Streita og kulnun Teitur Guðmundsson skrifar 13. desember 2018 07:00 Umræðan um streitu er ekki ný af nálinni, við höfum vitað um nokkuð langt skeið að hún hefur ýmis áhrif á heilsu okkar og ekki síst ef hún verður of mikil. Mikilvægt er að muna að hófleg streita er okkur í raun nauðsynleg. Þannig höfum við drifkraft til að ganga í verkefni og klára þau, til dæmis við verkefnaskil, próf eða jafnvel við líkamlega áreynslu líkt og í keppnisíþróttum. Þeir sem þekkja til vita að ekki er hægt að mæla hana beinlínis líkt og við getum mælt gildi nýrnastarfssemi eða viðlíka þátta í líkamanum. Það eru til ýmis konar spurningalistar og svo auðvitað í viðtali, skoðun og mati einstaklings koma í ljós atriði sem leiða til þess að fólk greinist með allt að því sjúklega streitu og jafnvel kulnun. Það er mjög erfitt að skilgreina út frá sjálfum sér hvaða álag er öðrum hóflegt, líklega er það stærsti einstaki þátturinn í því að það upplifun verður ekki svo auðveldlega yfirfærð á aðra. Hver kannast ekki við það að vinnufélagi, liðsfélagi, yfirmaður eða jafnvel foreldri skilji ekki að þessar eða hinar aðstæðurnar valdi spennu hjá öðrum, álagi og auðvitað streitu. Þetta er einstaklingsbundið mál og því verður öll nálgun eðlilega aðeins óljósari en þegar við meðhöndlum til dæmis streptokokka í hálsi. Annað hvort ertu með þá eða ekki og við getum með nokkuð einföldum hætti greint þarna á milli með rannsókn sem annað hvort staðfestir eða hrekur greininguna.Hvernig lýsir streitan sér ? Hún getur birst á ótal vegu og í tengslum við fjölmarga þætti. Streitan er í sjálfu sér eðlilegt fyrirbæri sem lagast þegar einstaklingurinn nær að hvílast og sortera það áreiti sem hann er að upplifa að valdi streitunni hjá honum hverju sinni. Samverandi þættir í vinnu, persónulegir og félagslegir, samkeppni, aukin harka í samskiptum og hraði samfélagsins hafa áhrif á streitu og þá þann möguleika að þróa sjúklega streitu. Kulnun eða örmögnun er í raun framhald af langvarandi streituástandi sem ekki fæst lausn á og getur valdið alvarlegum og jafnvel langvarandi veikindum. Læknar og fagfólk í heilbrigðisþjónustu sjá töluvert af fólki sem er komið á þennan stað en mörkin á milli þessara þátta geta verið óljós. Í umræðunni undanfarið hefur átt sér stað vakning og er streita ofarlega í huga margra. Mikill umræða hefur átt sér stað einnig um mótstöðuafl einstaklinga og það hversu reiðubúnir þeir eru að takast á við álagstíma sem koma alltaf í lífinu. Það er kynslóðamunur og einnig ákveðin við skulum segja lenska að þykja það lítt merkilegt að vera í þessu ástandi, sérlega hjá þeim sem upplifa slíkt síður eða eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Því þarf að breyta. Hvað er til ráða ? Það er augljóslega mjög einstaklingsbundið hvað veldur streitu hjá hverjum og einum. Líklega eru fræðsla og upplýsingagjöf til almennings besta leiðin. Þá að hver og einn líti í eigin barm og velti fyrir sér hvort lífið og tilveran með öllu því sem fylgir sé mögulega að valda ástandi sem manni líður ekki vel með. Þá er gott að velta því fyrir sér hvaða þættir sérstaklega geti verið verri en aðrir, samanber samskipti, vinnu, maka, börn, fjárhag og þannig mætti lengi telja. Sækja sér aðstoð ef viðkomandi er ekki viss hvar á að leita skýringa á breyttri líðan. Reyna að átta sig á því hverju er hægt að breyta og beina athyglinni að því að laga eitt í einu. Muna að hvíla sig og leyfa sér það, þeir sem eru komnir það langt að verða veikir þurfa annars konar inngrip. Þá þurfum við öll að muna að upplifun og líðan er persónulegt mál og að við erum mismunandi og að álagsþol okkar