir sem benda til þess að dagsbirtan hafi verndandi áhrif gegn kulnun í starfi. Ljóst er að margir samverkandi þættir geta komið til í þessu sambandi. Flest verjum við stórum hluta dagsins í vinnunni og yfir vetrarmánuðina vöknum við til vinnu í myrkrinu og förum heim úr vinnu þegar aftur er tekið að rökkva. Góð leið til þess að verjast skammdeginu væri að fara út að ganga í hádeginu eða taka pásur utandyra yfir miðjan daginn sé þess kostur. Dæmi er um að vinnustaðir hafi farið þá leið að bæta markviss hjá sér lýsingu og hafa rannsóknir sýnt að betri lýsing hefur góð áhrif á andlega líðan.“Hvers vegna virðist vera mikill munur á kynjum þegar kemur að kulnun? „Kulnun virðist vera algengari í störfum sem útheimta mikil félagsleg samskipti sem mögulega getur útskýrt þennan mun en fleira getur verið þar að verki. Konur eru mun fjölmennari í stórum heilbrigðis-og ummönnunarstéttum, má þar helst nefna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Kulnun í starfi virðist einnig vera algengari hjá kennurum, í þjónustustörfum og hjá lögreglu. Vitað er að karlar veigra sér frekar við því að leita sér aðstoðar vegna andlegra og félagslegra vandamála og kann það að útskýra að hluta þennan mun.“Í hvaða aðstæðum á vinnustað er meiri hætta á kulnun? „Það er eðlilegur hluti daglegs lífs að vera undir álagi endrum og sinnum og getur hæfilegt álag verið hvetjandi og nauðsynlegt. Sem betur fer náum við flest jafnvægi á ný eftir slíkar tarnir. Það sem virðist einkennandi fyrir vinnuumhverfi sem leiðir frekar til kulnunar er viðvarandi álag á starfsmenn, takmarkað bolmagn þeirra til þess að þola álagið og skortur á stuðningi frá yfirmönnum og samstarfsmönnum. Þekktir streituvaldar eru þónokkrir en helst má nefna lítið vinnuskipulag og óreglulega vinnutíma þar sem ekki er reynt að koma á móts við nauðsynleg samspil vinnu og einkalífs. Stuðningur yfirmanna og samstarfsmanna getur skipt sköpum þegar starfsfólk er undir miklu álagi. Einnig er mikilvægt er að tryggja góð samskipti og boðleiðir og veita starfsfólki svigrúm.“Í hvaða störfum er meiri hætta á streitu og kulnun? „Rannsóknir benda til þess að ummönnunarstéttir, viðbragðaaðilar og aðrir þeir sem eru undir miklu langvarandi álagi séu útsettari fyrir kulnun í starfi. Mikil og krefjandi mannleg samskipi virðast vera einkennandi fyrir þær starfstéttir.“ Hver er þín reynsla af íslenskum vinnumarkaði og aðstæðum fólks, úr hverju þarf að bæta? Hvernig minnkum við hættuna á kulnun í starfi á íslenskum vinnumarkaði? „Álagið er mikið víðast hvar í samfélaginu. Kannski erum við Íslendingar að upplifa einhvers konar einkenni áfallasteituröskunar eftir hrun þar sem fjárhagslegt og samfélagslegt áfall dró fram það besta í okkur, fólk stóð saman, og var ákveðið í að komast í gegnum storminn. Svo þegar betur árar og vindinn lægir koma áhrifin í ljós. Mikið hefur gengið á sjúkrasjóði stéttarfélaga og svo virðist sem örorka sé að aukast. Þó er vert að taka fram að aldei hafa verið eins margir á vinnumarkaði hér á landi eins og nú og eru hlutfallslega mun fleiri starfandi hér á vinnumarkaði en í flestum viðmiðunarlöndum okkar. Veruleikinn er sá að árangur hefur náðst hér á landi á mörgum sviðum vinnuverndar, sér í lagi varðandi öryggismál en nú sjáum við slysum fjölga aftur sem er áhyggjuefni. Minna hefur farið fyrir sálfélagslegum þáttum vinnuverndar hér á landi, þáttum sem tengjast eðli vinnunnar, skipulagi hennar eða vinnuaðstæðum og hafa andleg eða félagsleg áhrif á einstaklinginn eða starfshópinn. Nú hefur orðið áherslubreyting þar á með aukinni vitundarvakningu fólks fyrir mikilvægi þess að líða vel í vinnu og koma heil heim, bæði á sál og líkama.Er munur á okkur og til dæmis Norðurlöndum? „Nei, í grunninn hefur slæmt vinnuumhverfi sömu óæskilegu áhrifin á okkur, hvort sem við búum á Íslandi eða annars staðar. Vera má að lengri vinnutími hér á landi og mikil þátttaka á vinnumarkaði skeri okkar aðeins frá Norðurlöndunum en um það eru ekki allir sammála. Íslendingar eru dugleg þjóð og vinnusemi nánast dyggð í okkar samfélagi. Það hefur þótt tákn um einhvers konar yfirburði að vinna mjög mikið og lengi og vera yfirhlaðinn verkefnum. Sama má segja um einkalífið. Ætlast er til að fólk taki bókstaflega þátt í öllum sköpuðum hlutum og ljóst að eitthvað lætur undan á endanum. Góður vinnustaður einkennist ekki endilega af einhverjum rólegheitum en segja má að heilbrigt vinnuumhverfi einkennist frekar af starfsanda þar sem einlægur vilji er fyrir að skapa samfélagslega heild þar sem virðing og traust ríkir. Nú eru jólin á næsta leyti og hamagangurinn nær brátt hámarki. Því hvet ég fólk til að huga einstaklega vel að andlegri heilsu sinni nú um stundir, bæði í tengslum við vinnustaðinn en ekki síður í daglegu jólaamstri. Það er ekki þess virði að fara yfirum um jólin, eins og Laddi söng um hér um árið!“ Jóhann segir frá því að þann 13.febrúar á næsta ári muni Vinnueftirlitið í samstarfi við VIRK standa fyrir ráðstefnu um kulnun ís tarfi. „Dagskráin verður auglýst síðar en áhugasamir ættu að taka daginn frá, “ segir Jóhann.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Segir kulnun oft tengjast slæmum stjórnunarháttum og aðbúnaði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í leiðtogafræðum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir að ábyrgð og þáttur yfirmanna sé mikill þegar komi að þessum vaxandi vanda í samfélaginu sem kulnun er. 27. júlí 2018 17:00 Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45
Segir kulnun oft tengjast slæmum stjórnunarháttum og aðbúnaði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í leiðtogafræðum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir að ábyrgð og þáttur yfirmanna sé mikill þegar komi að þessum vaxandi vanda í samfélaginu sem kulnun er. 27. júlí 2018 17:00
Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41