Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, stóðst atlöguna þegar þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði um vantraust á hendur formanninum. Tvö hundruð þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með.
Í morgun varð það gert ljóst að fleiri en 48 þingmenn Íhaldsflokksins höfðu óskað þess að vantraust yrði tekið á dagskrá innan þingflokksins og varð þingflokksformaður Íhaldsmanna við því.
May tilkynnti á þingflokksfundinum í kvöld að hún myndi hætta sem leiðtogi fyrir næstu þingkosningar sem munu að óbreyttu fara fram árið 2022.
May hefur verið undir miklum þrýstingi vegna Brexit-samningsins, en hún tilkynnti á mánudag að atkvæðagreiðslu um samninginn, sem átti að fara fram í gær, yrði frestað. Var þá ljóst að samningurinn yrði kolfelldur.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2023-07-13T102850.832Z-vikingur.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/gracenote/4218.png)