einnig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Umræðan um streitu er ekki ný af nálinni, við höfum vitað um nokkuð langt skeið að hún hefur ýmis áhrif á heilsu okkar og ekki síst ef hún verður of mikil. Mikilvægt er að muna að hófleg streita er okkur í raun nauðsynleg. Þannig höfum við drifkraft til að ganga í verkefni og klára þau, til dæmis við verkefnaskil, próf eða jafnvel við líkamlega áreynslu líkt og í keppnisíþróttum. Þeir sem þekkja til vita að ekki er hægt að mæla hana beinlínis líkt og við getum mælt gildi nýrnastarfssemi eða viðlíka þátta í líkamanum. Það eru til ýmis konar spurningalistar og svo auðvitað í viðtali, skoðun og mati einstaklings koma í ljós atriði sem leiða til þess að fólk greinist með allt að því sjúklega streitu og jafnvel kulnun. Það er mjög erfitt að skilgreina út frá sjálfum sér hvaða álag er öðrum hóflegt, líklega er það stærsti einstaki þátturinn í því að það upplifun verður ekki svo auðveldlega yfirfærð á aðra. Hver kannast ekki við það að vinnufélagi, liðsfélagi, yfirmaður eða jafnvel foreldri skilji ekki að þessar eða hinar aðstæðurnar valdi spennu hjá öðrum, álagi og auðvitað streitu. Þetta er einstaklingsbundið mál og því verður öll nálgun eðlilega aðeins óljósari en þegar við meðhöndlum til dæmis streptokokka í hálsi. Annað hvort ertu með þá eða ekki og við getum með nokkuð einföldum hætti greint þarna á milli með rannsókn sem annað hvort staðfestir eða hrekur greininguna.Hvernig lýsir streitan sér ? Hún getur birst á ótal vegu og í tengslum við fjölmarga þætti. Streitan er í sjálfu sér eðlilegt fyrirbæri sem lagast þegar einstaklingurinn nær að hvílast og sortera það áreiti sem hann er að upplifa að valdi streitunni hjá honum hverju sinni. Samverandi þættir í vinnu, persónulegir og félagslegir, samkeppni, aukin harka í samskiptum og hraði samfélagsins hafa áhrif á streitu og þá þann möguleika að þróa sjúklega streitu. Kulnun eða örmögnun er í raun framhald af langvarandi streituástandi sem ekki fæst lausn á og getur valdið alvarlegum og jafnvel langvarandi veikindum. Læknar og fagfólk í heilbrigðisþjónustu sjá töluvert af fólki sem er komið á þennan stað en mörkin á milli þessara þátta geta verið óljós. Í umræðunni undanfarið hefur átt sér stað vakning og er streita ofarlega í huga margra. Mikill umræða hefur átt sér stað einnig um mótstöðuafl einstaklinga og það hversu reiðubúnir þeir eru að takast á við álagstíma sem koma alltaf í lífinu. Það er kynslóðamunur og einnig ákveðin við skulum segja lenska að þykja það lítt merkilegt að vera í þessu ástandi, sérlega hjá þeim sem upplifa slíkt síður eða eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Því þarf að breyta. Hvað er til ráða ? Það er augljóslega mjög einstaklingsbundið hvað veldur streitu hjá hverjum og einum. Líklega eru fræðsla og upplýsingagjöf til almennings besta leiðin. Þá að hver og einn líti í eigin barm og velti fyrir sér hvort lífið og tilveran með öllu því sem fylgir sé mögulega að valda ástandi sem manni líður ekki vel með. Þá er gott að velta því fyrir sér hvaða þættir sérstaklega geti verið verri en aðrir, samanber samskipti, vinnu, maka, börn, fjárhag og þannig mætti lengi telja. Sækja sér aðstoð ef viðkomandi er ekki viss hvar á að leita skýringa á breyttri líðan. Reyna að átta sig á því hverju er hægt að breyta og beina athyglinni að því að laga eitt í einu. Muna að hvíla sig og leyfa sér það, þeir sem eru komnir það langt að verða veikir þurfa annars konar inngrip. Þá þurfum við öll að muna að upplifun og líðan er persónulegt mál og að við erum mismunandi og að álagsþol okkar einnig.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun