Líklegt að May standist vantraust: Hyggst ekki leiða flokkinn í gegn um næstu kosningar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. desember 2018 18:00 Atkvæðagreiðsla um vantraust á hendur May stendur nú yfir. AP/Tim Ireland Þingflokksfundur Íhaldsflokksins hófst klukkan sex og reikna má með að úrslit atkvæðagreiðslu um vantraust verði ljós rétt eftir klukkan átta. Í morgun varð það gert ljóst að meira en 48 þingmenn íhaldsflokksins höfðu óskað þess að vantraust yrði tekið á dagskrá innan þingflokksins og hefur þingflokksformaður Íhaldsmanna orðið við því. Kornið sem fyllti mælinn fyrir harðlínumenn í Íhaldsflokknum var ákvörðun Theresu May að fresta atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandins. Almenn óánægja hefur ríkt með sáttmálann og nær öruggt að hann yrði felldur yrði greitt um hann atkvæði. May hefur áður mætt miklum mótbyr og hefur heitið því að berjast gegn áskoruninni með kjafti og klóm. Hún hefur þó tilkynnt að hún muni hætta sem leiðtogi fyrir næstu þingkosningar en margir andstæðinga hennar óttast gengi flokksins ef hún myndi leiða hann í gegn um kosningar.Fjölmargir þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við May og spáir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, því að hún nái að standast þetta áhlaup. „Menn hafa verið að telja þetta saman í allan dag og eins og þetta lítur út núna þá er líklegt að hún standi þetta af sér að það dugi ekki til fyrir áskorendurnar að koma henni frá núna,“ segir Eiríkur. Samkvæmt talningu The Guardian hafa 160 þingmenn Íhaldsflokksins lýst yfir stuðningi við May, 28 ætla að greiða atkvæði með vantrausti en 128 hafa ekki gefið upp afstöðu sína. May þarf atkvæði 158 til að standast vantraust. Gerist það má ekki leggja fram vantraust innan Íhaldsflokksins í 12 mánuði. Eiríkur segir að þannig muni hún hljóta ákveðið skjól frá eigin flokksfélögum en enn geti stjórnarandstaðan gripið til vopna. „Ef að stór hluti þingflokks Íhaldsmanna greiðir atkvæði gegn henni skapast færi fyrir Verkamannaflokkinn að bera fram vantraustsyfirlýsingu á hana sem forsætisráðherra,“ segir hann. Þrátt fyrir að May muni standa af sér öll áhlaup er enn ekki fyrirséð hvernig hún muni ná útgöngusáttmálanum í gegn um breska þingið. Mikil andstaða er við sáttmálann og leiðtogar Evrópusambandsins segja að ekki sé mögulegt að endursemja um efni hans. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Þingflokksfundur Íhaldsflokksins hófst klukkan sex og reikna má með að úrslit atkvæðagreiðslu um vantraust verði ljós rétt eftir klukkan átta. Í morgun varð það gert ljóst að meira en 48 þingmenn íhaldsflokksins höfðu óskað þess að vantraust yrði tekið á dagskrá innan þingflokksins og hefur þingflokksformaður Íhaldsmanna orðið við því. Kornið sem fyllti mælinn fyrir harðlínumenn í Íhaldsflokknum var ákvörðun Theresu May að fresta atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandins. Almenn óánægja hefur ríkt með sáttmálann og nær öruggt að hann yrði felldur yrði greitt um hann atkvæði. May hefur áður mætt miklum mótbyr og hefur heitið því að berjast gegn áskoruninni með kjafti og klóm. Hún hefur þó tilkynnt að hún muni hætta sem leiðtogi fyrir næstu þingkosningar en margir andstæðinga hennar óttast gengi flokksins ef hún myndi leiða hann í gegn um kosningar.Fjölmargir þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við May og spáir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, því að hún nái að standast þetta áhlaup. „Menn hafa verið að telja þetta saman í allan dag og eins og þetta lítur út núna þá er líklegt að hún standi þetta af sér að það dugi ekki til fyrir áskorendurnar að koma henni frá núna,“ segir Eiríkur. Samkvæmt talningu The Guardian hafa 160 þingmenn Íhaldsflokksins lýst yfir stuðningi við May, 28 ætla að greiða atkvæði með vantrausti en 128 hafa ekki gefið upp afstöðu sína. May þarf atkvæði 158 til að standast vantraust. Gerist það má ekki leggja fram vantraust innan Íhaldsflokksins í 12 mánuði. Eiríkur segir að þannig muni hún hljóta ákveðið skjól frá eigin flokksfélögum en enn geti stjórnarandstaðan gripið til vopna. „Ef að stór hluti þingflokks Íhaldsmanna greiðir atkvæði gegn henni skapast færi fyrir Verkamannaflokkinn að bera fram vantraustsyfirlýsingu á hana sem forsætisráðherra,“ segir hann. Þrátt fyrir að May muni standa af sér öll áhlaup er enn ekki fyrirséð hvernig hún muni ná útgöngusáttmálanum í gegn um breska þingið. Mikil andstaða er við sáttmálann og leiðtogar Evrópusambandsins segja að ekki sé mögulegt að endursemja um efni hans.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55
May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08
Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent